Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 74
Ós
Leikskólinn Barnaheimilið Ós auglýsir eftir:
- Kennara í sérkennslu
- Kennara í stjórnunarteymi
Ós er lítill leikskóli með stórt hjarta og býður starfið upp á
fjölbreytni og skemmtilegt umhverfi.
Viðkomandi þarf að vera stundvís, fús til samvinnu en
umfram allt hjartahlýr og hress.
Upplýsingar og umsóknir:
osstjori@gmail.com
5523277
Lagerstjóri/
Stöðvarstjóri
Lagerstjóri stjórnar lager og
heldur utan um birgðaskráningu.
Einnig ráðningar, þjálfun starfsmanna ofl.
Starfsstaður er í Reykjavík
Umsóknafrestur er til 10. júní
Sjá nánar á
Fullt starf Afgr., Bílst., Lager
Embætti ríkissaksóknara óskar eftir að ráða skjalastjóra til starfa.
Helstu verkefni og ábyrgð
• Ábyrgð og umsjón með skjalasafni og skjalavistunarkerfi embættisins
• Umsjón með ytri og innri vef embættisins
• Þróun skjalastefnu og mótun verklags við skjalastjórn fyrir embættið þ.m.t.
rafræna skjalavörslu
• Ráðgjöf og fræðsla fyrir starfsfólk um skjalamál og eftirfylgni með skjala-
skráningu
• Frágangur og skil á gögnum til Þjóðskjalasafns
• Skráning í málaskrárkerfi lögreglu og ákæruvalds, skráning í GoPro skjala-
vistunarkerfi, skráning í sakaskrá, yfirlestur skjala frá ákærendum, skjalavistun
og flokkun og almenn tölvuvinnsla
Hæfniskröfur
• Háskólapróf í upplýsingafræði eða önnur háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af skjalavörslu
• Þekking á GoPro skjalavistunarkerfi
• Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti
• Reynsla af vefumsjón er kostur
• Starfsreynsla á þessu sviði hjá opinberri stofnun er kostur
• Gott vald á upplýsingatækni, þ.m.t. á rafrænni skjalavörslu
• Góð samskipta- og samvinnuhæfni og jákvætt viðmót
• Frumkvæði, drifkraftur, skipulagni og sjálfstæði í starfi
Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra
og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Umsókn þarf að fylgja afrit af prófskírteinum, starfsferilsskrá og kynningarbréf þar
sem gerð er grein fyrir ástæðum umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starf-
inu auk upplýsinga um umsagnaraðila og önnur atriði sem máli kunna að skipta.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknir gilda í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út.
Starfshlutfall er 100% og er ráðið í starfið frá 1. september n.k. eða eftir samkomu-
lagi.
Umsóknarfrestur er til og með 20. júní 2022.
Auk þess að sækja um á Starfatorgi er hægt að senda umsókn á netfangið
saksoknari@saksoknari.is eða til ríkissaksóknara, Suðurlandsbraut 4, 108,
Reykjavík.
Nánari upplýsingar veitir Jenný Heiða Björnsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 444-2900.
Upplýsingar um embætti ríkissaksóknara er að finna á www.rikissaksoknari.is.
Skjalastjóri
við embætti ríkissaksóknara.
Laus eru til umsóknar störf við
Auðarskóla í Dalabyggð:
Aðstoðarleikskólastjóri
Leikskólakennarar
Umsjónarkennarar
Umsóknarfrestur er til og með 1. júní nk.
Auðarskóli er sameinaður leik-, grunn, og tónlistarskóli
og eru einkunnarorð skólans: Ábyrgð - Árangur - Ánægja.
Auðarskóli er staðsettur í Búðardal.
Um 90 nemendur eru í grunnskólanum og verða
um 20 í leikskólanum á næsta skólaári.
Allar frekari upplýsingar er að finna á:
www.dalir.is
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
16 ATVINNUBLAÐIÐ 21. maí 2022 LAUGARDAGUR