Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 70
ÓSKUM SJÓMÖNNUM og fjölskyldum þeirra TIL HAMINGJU með sjómannadaginn Sigurður Ólafsson vélstjóri starfaði sem sjómaður og hjá Faxaflóahöfnum í mörg ár. Hann verður 71 árs á sjómannadaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Pabbi Sigurðar Ólafssonar, Ólafur Sigurðsson, var yfirvélstjóri á M/S Kötlu. Sigurður fór fimm ára í fyrstu ferðina. Dísarfell var eitt af skipum Sambandsins. Siglufjörður, Leníngrad, Jan Mayen og þorskastríðið, skipa stóran sess í lífi Sig- urðar Ólafssonar vélstjóra, sem hefur verið viðloðandi sjómennsku stóran hluta ævi sinnar. starri@frettabladid.is Einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa varið stærstum hluta starfsævinnar á sjó eða við störf sem tengjast sjávarútvegi með einhverjum hætti, er Sigurður Ólafsson vélstjóri, sem bæði starfaði sem sjómaður og hjá Faxaflóahöfnum í mörg ár. Sigurður fæddist 12. júní 1951 og verður því 71 árs gamall á sjó- mannadaginn á morgun. Hann hefur dundað sér við það undan- farin ár að skrifa æviminningar sínar á blað og var svo indæll að leyfa lesendum Fréttablaðsins að lesa nokkur minningabrot frá fyrri tíð. Byrjaði ungur á sjó „Það má segja að sjómennskan hafi byrjað þegar ég var fimm ára gamall á fraktskipinu M/S Kötlu. Pabbi minn, Ólafur Sigurðsson, var yfirvélstjóri á Kötlunni og tók mig með í siglingar yfir sumar- tímann. Yfirleitt var þetta einn túr en hann var oft langur. Ég fór víða með honum, t.d. til Álaborgar til að sækja Portlands-sement, til Rússlands að sækja timbur, bæði Komið víða við á löngum starfsferli Sigurður starfaði sem smyrjari á Haf- erninum árin 1967-1969 á Siglufirði. til Arkangelsk og Leníngrad, og margra annarra hafna í Eystrasalt- inu. Alltaf var komið við í Kaup- mannahöfn að sækja kost og olíu, svo var siglt áfram til Leníngrad.“ Hann lenti í ýmsum ævintýrum í þessum ferðum. „Eitt skiptið heimsóttum við súkkulaðiverk- smiðju í Leníngrad og þegar það uppgötvaðist að ég átti afmæli var hlaðið á mig heilum ósköpum af súkkulaði þannig að ég átti birgðir allt sumarið. Eitt skiptið þegar við vorum á sjómannaheimilinu í Leníngrad var kallað á okkur feðga og pabbi spurður hvort þeir mættu taka mynd af stráknum til að eiga ef það kæmi eitthvað fyrir mig. Hann sagði það væri nú í lagi en honum var tjáð að þessar myndir yrðu sendar til Moskvu og við fengjum ekki eintak af þeim. Þann- ig komst ég í skjalasafn hinnar frægu leyniþjónustu KGB. Þessar sumarferðir stóðu yfir þangað til foreldrar mínir sendu mig í sveit í Eyjafjörðinn.“ Níu mánaða ævintýri „Þegar leið á haustið 1967 kallaði pabbi í mig norður á Siglufjörð og réð mig sem smyrjara á Haförninn frá Siglufirði. Þar var ég þangað til ég hóf nám í Vélskóla Íslands árið 1969. Þetta voru 2-3 túrar á viku og við sigldum m.a. til Jan Mayen. Þegar síldarævintýrinu lauk og skipinu var lagt í einhverja mánuði á Siglufirði var áhöfn- inni ekki sagt upp. Ákveðið var að leigja skipið til A.P. Moller í f lutninga á eldsneyti á milli borga í Evrópu en einnig f luttum við jurtaolíu til Alsír. Þetta ævintýri tók níu mánuði og þá kom skipið heim til Reykjavíkur. Seinna meir var skipið selt til Ítalíu og fórum við feðgar þangað en þá var pabbi hættur til sjós enda orðinn 70 ára. Þessi skiparekstur Síldarverksmiðju ríkisins er rifjaður upp á Síldarminjasafninu á Siglufirði en þar er líkan af Haf- erninum og mappa með myndum af áhöfninni á skipinu.“ Þorskastríðið eftirminnilegt „Ég var í Vélskólanum haustið 1969 fram til loka febrúar 1970. Þá lauk ég undirbúningsstigi og við feðgar fórum niður í Héðin til koma mér á samning í vélvirkjun. Ég var settur á suðuverkstæðið til Togga og lærði að sjóða, bæði logsuðu og rafsuðu. Þar var ég fram á haust þangað til ég fór í skólann aftur og tók fyrsta stigið haustið 1970 en ég kláraði Vélskólann 1973. Ég starfaði hjá Héðni á milli anna eða sem vélstjóri á varðskip- um í 50 mílna þorskastríðinu, sem var mjög viðburðaríkur tími. Þar lenti ég svo sannarlega í ýmsum atvikum. Eftir skólann fór ég að klára smiðjuna svo ég gæti fengið full vélstjóraréttindi.“ n 12 kynningarblað 11. júní 2022 LAUGARDAGURSJÓMANNADAGURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.