Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 20
Boris fer seint í sögu- bækurn- ar sem einn af hinum stóru. Heill sé Bjart- mari sjö- tugum og takk fyrir alla tónlist- ina. Á morgun, sunnudag, verður loks haldið almennilega upp á sjómannadaginn með til- heyrandi hátíðarhöldum um allt land. bjork@frettabladid.is Hátíðardagskrá sjómannadagsins Harpa n Kl. 10.00 athöfn við Minningaröldur sjómannadagsins í Fossvogskirkjugarði. Sr. Sveinn Valgeirsson flytur minningarorð og bæn. Heiðursvörð standa starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Dómkirkjan n Kl. 11.00 Hátíðarmessa í Dómkirkjunni þar sem biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, prédikar og séra Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar, þjónar. Dómkórinn syngur undir stjórn Kára Þormar dómorganista, sem einnig leikur á orgelið. Bryndís Guðjónsdóttir syngur einsöng. Lesarar frá Landhelgisgæslunni. Meðan á guðsþjónustu stendur verður lagður blómsveigur á leiði óþekkta sjómannsins. Harpa n Kl. 14.00 Sjómenn heiðraðir í Hörpuhorni í Hörpu. Gerður G. Bjarklind er kynnir og Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stóra sviðið hjá Brimi Norðurgarði 1 n 13.00-13.15 Eva Ruza og Hjálmar kynnar á stóra sviði. n 13.15-13.30 Bríet. n 13.30-13.50 Ávaxtakarfan. n 13.50-14.10 Eva Ruza og Hjálmar. n 14.10-14.40 Björgun á sjó. n 14.45-15.00 Emilía Hugrún, sigurvegari söngkeppni framhaldsskólanna. n 15.00-15.10 Eva Ruza og Hjálmar. n 15.10-15.30 Jón Arnór og Baldur. n 15.30-16.00 Valdimar Guðmundsson og gítar. Litla sviðið á Grandagarði Grandagarði 8, við Kaffivagninn n 13.00-13.15 Helgi Jean kynnir. n 13.15-13.30 Latibær. n 13.30-13.40 Helgi Jean. n 13.40-14.10 Gömlu sjómanna- lögin - Reynir Jónasson, Gunn- ar Kvaran á harmóníku, Fróði Oddsson á bassa. n 14.40-14.40 Helgi Jean. n 14.50-15.10 Lína Langsokkur. n 15.10-15.35 Einar Mikael töfra- maður. n 15.40-16.15 Magnús Hafdal trúbador. Línubrú Við Víkina, Sjóminjasafn Granda- garði 8 Björgunarsveitin Ársæll setur upp línubrú sem krakkar mega prófa fyrir aftan Víkina Sjó- minjasafn – við varðskipið Óðinn frá klukkan 11 til 16. Dorgveiðikeppni Við Verbúðarbryggjuna, Grandagarði 1 Á Verbúðarbryggjunni verður dorgveiði fyrir krakkana frá klukkan 13 til 14. Mælt er með að krakkarnir komi með sínar eigin stangir. Andlitsmálning Grandi Andlitsmálning fyrir káta krakka – frá klukkan 13 til 15. Furðufiskasýning Grandagarður 7 Frá klukkan 11 til 17 má skoða fjölbreytta fiska og furðu- skepnur í kerjum. Allt frá algengum nytjafiskum eins og þorski og ýsu til sjaldséðari tegunda eins og svartdjöfuls og bjúgtanna. Aflraunakeppni Við Granda Mathöll Norðurgarði 1 Fyrir framan Granda Mathöll geta áhafnir, einstaklingar og hópar reynt fyrir sér í alls kyns aflraunum, eins og reynt við Atlas-steinana, bóndagöngu, sekkjaburð o.fl. Einnig gefst almenningi tækifæri á að reyna við þessar aflraunir. Heimsókn í ísfisktogarann Viðey Norðurgarður 1 Ísfisktogarinn Viðey mun liggja við bryggju hjá Brimi þar sem gestum og gangandi er boðið að fara um borð og skoða frá klukkan 12 til 16. Olíumengun í hafi Grandagarður 27 Í tilefni sjómannadagsins býður Umhverfisstofnun til sýningar á Grandagarði frá klukkan 11 til 17 þar sem hægt er að fræðast um olíumengun í sjó og viðbrögð til að lágmarka áhrif olíumengunar á lífríki. Mengun í hafi verður oft og tíðum skyndilega og því er mikilvægt að grípa tafarlaust til aðgerða. Frítt inn í Sjóminjasafnið Grandagarður 8 Í tilefni dagsins eru allir boðnir velkomnir endurgjaldslaust í Sjóminjasafnið. Sjómannslíf, sjómannslíf, ástir og ævintýr Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur um allt land þar sem sjómenn eru heiðraðir og boðið upp á ýmiss konar skemmtun fyrir unga sem aldna. n Í vikulokin Ólafur Arnarson Þjóðargersemin Bjartmar Guðlaugsson fagnar sjö áratuga afmæli á mánu- daginn og prýðir af því tilefni forsíðu þessa tölublaðs. Þegar falast var eftir spjalli við Bjartmar tilkynnti hann blaðamanni að hann væri lítið fyrir stöðluð blaðaviðtöl um ferilinn og var honum lofað að ekki væri lagt upp með slíkt. Útkoman er svo sannarlega ekki staðlað viðtal heldur hressileg lesning um vangaveltur eins ástsælasta söngva- skálds þjóðarinnar um þunglyndi, kímnigáfu, Bob Dylan, Sumarliða, Vesturbæinn, húmors- lausa menn og margt fleira. Ég kalla Bjartmar hikstalaust þjóðarger- semi enda gaf hann okkur lög og texta eins og Sumarliði fullur, Fimmtán ára á föstu, Ég er ekki alki, Með vottorð í leikfimi, Súrmjólk í hádeginu og síðast en ekki síst lagið um Týndu kynslóðina sem eins og mörg önnur verk Bjart- mars er magnaður samfélagsspegill. En svo á Bjartmar líka heiðurinn af vinsælasta lagi allra tíma að mati þjóðarinnar, Þannig týnist tíminn, magnað ljóð um ástina og tímann. Heill sé Bjartmari sjötugum og takk fyrir alla- tónlistina! n BJORK@FRETTABLADID.IS Týnda kynslóðin Hilduromars.is Nýjasta viðbótin við matarbloggs- f lóruna er grænkerasíða Hildar Ómarsdóttur sem fór í loftið í vik- unni. Á síðunni má finna gríðarlega girnilegar og sumar líka einfaldar og f ljótlegar, vegan uppskriftir, fróð- leik og f leira fyrir grænkera og þá sem vilja bæta meira grænu í líf sitt. Við mælum með B-Ruff á Röntgen Benedikt Freyr Jónsson, betur þekktur sem Benni B-Ruff, þeytir skífum á Röntgen á Hverfisgötu í kvöld. Benni er þekktur fyrir mikla plötusnúðasnilli sína og spilar mest RnB og hip hop frá síðustu áratug- um. Benni spilaði sitt fyrsta „gigg“ aðeins tólf ára gamall. Það er alltaf skemmtileg stemning á Röntgen og þá sérstaklega um helgar en barinn var nýlega útnefndur besti bar borg- arinnar af tímaritinu Grapevine. n Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, stóð af sér vantrausts- tillögu í breska þinginu í vikunni. Þingmenn hans eigin flokks knúðu fram atkvæðagreiðsluna og allir 359 þingmenn Íhaldsflokksins greiddu atkvæði. Bor is fék k þó ek k i nema 211 atkvæði frá þingmönnum Íhaldsflokksins, sem þýðir að innan við 60 prósent þeirra styðja leiðtoga flokksins. 148 íhaldsmenn greiddu atkvæði gegn foringjanum. Boris bar sig vel ef tir að niðurstaðan var kunngerð, sagði hana afgerandi. Varla hef ur honum þó verið létt. Í sams konar atkvæðagreiðslu 2018 fékk Theresa May hærra hlutfall atkvæða frá þingmönnum Íhaldsflokksins. Hálfu ári síðar hrökklaðist hún úr embætti. Boris fer seint í sögubækurnar sem einn af hinum stóru. Winston Churchill og Margaret Thatcher eiga þar vísan stað en Borisar verður líkast til helst minnst fyrir að verða fyrsti forsætisráðherrann sem er sektaður fyrir partíhald og fyllirí, og það á tímum þegar ríkisstjórn hans skipaði þegnum ríkisins að halda sig heima og virða samkomutakmarkanir. Þá eru heldur betur að renna tvær grímur á landsmenn yfir Brexit. Í ljós hefur komið að ekki stendur steinn yfir steini í málf lutningi Borisar og annarra lýðskrumara sem börðust fyrir útgöngu Bretlands úr ESB. Útópían sem lofað var finnst ekki. Útgangan hefur ekki aðeins veikt Bretland heldur einnig alla Evrópu og ESB. Sundurlyndi lýðræðisþjóða er ávísun á uppgang og uppivöðslu l ýð sk r u m a r a o g he r sk á r r a einræðisherra eins og nýleg dæmi sýna. Vafasamt er að Pútín hefði treyst Endalokin nálgast óðfluga hjá Boris Johnson sér til að ráðast með hernaði inn í Úkraínu nema vegna þess að hann skynjaði bresti í samstöðu Evrópuríkja. Ólíklegt er að Boris Johnson hverfi sjálfviljugur úr embætti forsætisráðherra þrátt fyrir að stuðningur Íhaldsmanna við hann sé þorrinn. Kann það að hjálpa honum að enginn frambærilegur eftirmaður er í sjónmáli. Síðustu leiðtogar Íhaldsflokksins h a f a s í ð u r e n s vo ve r i ð frambærilegir og hér skal því spáð að Boris fjúki fyrr en seinna. n 20 Helgin 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐHELGIN FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.