Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 2
Ég fékk alltaf sama
svarið, nei.
Steinunn Ingibjörg Jakobsdóttir
Sýnatökum vegna
Covid hefur fækkað.
Sumarsæla í Laugardal
Steinunn Ingibjörg Jakobs
dóttir fékk heilablóðfall fyrir
rúmum átján árum síðan.
Steinunn er nú lömuð og notar
hjólastól, hún segist alls staðar
koma að lokuðum dyrum og á
16 þúsund krónur eftir þegar
hún hefur greitt reikninga.
birnadrofn@frettabladid.is
SAMFÉLAG „Ég fæ bara nei alls
staðar,“ segir Steinunn Ingibjörg
Jakobsdóttir, 45 ára kona sem fékk
heilablóðfall fyrir rúmum átján
árum. Eftir heilablóðfallið lamaðist
Steinunn og notar hún nú hjólastól,
er með heilaskaða og sér afar illa.
Steinunn segist alls staðar koma
að lokuðum dyrum þegar hún leitar
eftir aðstoð, frá síðustu áramótum
hefur hún ekki fengið greiddar
húsaleigubætur og þegar hún hefur
greitt alla sína reikninga á hún sex
tán þúsund krónur eftir. „Matur er
bara orðinn munaðarvara hjá mér,“
segir Steinunn.
Eftir að Steinunn fékk heilablóð
fallið, aðeins 27 ára gömul, fór hún í
endurhæfingu í þrjú ár. Fyrir áfallið
hafði hún búið í Mosfellsbæ ásamt
börnum sínum sem stunduðu þar
nám í grunnskóla. Steinunn segist
því hvergi annars staðar hafa viljað
búa. Hún fái þó ekki þá hjálp sem
hún þurfi frá bænum.
„Mosó átti enga íbúð fyrir mig og
bauð þá einungis upp á almennar
húsaleigubætur, við tóku margir
fundir með fjölskyldunefnd og
þáverandi bæjarstjóra og fékk ég
alltaf sama svarið, nei,“ segir Stein
unn.
Hún ræddi um stöðu sína bæði
í sjónvarpi og útvarpi og segir að í
kjölfarið, árið 2007, hafi þáverandi
bæjarstjóri Mosfellsbæjar stungið
upp á því að foreldrar hennar
myndu aðstoða hana með kaup á
íbúð. „Íbúðin yrði á nafni mömmu,
Mosfellsbær myndi svo borga mér
50 þúsund krónur á mánuði í húsa
leigubætur,“ segir hún.
Steinunn segir að hún og foreldrar
hennar hafi farið að ráðum bæjarins
og síðan þá hafi hún búið í íbúðinni.
Gerður hafi verið leigusamningur
á milli hennar og móður hennar,
hann sé þó ekki þinglýstur þar sem
móðir hennar sé einnig öryrki og
leigutekjur myndu skerða hennar
bætur. „Hún er náttúrulega ekkert
að fá neinar leigutekjur, ég borga
bara af láninu,“ segir Steinunn.
Frá því að móðir Steinunnar
keypti íbúðina hafa orðið breyt
ingar á húsaleigubótum. Þær eru
nú greiddar af Húsnæðis og mann
virkjastofnun og voru á tímabili
greiddar frá Vinnumálastofnun.
Forsenda fyrir húsaleigubótum
er meðal annars þinglýstur leigu
samningur.
Á t ímabil i fék k Steinu nn
bæturnar greiddar þrátt fyrir að
hafa ekki þinglýstan samning, nú
fær hún engar bætur. Spurð að því
hvort henni standi til boða önnur
úrræði, svo sem félagsleg íbúð, segir
Steinunn svo ekki vera.
„Það virðist enginn vilja hjálpa
fólki eins og mér. Nú er staðan bara
þannig að ég mun missa íbúðina því
ég get ekki borgað af henni. Það lifir
enginn á sextán þúsund krónum á
mánuði.“
Fréttablaðið hafði samband við
staðgengil bæjarstjóra í Mosfellsbæ
varðandi mál Steinunnar.
„Mosfellsbær getur ekki tjáð sig
um málefni einstaklinga en getur
staðfest að gildandi reglum á hverj
um tíma um húsnæðis stuðning
er fylgt og allir eru jafnir gagnvart
framkvæmd reglnanna,“ segir í
skriflegu svari staðgengilsins. ■
Reynir að lifa af á sextán
þúsund krónum á mánuði
Steinunn Jakobsdóttir hefur ekki fengið húsaleigubætur síðan um áramótin
og sér nú fram á að missa íbúðina. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
FRÉTTAVAKTIN
KL. 18.30
Fréttaumfjöllun fyrir alla.
í opinni dagskrá á virkum dögum
á Hringbraut og frettabladid.is
birnadrofn@frettabladid.is
COVID-19 Í gær voru níu einstakl
ingar með Covid19 inniliggjandi á
Landspítala. Þar af var einn á gjör
gæslu.
Á vef Embættis landlæknis segir
að Covidtilfellum og dauðsföllum í
kjölfar sjúkdómsins hafi farið fækk
andi í heiminum, en á sama tíma
hafi sýnatökum einnig fækkað. Enn
sé þó yfirlýstur heimsfaraldur.
Hérlendis hefur yfir helmingur
íbúa landsins greinst með Covid19
en líklegt þykir að mun fleiri hafi
smitast. Undanfarna daga hefur til
fellum fjölgað og greinast nú á bil
inu 150200 einstaklingar á hverjum
degi. ■
Níu á sjúkrahúsi
með Covid-19
Enn sé þó yfirlýstur heimsfaraldur
vegna Covid-19. MYND/LSH
Þessir hressu krakkar nutu í gær veðurblíðunnar sem nú leikur við borgarbúa og skelltu sér á prammann í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
sigtryggur@frettabladid.is
HÁTÍÐAHÖLD Sjómannadagurinn
er á morgun, sunnudag, og verður
fagnað margvíslega víða um land
að venju.
Klifurfélag Reykjavíkur hefur
sett upp klifurvegg við Síldar
bryggjuna á Granda í Reykja
víkurhöfn, þar sem keppt verður í
hraðaklifri. Þeirra sem komast ekki
upp vegginn allan bíður aðeins,
ískaldur sjórinn fyrir neðan. Gleði
lega hátíð. ■
Ísköld refsing bíður í Reykjavíkurhöfn
Knútur Garðarsson klifrar við Reykjavíkurhöfn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
2 Fréttir 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ