Fréttablaðið - 21.05.2022, Blaðsíða 78
Starfsmaður í GAJU
Við leitum af öflugum einstaklingi í teymið okkar í GAJU, gas- og jarðgerðarstöð SORPU
sem hefur áhuga á að taka þátt í og stuðla að aukinni endurvinnslu og minnkun loftlagsáhrifa,
erum við að leita að þér?
Starfsmaður GAJA sinnir daglegum rekstri GAJU. Helstu verkefni eru að taka á móti viðskiptavinum/
flutningsaðilum í móttöku GAJU, sjá um forvinnslu og blöndun vinnsluefnis, mokstur moltu ásamt því
að halda vinnslusvæði, gönguleiðum og öðrum rýmum GAJU þrifarlegum. Starfsmaður í GAJU stýrir
vinnsluferlum og vaktar í rafrænu stjórnkerfi stöðvarinnar SCADA. Hann hefur eftirlit með vinnslu-
kerfum s.s. gas- og meltuvökvalögnum og sinnir viðhaldi í samvinnu við viðhald steymið í Álfsnesi.
Vinnan fer að töluverðu leiti fram á stærri vinnuvélum, svo sem hjólaskóflu og dráttarvél.
Hæfniskröfur:
• Frumkvæði, sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
• Áhugi og þekking á umhverfismálum og endurvinnslu
• Góð almenn tölvufærni
• Hæfni í samskiptum, samstarfi og þjónustulund ásamt því að vera ábyrgur og stundvís
• Gott vald á íslensku og færni í ensku
• Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu af smíðavinnu og viðhaldi véla
• Vinnuvélaréttindi, réttindi fyrir stærri vinnuvélar og meirapróf er kostur
Umsóknarfrestur er til og með 31. maí 2022
Hjá SORPU starfa um 150 einstaklingar á 11 starfsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Alla daga vinnum
við stöðugt að því að gera góða hluti fyrir umhverfið, í því felst meðal annars að draga úr úrgangi og
stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu. Við hjá SORPU leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnu-
umhverfi, sveigjanleika, sterkri liðsheild og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag
sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.
Laun og kjör eru samkvæmt sérkjarasamningi Eflingar og SORPU.
Sótt er um starfið á vefsíðu SORPU https://sorpa.is/um-sorpu/saekja-um-starf
Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Sif Skúladóttir, mannauðstjóri, kolbrun.skuladottir@sorpa.is
Við hlökkum til að heyra frá þér!
Vilt þú leggja okkur lið við að draga úr loftslagsbreytingum?
Náttúru– og umhverfisrannsóknir
– Útivinna og úrvinnsla
Náttúrustofa Austurlands óskar eftir náttúrufræðingi til
starfa. Starfslýsing getur mótast af sérþekkingu
umsækjanda og m.a. snúið að þróun nýrra verkefna,
lífríkisrannsóknum á vettvangi, greiningum,
landupplýsingum, umhverfismálum eða loftslagsmálum.
Náttúrustofa Austurlands sinnir fjölbreyttum viðfangsefnum
á ólíkum sviðum náttúrurannsókna. t.d. á hreindýrastofninum,
fuglum, gróðri og lífríki í ám og sjó.
Menntunar- og hæfniskröfur
Nauðsynlegt:
• Háskólapróf í náttúrufræðum, t.d. sérþekking á gróðri,
fuglum, spendýrum, landupplýsingum, vatnalíffræði,
sjávarlíffræði eða á sambærilegum sviðum.
• Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður.
• Geta til þátttöku í lengri vettvangsferðum fjarri heimili
• Færni í mannlegum samskiptum
• Vilji til að ganga í ólík störf
• Færni í greiningu og framsetningu gagna
• Ökupróf
Æskilegt:
• Framhaldsmenntun á háskólastigi
• Starfsreynsla á fagsviði
• Að geta hafið störf sem fyrst
• Góð íslensku– og enskukunnátta
Kostur:
• Þekking á vinnslu landupplýsinga
• Þekking á R
• Áhugi og hæfileikar til að tileinka sér nýjungar og tækni
• Vilji til að sinna rannsóknum úr lofti (t.d. flugtalningar fugla
og hreindýra)
Um er að ræða 100% starf eða eftir samkomulagi. Laun eru
samkvæmt stofnanasamningi Náttúrustofu Austurlands við
FÍN. Ráðið er tímabundið í eitt ár til reynslu en gert er ráð
fyrir að um framtíðastarf sé að ræða. Til greina kemur að
ráða í fleiri en eitt starf.
Upplýsingar veitir Kristín Ágústsdóttir forstöðumaður
(s: 477-1774 eða kristin@na.is).
Umsókn með ferilskrá, meðmælum og bréfi þar sem fram
komi hvað umsækjandi hefur fram að færa og hvaða
verkefni hann brennur fyrir sendist til kristin@na.is með
fyrirsögninni: Starfsumsókn
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní n.k.
Náttúrustofa Austurlands er með höfuðstöðvar í
Neskaupstað og útibú á Egilsstöðum
Vinnvinn | Kringlan 7 | 103 Reykjavík
Sími 552 1212 | vinnvinn@vinnvinn.is | www.vinnvinn.is
20 ATVINNUBLAÐIÐ 21. maí 2022 LAUGARDAGUR