Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 10
Auknar eftirlitsheimildir lögreglu verða forgangsmál dómsmálaráðherra næsta haust. Unnið er að endur­ bótum á frumvarpsdrögum sem kynnt voru í vor. adalheidur@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Unnið er að endur­ bótum á frumvarpsdrögum dóms­ málaráðherra um auknar rann­ sóknarheimildir lögreglu. Málið var á þingmálaskrá lögreglunnar fyrir yfirstandandi þing og drög að frumvarpi voru kynnt í samráðsgátt í mars en frumvarpið var ekki lagt fram á því löggjafarþingi sem nú fer að ljúka. Endurbæturnar lúta að ábending­ um sem fram komu í kjölfar kynn­ ingar frumvarpsins í samráðgátt. Ráðherra segir stuðning við málið í ríkisstjórn. „Þessi umræða hefur verið tekin innan ríkisstjórnar og ég finn ekki fyrir öðru en góðum stuðningi við málið þar,“ segir Jón aðspurður. Málið verði meðal helstu forgangsmála hans á haustþingi. Í Fréttablaðinu í gær var rætt við Huldu Elsu Björgvinsdóttur, sviðs­ stjóra ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hún telur mikla þörf á að styrkja lagagrund­ völl rannsókna lögreglu á skipu­ lagðri brotastarfsemi, einkum í afbrotavarnaskyni. Samkvæmt frumvarpsdrögunum verður eftirlit með rannsóknum á grundvelli þessara heimilda í hönd­ um nefndar um eftir lit með lög reglu. Ekki er áskilið að þeim sem sætt hafa eftirliti verði gert sérstaklega viðvart um það, hvorki meðan á eftirliti lög­ reglu stendur né eftir að því lýkur, nema eftirlitsnefnd lögreglu hafi verið gert viðvart um málið, hún ákveði að taka aðgerðir lögreglu til skoðunar og komist að þeirri niður­ stöðu að eftirlitið hafi ekki sam­ ræmst lögum eða viðkomandi verið vaktaður af lögreglu að ósekju. Á þingmálaskrá ríkisstjórnar­ innar síðasta haust var einnig boðað frumvarp um breytingar á sakamálalögum, meðal annars um lengd gæsluvarðhalds. Frumvarp þess efnis hefur hvorki verið lagt fram né kynnt í samráðsgátt. Meðal þess sem Hulda Elsa nefndi á blaða­ mannafundi lögreglunnar í vikunni var að ef manni er haldið í gæslu­ varð haldi þurfi að gefa út á kæru innan tólf vikna frá hand töku, ella þurfi að láta viðkomandi lausan. Þetta sé mjög þröngur tíma rammi í viða miklum rann sóknum. n Segir ríkisstjórnina styðja auknar heimildir lögreglu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hélt blaðamannafund í vikunni og skýrði frá viðamiklum rannsóknum á skipu- lagðri brotastarfsemi. Lögreglan telur að styrkja þurfi lagaheimildir til slíkra rannsókna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Nýjar eftirlitsheimildir lögreglu í frumvarpsdrögum Rannsóknarheimildir lögreglu; samkvæmt drögum að frum- varpi dómsmálaráðherra er lögreglu heimilt að: Nýta allar upplýsingar sem hún býr yfir eða aflar við fram- kvæmd almennra löggæslu- starfa og frumkvæðisverkefna, þar á meðal greiningar, sam- skipti við uppljóstrara, eftirlit á almannafæri og vöktun vef- síðna sem opnar eru almenn- ingi. Upplýsingum yrði safnað í miðlægan grunn. Hafa eftirlit með tilteknum hópi eða einstaklingi sem lögregla hefur upplýsingar um að hafi tengsl við skipulagða brotastarfsemi eða af þeim kunni að stafa sérgreind hætta fyrir almannaöryggi. Í eftirlitinu getur falist öflun upplýsinga um viðkomandi og eftirlit á al- mannafæri eða öðrum stöðum sem almenningur á aðgang að.  Samkvæmt frumvarpinu þarf ekki dómsúrskurð til þessa eftirlits heldur einungis ákvörðun lögreglustjóra eða annars yfirmanns, samkvæmt ákvörðun lögreglustjóra. Afla upplýsinga, þar á meðal persónuupplýsinga, hjá stjórn- völdum, stofnunum og opin- berum hlutafélögum, ef þær eru nauðsynlegar og til þess fallnar að hafa verulega þýðingu vegna rannsókna eða afstýr- ingar á brotum gegn ákvæðum um hryðjuverk og landráð. Jón Gunnarsson dómsmálaráð- herra benediktarnar@frettabladid.is BANDARÍKIN Donald Trump, fyrrum Bandaríkjaforseti, varð valdur að því, með fullyrðingum um kosn­ ingasvindl, að æstur múgur réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar í fyrra, að mati þingnefndar. Fyrsti opni fundur nefndarinnar hófst á fimmtudag. Í henni sitja þingmenn fulltrúadeildar Banda­ ríkjaþings. Nefndinni var falið að rannsaka atburðarás dagsins 6. janúar, en þann dag átti að staðfesta kjör Joes Biden sem forseta. Fimm létust í árásinni eða í kjöl­ far hennar. Repúblikaninn Liz Cheney á sæti í nefndinni. Segir hún að 6. janúar hafi Trump ætlað að halda áfram að vera forseti, þrátt fyrir að hafa tapað forsetakosningunum löglega. Hún sagði að Trump væri enn að reyna að sannfæra fólk um að kosning­ unni hafi verið stolið, jafnvel þótt hann vissi sjálfur að það væri lygi. Næsta mánuðinn mun þing­ nefndin halda sex fundi til þess að kynna niðurstöður úr næstum árs langri rannsókn um atburðarás árásarinnar þann 6. janúar. n Telja að Donald Trump beri ábyrgð á innrás í þinghúsið Þingnefndin telur að Donald Trump haf ætlað að ræna völdum. 12.999kr.stk. Gourmia Digital Air Fryer 6,7L 2499kr.stk. Rodeo Joe’s Jalapeno Flamers 1,2kg 2199kr.stk. Joe's Mozzarella Sticks 1,2kg NÝ OG STÆRRI ÚTGÁFA Barónsstígur • Keflavík • Akureyri 10 Fréttir 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.