Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 88

Fréttablaðið - 21.05.2022, Síða 88
Erik Christianson Chaillot bjó í tæp sjö ár í Ástralíu þar sem hann lauk meistara- námi og starfaði við mann- auðsmál hjá einu stærsta ráðgjafarfyrirtæki heims. starri@frettabladid.is Eftir tæplega sjö ára dvöl í Ástralíu, þar sem Erik Christianson Chaillot lauk meistaranámi og starfaði um tíma hjá Kearney, einu stærsta alþjóðlega ráðgjafarfyrirtæki heims, sneri hann heim á síðasta ári og tók við stöðu mannauðs- stjóra hjá KPMG. Meistaranámið var að sögn Eriks krefjandi en um leið mjög praktískt og hjá Kearney tókst hann á við mörg spennandi verkefni en hann hlaut alþjóðlega viðurkenningu árið 2020 fyrir eitt þeirra. „Tíminn í Ástralíu var heilt yfir æðisleg reynsla fyrir ungan strák frá Íslandi sem ég mun lengi búa að. Ég eyddi sex mánuðum í að brimbrettast og leika mér á austurströnd Ástralíu sem tvítugur strákur og vissi strax að ég yrði að prófa að búa þarna einn daginn.“ Aðeins út fyrir þægindasvæðið Í byrjun árs 2015 flutti hann ásamt Mannauðsmálin heillandi Erik Christianson Chaillot tók við starfi mannauðsstjóra hjá KPMG undir lok síðasta árs. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Leiðandi í 10 ár í þjálfun, þróun, vexti og trausti á íslenskum markaði. Bókaðu tíma með ráðgjafa okkar og við tökum spjall um stöðu ykkar og sókn franklincovey.is | info@franklincovey.is Leiðtogaþjálfunarfyrirtækið FranklinCovey heldur upp á 10 ára afmæli á Íslandi. Síðastliðinn áratug höfum við unnið með fleiri en 300 vinnustöðum á Íslandi og vinnum með mörg þúsund stjórnendum ár hvert, bæði á vettvangi og í gegnum stafræna þjálfun. Nú mörkum við tímamót í íslensku atvinnulífi þar sem við frumsýnum AllAccessPass, stafræna fræðslusetur okkar á íslensku og 23 öðrum tungu málum. AllAccessPass akademían býður upp á allt efni FranklinCovey með hagnýtum og áhrifa­ ríkum námskeiðslotum, æfingum, glósum og könnunum í þeim færniþáttum sem rannsóknir sýna að þjóni árangri atvinnulífsins á þekkingaröld. Allt efni okkar er vottað til alþjóðlegra endurmenntunar eininga (CEU) og er því fyrsta stafræna þjálfunin á íslensku sem uppfyllir þær kröfur. Námsefni okkar er byggt á tímalausum lögmálum um mannlegan árangur, sem er hannað til að hjálpa fólki að breyta bæði hugarfari og hegðun — og verður nú aðgengilegra en nokkru sinni fyrr. Öryggi | Samvinna | Framsækni Vilt þú ganga til liðs við öflugan hóp hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri? Sjúkrahúsið á Akureyri • Er framsækinn og eftirsóknarverður vinnustaður • Veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu með áherslu á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir • Er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum • Er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum • Leggur áherslu á að ráða til starfa og halda í hæfileikaríka einstaklinga • Er miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu • Er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun • Er með jafnlaunavottun skv. IST-85 frá árinu 2019 Sjúkrahúsið býður upp á krefjandi og áhugaverð störf í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi með góðri handleiðslu og býður upp á tækifæri til starfsþróunar með markvissri þjálfun og fræðslu. Ef þú hefur áhuga á að koma og vinna á lifandi og fjölbreyttum vinnustað þá er Sjúkrahúsið á Akureyri góður kostur. Við tökum vel á móti þér. Sjúkrahúsið á Akureyri • Er framsækinn og eftirsóknarverður vinnustaður • Veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu með áherslu á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir • Er annað tveggja sérgreinasjúkrahúsa landsins og gegnir lykilhlutverki í almannavörnum • Er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum • Leggur áherslu á að ráða til starfa og halda í hæfileika íka einstaklinga • Er miðstö læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu • Er með alþjóðlega gæðavottun á starfsemi sinni og er fyrsta heilbrigðisstofnunin á Íslandi til að hljóta slíka vottun • Er með jafnlaunavottun skv. IST-85 frá árinu 2019 Sjúkrahúsið býður upp á krefjandi og áhugaverð störf í fjölbreyttu og spennandi starfsumhverfi með góðri handleiðslu og býður upp á tækifæri til starfsþróunar með markvissri þjálfun og fræðslu. Ef þú hefur áhuga á að koma og vinna á lifandi og fjölbreyttum vinnustað þá er Sjúkrahúsið á Akureyri góður kostur. Við tökum vel á móti þér. kærustunni sinni, Elsu Jóhanns- dóttur, til Sydney þar sem þau hófu bæði meistaranám. „Ég vildi bæta við mig þekkingu á fjár- málum og rekstri fyrirtækja og ákvað því að fara í meistaranám í viðskiptafræði í UNSW Business School, með áherslu á mannauðs- stjórnun, frekar en að fara í 100% hreina mannauðsstjórnunargráðu. Þar lærði ég mikið um rekstur og stefnumótun fyrirtækja, sem var auðvitað svolítið fyrir utan mitt þægindasvæði, nýsköpun og þróun og auðvitað mikið í mannauðs- fræðum. Námið var mjög praktískt þar sem ég fékk meðal annars að taka þátt í frumkvöðlakeppnum og vinna lokaverkefni fyrir Uber. Svo skemmir ekki að skólinn er við hliðina á strönd.“ Áhugi Eriks á mannauðsmálum kviknaði í grunnnámi í sálfræði en þar fann hann fljótt löngun til að nýta þekkingu á sálrænum og félagslegum þáttum í viðskiptalíf- inu, frekar en sem klíníska sálfræði. Mörg stór verkefni Erik hóf störf hjá Kearney á meðan hann var enn í námi. „Ég var ráðinn inn sem sérfræðingur í mannauðsmálum þar sem ég fékk frábært tækifæri til þess að leiða ýmis mannauðstengd verkefni í samvinnu við stjórnendur í Ástr- alíu, Kína, Suðaustur-Asíu, Japan, Suður-Kóreu og Indlandi. Fljótlega bauðst mér tækifæri til að verða mannauðsstjóri Kearney fyrir starfsemina í Ástralíu og Nýja-Sjá- landi. Þar leiddi ég teymi mann- auðssérfræðinga og bar ábyrgð á mannauðsstefnu félagsins og að skapa jákvæða og hvetjandi upp- lifun af vinnustaðnum, allt þar til ég flyt heim og tek við starfi mann- auðsstjóra hjá KPMG í september á síðasta ári.“ Í starfi sínu hjá Kearney kom Erik að mörgum stórum verk- efnum. „Þar má nefna innleiðingu á nýju frammistöðumatskerfi fyrir félagið alþjóðlega og umbreyt- ingum á fræðslu- og hvatakerfum. Stoltastur er ég þó af þeirri vinnu sem ég vann á sviði fjölbreytileika og inngildingu (e. diversity and inclusion) þegar kemur að kynja- jafnrétti og jafnari hlutföllum og svo stuðningi við innfædda Ástralíubúa, hinsegin einstaklinga og foreldra á vinnumarkaði í gríðarlega krefjandi geira, en ég hlaut alþjóðlega viðurkenningu árið 2020 fyrir þá vinnu, sem var mikill heiður.“ Frábær tækifæri Að vinna við mannauðsmál í dag er að sögn Eriks ótrúlega heillandi viðfangsefni, ekki síst vegna aukinnar áherslu á sjálfbærni og stafræna þróun. „Mannauðsmál í dag eru stútfull af spennandi áskorunum. Við erum að ganga í gegnum mestu breytingar á vinnumarkaði sem sést hafa lengi og við mannauðsfólkið höfum frábært tækifæri til þess að móta menningu, vinnuhætti og afkomu fyrirtækja og getum þar með haft bein áhrif á efnahagslíf og almenn lífsgæði á Íslandi. Þessi starfsgrein getur því verið alveg ótrúlega gefandi, þó svo að okkur mann- auðsfólki líði kannski ekki alltaf þannig í dags daglegum störfum.“ Ólíkt umhverfi Erik segir erfitt að bera saman starfsumhverfi mannauðssérfræð- inga í Ástralíu og á Íslandi. „En út frá mínum reynsluheimi þá voru meiri kröfur gerðar til starfsfólks úti, sem er látið fara fljótt ef það stendur ekki undir þeim. Lífs- gæðakapphlaupið í Sydney skapar talsverða samkeppni, væntingar um að vera alltaf tiltækur og lifa hratt, sem er kannski ekki mjög fjölskylduvænt. Ísland aftur á móti er talsvert afslappaðra, óformlegra og óskipulagðara, sem gerir það að verkum að við erum fjölskyldu- vænni, þolinmóðari og berum meiri virðingu fyrir mörkum hvers annars, en getur líka þýtt að við forðumst vandamál og að okkar „þetta reddast“-viðhorf skapar stundum óþarfa stress á síðustu stundu. Á litla Íslandi er líka miklu meira um blöndun vinnu og einkalífs með tilheyrandi vináttu á vinnustað og tengingum gegnum samfélagsmiðla. Í Ástralíu fannst mér meiri aðskilnaður þar sem fólk hélt einkalífinu meira fyrir sig. Bæði þjóðerni eiga það þó sam- eiginlegt að leiðast ekki að fá sér bjór eftir vinnu.“ Sydney er frábær borg Dvölin í Ástralíu var mjög eftir- minnileg og segir Erik að Sydney sé yndisleg borg með góð lífsgæði og eitthvað fyrir alla. „Þar er frábært veðurfar, gullfallegar strendur, þjóðgarðar, iðandi menning og matarsena, fjölbreytt viðskiptalíf, mikið af íþróttum, öflugt frum- kvöðlastarf og allt í gríðarlegum fjölmenningarkokteil. Þetta var hark en það sem ég sakna lík- lega mest er morgunrútínan mín, sem var að labba með hundinn á kaffihús við ströndina og fá mér heimsklassa kaffi fyrir vinnu. Við þurfum fleiri kaffihús á Íslandi sem leyfa hunda!“ n 24 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðsMál
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.