Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 28
Svava Jónsdóttir Opnunarhátíðin er nú um helgina, 10. til 12. júní og eru opnar vinnu- stofur, listasmiðjur og fyrirlestrar hluti af hátíðinni. „Ég hef tekið þátt í svona lista- hátíðum víða um lönd svo sem í Japan, Suður-Kóreu, Frakklandi, Litáen og á Íslandi og hef kynnst þar mikið af frábærum lista- mönnum og hefur það lengi verið draumur minn að standa sjálf að svona listahátíð og bjóða þá þeim listamönnum sem ég hef kynnst á þessum hátíðum,“ segir Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir lista- maður, sem ásamt Byggðasafni Árnesinga stendur að alþjóðlegu listahátíðinni Hafsjó – Oceanus á Eyrarbakka, þar sem Ásta Vil- helmína býr. „Önnur ástæða er að gera eitthvað svona fyrir samfélagið þar sem ég bý, en ég keypti hús á Eyrarbakka fyrir fimm árum sem ég gerði svo upp og mér finnst Eyrarbakki vera tilvalinn staður til að gera eitthvað svona: Hér er svo mikil saga og nálægð við hafið og þetta er í rauninni svo töfrandi staður. Þá er skemmtilegt að leiða saman erlendu listamenn- ina og svo þá íslensku sem eru á svæðinu.“ Tilgangur hátíðarinnar er að efla listsköpun á svæðinu, mynda tengsl við aðra menningarheima og fá sýn annarra á samfélagið við sjávarsíðuna. „Markmiðið er auk þess að minnka bil á milli fólks og reyna að taka í burtu fordóma sem kannski myndast ef fólk veit ekki betur eða þekkir ekki nógu vel til. Þetta er ótrúlega skemmtilegt.“ Fjórtán erlendir listamenn taka þátt í hátíðinni og sex Íslendingar. Erlendu listamennirnir eru frá Suður-Kóreu, Japan, Máritíus, Póllandi, Litáen, Indlandi, Nepal, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og Ítalíu. Opnunarhátíðin er helgina 10. til 12. júní og eru opnar vinnu- stofur og fyrirlestrar hluti af hátíðinni. „Það verður mikið um að vera: Innsetningar úti um allt safnið. Svo eru útilistaverk og gjörningar. Dans og tónlist. Þetta verður voða- lega yndislegt allt saman.“ Sagan og hafið Ásta Vilhelmína segir að lista- mennirnir hafi komið til leiks eins og óskrifað blað og séu opnir fyrir stað og stund. „Það sem hefur verið mjög sterkt í þessum hópi er ótrúlega mikil samvinna og kærleikur og þeir hjálpast að. Þetta er mjög sér- stakur tímapunktur til að hittast í Hópurinn saman fyrir framan húsið. myndir/aðsendar Anil Subba frá Nepal og Sung Baeg frá Suður-Kóreu við eitt listaverkið. Dansgjörn- ingur í kartöflu- geymslunni, Gio Jú er frá Suður Kóreu. Gio Jú er dansari frá Suður-Kóreu. Sung Baeg er listamaður frá Suður-Kóreu. Anil og Piotr að vinna að hljóðgjörningi í Eggjaskúrnum. Hópurinn saman fyrir framan kartöflugeymsluna eftir tón- og dansgjörning. þessum tilgangi vegna Covid sem er vonandi að hverfa og fólk hefur einhvern veginn verið í mikilli þörf fyrir að skapa.“ Listamennirnir vinna verk sín á staðnum og hafa skúrar og skemmur hýst vinnuaðstöðu þeirra og hefur verið nóg að gera síðan erlendu listamennirnir komu til landsins um miðjan maí. „Þeir verða fyrir áhrifum frá umhverfinu og náttúrunni,“ segir Ásta Vilhelmína og nefnir sér- staklega fjöruna og hafið og svo söguna. „Þess vegna heitir listahátíðin Hafsjór; það er í rauninni hafsjór af sögu, fróðleik og náttúru og bara öllu mögulegu sem fólk er í rauninni búið að drekka í sig frá því það kom.“ Ásta Vilhelmína segir að það sé frábært að vera í samstarfi við Byggðasafn Árnesinga og nefnir að safnstjórinn, Lýður Pálsson, og safnvörðurinn, Linda Ásdísar- dóttir, hafi opnað dyrnar fyrir listamönnunum. „Það er auðvelt að sökkva sér í söguna og fá tilfinningu fyrir líf- inu og hvernig það var hérna. Það er mjög dýrmætt. Ég sé að sagan og hafið endurspeglast mjög sterkt í listaverkunum.“ Hún nefnir líka þorpsbúa. „Það sem gerist er að maður tengist mörgum þorpsbúum og það sem mér hefur fundist vera frábært er hvað þorpið er ofsa- lega móttækilegt fyrir þessu. Við vorum með gjörning í gamalli kartöflugeymslu en eigendur hennar voru til í að lána okkur geymsluna. Þetta er ótrúlega flottur staður og ætlunin er að nota skemmuna fyrir uppákomur í framtíðinni skilst mér, en þetta var í fyrsta skipti sem þetta var gert og það myndaði spennandi ramma í kringum verkin. Þetta var í rauninni spuni – tónlist og dans eða Butoh, sem er upprunnin í Japan. Mér finnst það vera magnað hvað allir eru að hjálpast að og vilja gera gott. Þorpsbúar hafa lánað húsin sín eða herbergi til að hýsa listamenn. Vinnuaðstaða listamannanna hefur verið opin öllum, við viljum gjarnan fá fólk til okkar í heimsókn, og margir hafa snætt með okkur kvöldverð eða eldað fyrir okkur. Mig langar að nota tækifærið og þakka öllum sem hafa aðstoðað okkur á ein- hvern hátt. Skólinn kom til okkar og listamennirnir fræddu þau um verk sín, buðu upp á listasmiðjur eða performeruðu.“ Sýningin lifir síðan áfram eftir að listamennirnir yfirgefa landið, en sýningin stendur út septem- ber. n Markmiðið er auk þess að minnka bil á milli fólks og reyna að taka í burtu fordóma sem kannski myndast ef fólk veit ekki betur eða þekkir ekki nógu vel til. Ásta Vilhelmína Guðmundsdóttir 2 kynningarblað A L LT 11. júní 2022 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.