Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 59
hagvangur.is
Nánari upplýsingar um störfin er að finna
á hagvangur.is.
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní nk.
Nánari upplýsingar veita Yrsa G. Þorvaldsdóttir,
yrsa@hagvangur.is, og Inga Steinunn Arnardóttir,
inga@hagvangur.is
Til að fylgja eftir nýjum og spennandi tækifærum leitum við nú að
nýjum liðsmönnum sem eru tilbúnir að taka þátt í frekari uppbyggingu
fyrirtækisins með okkur.
Sérfræðingar í framleiðsludeild
Sérfræðingar í framleiðsludeild sjá um samsetningar, prófanir og pökkun
á tækjum Vaka, bilanaleit og viðgerðir á búnaði, tækniaðstoð við
undirverktaka, notendur og þjónustuaðila, ásamt því að taka þátt
í þróunarverkefnum. Leitað er eftir starfsmönnum sem hafa reynslu og
áhuga á tæknivinnu og hafa lokið rafvirkjun, rafeindavirkjun, vélvirkjun
eða sambærilegu námi.
Hugbúnaðarsérfræðingur
Hugbúnaðarsérfræðingur tilheyrir þróunarteymi Vaka og vinnur að
þróun á gagnagrunns- og veflausnum, forritun og prófun hugbúnaðar
og tæknilausna Vaka, úrvinnslu og framsetningu gagna, auk annarra
áhugaverðra verkefna. Leitað er að starfsmanni sem hefur háskólamenntun
á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða úr sambærilegum greinum.
Hugbúnaðarsérfræðingur fyrir smátölvur
Hugbúnaðarsérfræðingur fyrir smátölvur tilheyrir þróunarteymi Vaka
og vinnur að þróun stýrihugbúnaðar fyrir ýmis tæki Vaka, þróun
gervigreindarlausna, þróun og prófunum í samvinnu við viðskiptavini,
úrvinnslu og framsetningu gagna, auk annarra áhugaverðra verkefna.
Leitað er að starfsmanni sem hefur háskólamenntun á sviði tölvunarfræði,
verkfræði eða úr sambærilegum greinum.
Vélahönnuður
Vélahönnuður tilheyrir þróunarteymi Vaka og vinnur að þróun og hönnun á
hátæknivélbúnaði fyrir vöruflóru Vaka/MSD. Meðal verkefna vélahönnuðar
eru þarfagreining og skipulagning verkefna, prófanir hjá viðskiptavinum
og eftirfylgni með verkefnum. Leitað er að starfsmanni sem hefur
háskólamenntun á sviði vélaverkfræði, véltæknifræði eða úr sambærilegum
greinum.
Handbókagerð og skjölun
Sérfræðingur í handbókagerð og skjölun vinnur að gerð handbóka fyrir
ýmis tæki í vöruflóru Vaka/MSD, gerð þjálfunarefnis og tryggir að staðlar og
reglugerðir séu uppfylltar hvað varðar þróun, framleiðslu og afhendingu á
vörum Vaka/MSD.
Spennandi störf hjá íslensku
hátæknifyrirtæki
Vaki fiskeldiskerfi ehf. var stofnað árið 1986
og hefur frá fyrstu tíð verið leiðandi fyrirtæki
í hönnun og þróun á hátæknibúnaði fyrir fiskeldi
um allan heim. Helstu vörur Vaka eru fiskiteljarar
byggðir á tölvusjón sem telja fisk á öllum stigum
í eldinu, ásamt fiskiflokkurum og fiskidælum.
Annað sérsvið Vaka er myndavélabúnaður til
að stærðarmæla fisk í sjókvíum, telja laxalús
og fylgjast með velferð og vexti fiskanna.
Árið 2019 keypti MSD Animal Health allt hlutafé í
Vaka og nú sem hluti af MSD eru uppi spennandi
áform um stækkun og eflingu fyrirtækisins. Aukin
áhersla verður lögð á vöruþróun og þjónustu í
nánu samstarfi við viðskiptavini og munu nýjar
lausnir Vaka stuðla að framþróun fiskeldis um
allan heim. Frekari upplýsingar á vaki.is
Hjá Vaka bjóðum við
starfsmönnum m.a. upp á
• frítt rafmagn á bílinn
• samgöngustyrk fyrir hjólreiðafólk
• íþróttastyrk
• mötuneyti og heitan mat í hádeginu
• frían síma og nettengingu heima
• afkomutengt bónuskerfi
• sveigjanlegan vinnutíma
• sjálfstæði í starfi
• tvo auka frídaga um jól
• góðan liðsanda og tækifæri til
vaxtar innan alþjóðlegs fyrirtækis
Sótt er um störfin
á hagvangur.is
Mest lesna atvinnublað Íslands*
Atvinnublaðið
Sölufulltrúar: Hrannar Helgason, hrannar@frettabladid.is 550 5625, Arna Rut Kristinsdóttir, arnarut@frettabladid.is 550 5621
*Neyslukönnun Gallups 2018, allt land, 18-80 ára