Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 65
Þjóðkirkjan óskar eftir að ráða öflugan lögfræðing í fjölbreytt og krefjandi starf sem snýr fyrst og fremst að fasteignasviði. Um er að ræða fullt
starf með starfsstöð í Reykjavík og er kostur ef viðkomandi getur hafið störf sem fyrst.
• Umsýsla og hagsmunagæsla vegna fasteigna og jarða kirkjunnar
• Gerð og yfirlestur ýmissa samninga
• Lögfræðiráðgjöf og önnur verkefni
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Embættis eða meistarapróf í lögfræði
• Reynsla og/eða þekking á fasteignaskráningu og þinglýsingum
• Þekking á félaga- og skattarétti er kostur
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Sveigjanleiki í starfi og góð skipulagsfærni
• Mjög góð færni í íslensku og ensku í ræðu og riti
Menntunar- og hæfniskröfur:
Nánari upplýsingar veita Hafdís Ósk Pétursdóttir (hafdis@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is)
í síma 511 1225.
Lögfræðingur á rekstrarstofu
Þjóðkirkjunnar
Umsóknarfrestur er til og með 6. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er
grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af prófskírteini ásamt einkunnum. Farið verður með allar
fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og verða nöfn umsækjenda ekki birt opinberlega. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið.
Vakin er athygli á því að óskað verður eftir sakarvottorði áður en ráðið verður í starfið.
Eik fasteignafélag óskar eftir að ráða drífandi og skipulagðan einstakling í starf forstöðumanns
reikningshalds. Leitað er að einstaklingi með umtalsverða reynslu í uppgjörsvinnu ásamt framúrskarandi
samskiptahæfni og getu til að vinna sjálfstætt. Viðkomandi heyrir beint undir framkvæmdastjóra
fjármálasviðs.
Nánari upplýsingar veita Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) og Helga Birna Jónsdóttir (helga@intellecta.is)
í síma 511 1225. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað að ráðningu lokinni.
Umsóknarfrestur er til og með 1. júní 2022. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir
ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist starfi. Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga til að sækja um starfið. Eik fasteignafélag metur alla einstaklinga að
verðleikum, óháð kyni, kynferði, skoðunum, trú, þjóðernisuppruna, kynþætti, litarhætti, efnahag, ætterni og stöðu að öðru leyti.
• Háskólapróf á sviði viðskipta, endurskoðunar eða
sambærileg menntun
• Víðtæk reynsla af uppgjörsvinnu og samstæðuuppgjöri
er skilyrði
• Löggildingarpróf í endurskoðun er kostur
• Stjórnunarreynsla er kostur
• Góða þekking á excel og bókhaldskerfum
• Framúrskarandi samskiptahæfileikar og jákvætt viðmót
• Sjálfstæði, nákvæmni, skipulagshæfni og öguð
vinnubrögð
• Umsjón með daglegum rekstri og starfsmannahaldi
reikningshalds
• Yfirumsjón með verkefnum reikningshalds
• Ábyrgð á innra eftirliti á sviði reikningshalds
• Gerð ársreikninga auk skattframtala
• Ábyrgð á virðisaukaskattsuppgjörum, frjálsri og sérstakri
skráningu
• Yfirumsjón með skipulagningu og þróun ferla í
reikningshaldi
Menntunar- og hæfniskröfur:Helstu verkefni og ábyrgð:
310
þúsund m²
440
leigutakar
Forstöðumaður
reikningshalds
Eik fasteignafélag var stofnað árið 2002. Frá
stofnun hefur félagið vaxið með áherslu á
fjárfestingar í helstu viðskiptakjörnum
höfuðborgarinnar og er á meðal stærstu
fasteignafélaga landsins. Hlutabréf félagsins
eru skráð á aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf.
Félagið býður upp á framúrskarandi starfs-
aðstöðu og góðan starfsanda. Hjá félaginu
starfa 32 starfsmenn með fjölbreytta
menntun og reynslu á fasteignamarkaði.
Markmið þess er að veita viðskiptavinum
fyrsta flokks þjónustu og bjóða húsnæðis-
lausnir í takt við mismunandi þarfir.
Sú viðleitni grundvallast á gildum félagsins:
fagmennsku, frumkvæði, léttleika og
áreiðanleika.
110
fasteignir