Fréttablaðið - 21.05.2022, Side 63
Umsjón með starfinu hafa Hilmar G.
Hjaltason (hilmar@vinnvinn.is) og
Auður Bjarnadóttir (audur@vinnvinn.is).
Reiknistofa Lífeyrissjóða hf. (RL) er í eigu
10 lífeyrissjóða og er jafnframt eigandi
að hugbúnaðarkerfinu Jóakim. Kerfið er
mikilvægur innviður í rekstri lífeyrissjóða
en mætir einnig þörfum annarra notenda.
Unnið hefur verið að yfirtöku á rekstri
kerfisins og þjónustu við notendur undan
farin misseri. Til framtíðar mun RL mæta
kröfum og þörfum eigenda sinna og annarra
notenda um sterkari tæknilega innviði og
aukna áherslu á stafræna þróun.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og ítarlegt
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og rökstuðningur um
færni viðkomandi til að gegna starfinu og
upplýsingar um árangur sem viðkomandi
hefur náð og telur að nýtist í starfi.
Framkvæmdastjóri
Reiknistofu lífeyrissjóða
Reiknistofa lífeyrissjóða (RL) leitar að framkvæmdastjóra til að leiða og sjá um uppbyggingu
félagsins ásamt öflugu teymi starfsfólks. Framkvæmdastjóri þarf að búa yfir mikilli
forystuhæfni, samskiptafærni, styrk til að taka ákvarðanir og frumkvæði til að ná árangri í
starfi. Hjá RL er lögð áhersla á starfsumhverfi þar sem reynir á vilja til þróunar og vaxtar án
þess að slakað sé á kröfum um gæði og öryggi í rekstri.
Helstu verkefni:
• Ábyrgð á uppbyggingu félagsins, daglegum rekstri og stjórnun.
• Mótun og innleiðing stefnu í samstarfi við stjórn.
• Leiða og styðja öflugt starfsfólk til árangurs.
• Samskipti og samningar við birgja og viðskiptavini.
• Stuðla að nýsköpun og framþróun til hagsbóta fyrir viðskiptavini.
• Samskipti við samstarfs- og hagaðila.
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
• Árangursrík reynsla á sviði rekstrar og stjórnunar, kostur ef það er á sviði upplýsingatækni.
• Reynsla af því að framkvæma, stuðla að eða styðja við nýsköpun.
• Reynsla af innleiðingu stefnu og breytingastjórnun.
• Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi samskiptahæfni.
• Metnaður, frumkvæði og vaxtarviðhorf.
Umsóknarfrestur er til og með 4. júní nk.
Sótt er um starfið á www.vinnvinn.is.
GEORG rannsóknarklasi leitar að öflugum liðsfélaga til að taka þátt í undirbúningi og
rekstri þróunarverkefna á sviði bættrar jarðhitanýtingar og framþróunar.
Hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi í verkfræði, tæknifræði, raunvísindum
eða önnur sambærileg menntun.
• Reynsla af verkefnastjórnun.
• Leiðtogahæfni, góð samskiptahæfni og geta til að samræma mismunandi sjónarmið.
• Hæfni til að horfa á verkefnin frá mörgum sjónarhornum.
• Frumkvæði og hæfni til að þróa og móta nýjar hugmyndir og hrinda í framkvæmd.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningar-
bréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu
umsóknar og rökstuðningur um hæfni
viðkomandi til að gegna starfinu.
Umsjón með starfinu hafa Auður Bjarna
dóttir (audur@vinnvinn.is) og Garðar Óli
Ágústsson (gardar@vinnvinn.is).
GEORG er alþjóðlegur rannsóknaklasi í
jarðhita sem að standa 22 innlendir og erlendir
aðilar; háskólar, vísindastofnanir og fyrirtæki.
Markmið rannsóknaklasans er að leiða saman
aðila á jarðhitasviðinu og mynda sterkt afl
til skjótra framfara í jarðhitarannsóknum,
verkfræði, og hönnun. Framtíðarsýn klasans
er að vera leiðandi afl í alþjóðlegum jarðhita
rannsóknum. Nánari upplýsingar er að finna á
www.georg.cluster.is.
Verkefnastjóri í þróunarverkefnum
Umsóknarfrestur er til og með 26. maí nk.
Sótt er um störfin á www.vinnvinn.is.
GEORG rannsóknarklasi leitar að öflugum liðsfélaga á svið viðskiptaþróunar og fjármögnunar, til að
taka þátt í undirbúningi og rekstri fjölbreyttra verkefna á sviði bættrar jarðhitanýtingar og framþróunar.
Hæfniskröfur:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi í verkfræði, viðskipta- eða hagfræði.
• Reynsla af verkefnastjórnun.
• Þekking og reynsla af fjármögnun og uppbyggingu umfangsmikilla rannsókna
og þróunarverkefna er kostur.
• Reynsla af stefnumótun, markmiðasetningu og árangursmælingum verkefna.
• Góð greiningarhæfni og framsetning upplýsinga.
• Frumkvæði, metnaður og lausnamiðuð hugsun.
• Góð samskiptahæfni og geta til að vinna í teymi.
• Góð íslensku- og enskukunnátta í töluðu og rituðu máli.
Sérfræðingur á sviði viðskiptaþróunar og fjármögnunar
Við leitum að liðsfélögum
Nánari upplýsingar um störfin
eru á www.vinnvinn.is.