Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 100

Fréttablaðið - 21.05.2022, Page 100
Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni. Justly Pay er hugbúnaðar- lausn frá Origo sem auð- veldar og styttir leiðina fyrir fyrirtæki að jafnlauna- vottun. Lausnin inniheldur grunn skjala sem mæta kröf- unum og hægt er að laga að daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og inn- kaupalausna hjá Origo, segir að við hönnun Justly Pay hafi hönnunar- teymið haft það hugfast að gera ferlið sem einfaldast, ódýrast og þægilegast fyrir fyrirtæki. „Það er okkur metnaðarmál að öll fyrirtæki og stofnanir eiga að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í ráðgjöf utanaðkomandi sérfræðinga sem getur verið kostnaðarsamt. Þess vegna hönnuðum við Justly Pay sem nokkurs konar upp- setningarforrit sem í daglegu máli er kallað wizard. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni.“ Styttir leiðina að vottun Kristín Hrefna segir Justly Pay geta stytt innleiðingarferli jafnlauna- kerfis og leiðina að jafnlauna- vottun svo um munar. „Það sem við sáum eftir að fyrstu fyrirtækin tóku þau skref að fá jafnlauna- vottun, er að það er tímafrekt og erfitt að skrifa skjöl sem mæta kröfum staðalsins en það er mun einfaldara að aðlaga skjöl sem þegar eru til að daglegum rekstri þíns fyrirtækis. Gott dæmi er Orkusalan sem fór í gegnum allt ferlið og fékk vottun á aðeins 4 mánuðum. Það er árangur sem við erum stolt af.“ Ný áskorun fyrir mannauðsstjóra Að sögn Kristínar Hrefnu er það alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki að í lok árs þurfa öll fyrirtæki með 25–50 manns í starfi að fara í jafnlaunastaðfestingu og öll með 50 eða fleiri í starfi að jafnaði yfir árið að fara í jafnlaunavottun. Oftar en ekki kemur það í hlut mannauðsstjóra að leiða vottunar- ferlið. Mannauðsstjórinn hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum sem eru nátengd gæða- stjórnun og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt. Sá trausti grunnur sem Justly Pay byggir á er gæðastjórnunar- kerfið CCQ. CCQ er leiðandi kerfi byggt á áralangri reynslu og sér- fræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur að verkfærakista gæða- stjórnunar geymir réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn.“ Réttlátara samfélag er metnaðarmál „Hjá Origo skiptir það okkur miklu máli að vinna að góðum málum og réttlátara samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu,“ segir Kristín Hrefna. „Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði.“ Að sögn Kristínar Hrefnu er Justly Pay heildstæð lausn sem hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Þegar uppsetningarferli Justly Pay er lokið fá fyrirtæki og stofn- anir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektar- áætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlauna- kerfi. n Styttum leiðina að jafnlaunavottun með Justly Pay Kristín Hrefna Halldórsdóttir, forstöðumaður gæða- og inn- kaupalausna hjá Origo, segir rétt- látara samfélag ekki verða til af sjálfu sér heldur með ásetningi og markvissri vinnu. FRÉTTA- BLAÐIÐ/VALLI Þessi orð: gigg, giggari og gigg-hagkerfið, hljóma nýstárlega fyrir okkur Íslendinga þegar þau eru notuð í samhengi við spreng- lærða sérfræðinga, ráðgjafa, verkefnastjóra, stjórnendur og stjórnarmenn. Einhver okkar tengja orðið „gigg- ari” frekar við skemmtikrafta og tónlistarmenn. En heimsmyndin er breytt, störf eru að breytast og nú eru sérfræðingar líka að gigga. Þegar sérfræðinga-giggari er ráðinn til starfa, kaupa fyrirtæki tiltekna þekkingu sem passar fyrir tiltekið verkefni í tiltekinn tíma og fá lausn á því verkefni. Á heimsvísu eru orðin gigg og gigg-hagkerfið (e.gig-work og gig-economy) orðin alþekkt og viðurkennd. Ekki síst í umræðunni um þróun og framtíð starfa, fram- tíðarmönnun á vinnumarkaði og stafræna hæfni. Sérfræðingar sem gigga eru partur af hringrásar- hagkerfinu og breyttum kröfum einstaklinga til aukins sveigjan- leika og umráða þeirra yfir eigin tíma og starfi. Hér heima eru fyrirtæki og stofnanir í auknum mæli að nýta sér þjónustu gigg- ara. Þetta má meðal annars sjá á útboðsvefjum opinberra stofnana þar sem fjöldi giggara er fenginn í tímabundin verkefni, til dæmis í tengslum við ráðgjöf, stafræna þróun, almannatengsl, hönnun og fleira. Hér á Íslandi er eitt fyrirtæki komið á laggirnar, Hoobla ehf., sem aðstoðar fyrirtæki við að fá giggara til starfa, að byggja upp teymi með stuðningi giggara til að leysa ákveðin verkefni, auka getu innan teyma eða til að takast á við erfiða tíma þar sem ekki hentar að ráða inn í föst störf. Það fylgja því ýmsir kostir fyrir fyrirtæki og stofnanir að ráða til sín giggara. Þau geta hætt að kaupa þjónustu giggara jafn hratt og viðskiptin hófust og geta þannig skalað sig upp og niður innan nokkurra vikna (ekki mánaða eða ára!),Þau geta með stuttum fyrirvara létt á mönnunarvanda sínum.Lítil og millistór fyrirtæki og fyrir- tæki í vexti geta skapað drauma- teymið mun hraðar með aðstoð giggara. Það kostar mikinn tíma og peninga að byggja upp gott teymi og skapa vöru sem selst. Ef giggari er fenginn í verkefnið til að styðja við teymið eða til að koma með aukna þekkingu/getu/ hæfni sem vantar í teymið, þá gerir það að verkum að árangur næst mun hraðar en án þeirra. Giggararnir skilja eftir þekkingu þannig að fyrirtækin geta svo haldið áfram með verkefnið eða fengið giggarann til að kíkja við reglubundið til að fylgja málum eftir. Þannig geta fyrirtæki keypt þjónustu viðeigandi sérfræðings, í viðeigandi starfshlutfalli, án þess að hann sé í föstu starfi og sleppa við aukakostnað sem getur fylgt föstum starfsmanni, bæði beinum og óbeinum. Það að fyrirtæki og stofnanir geti fengið giggara til liðs við sig sem gætir hagsmuna fyrirtækis- ins, rétt eins og um hefðbundinn starfsmann sé að ræða, er mikill ávinningur. Það má jafnvel segja að það sé sambærilegt þeim ávinningi sem fæst með því að fá utanaðkomandi stjórnarmann inn í stjórn fyrirtækis. Sérfræðingur sem hefur rétta hæfni/þekkingu og kemur með rétta tengslanetið getur f lýtt framþróun fyrirtækis svo um munar. n Giggarar eru svar við mönnunarvanda Harpa Magnúsdóttir er giggari og stofnandi og framkvæmda- stjóri Hoobla. Ef giggari er fenginn í verkefni til að styðja við teymi eða koma með aukna þekkingu, getu eða hæfni sem vantar í teymið, næst árangur mun hraðar en án þeirra. FRÉTTA- BLAÐIÐ/GETTY 36 kynningarblað 21. maí 2022 LAUGARDAGURMannauðSMál
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.