Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 98
boas@frettabladid.is
Sumarið er tíminn. Þá er gott að fara í leiki. Íslenska landsliðið, undir
stjórn Arnars Þórs Viðarssonar, notar tímann mikið í að fara í kött og
mús, eltingarleiki, Dimmalimm og fleiri góða. Fréttablaðið tók saman
nokkra góða leiki sem reyna á snerpu, úthald og stökkkraft.
1, 2, 3, 4, 5 Dimmalimm
Reynir á snerpu og úthald. Stuttir sprettir í
bland við að frjósa. Kjörinn leikur og einn af
fáum leikjum sem er bæði skemmtilegt að vera
Dimma limm og að reyna að frjósa.
París
Leikur fyrir nákvæmni. Það
eru til margar reglur í París
og auðveldlega hægt að
útfæra leikinn með fótbolta
á grasinu í Laugardal. Getur
gert spyrnurnar enn betri.
Yfir – með bolta
Langir boltar
eru stundum
vesen. Það
er auðveld-
lega hægt
að útfæra
Yfir þannig
að landsliðs-
strákarnir
bombi bara
yfir stúkuna
og eigi svo að
hlaupa í kringum
hana ef einhver
grípur.
Eina króna
Einn vin-
sælasti
barna-
leikur-
inn fyrr
og síðar.
Reynir
á agann,
enda þarf
að hlaupa
meðan ein-
hver telur upp
á 40 og fela sig. Svo
yrði spretturinn til að bjarga
sér og kalla eina krónu fyrir
mér, einn, tveir, þrír, ákaflega
forvitnilegur.
Hver stal kökunni úr
krúsinni í gær?
Hópeflisleikur. „Maður veltir
því fyrir sér hver leiðtoginn
er í liðinu sem rífur hina með
sér,“ sagði Rúrik Gíslason á
Viaplay eftir leikinn. Einfaldur
og góður leikur í rútunni til
og frá æfingu – svo menn
kynnist.
Fallin spýta
Reynir á útsjón-
arsemi, hraða og
samvinnu.Trúlega
myndi reyndar KSÍ
klúðra því að finna
spýtu, svona miðað
við síðustu fréttir,
en það má alltaf
vona.
Reipitog
Þarna reynir bara á kraftinn og styrkinn. Það má
víst líka æfa hann, ekki bara fótboltahæfileikana.
Flöskustútur
Sá sem flöskustúturinn bendir á … Setning
æskunnar. Þarna væri hægt að æfa þol því það
má jú ákveða refsinguna sem flöskustúturinn
þýðir.
Hver er undir teppinu?
Eftirtekt, einbeiting og eflir félagsanda. Arnar
Þór gæti farið undir teppið og vonandi ekki
komið aftur. Það væri farsælast fyrir íslenskan
fótbolta.
„Það sem ég er að sjá á æfingum er að þetta eru svolítil fíflalæti. Ég þoldi ekki svona, einhverja
svona leiki – köttur og mús, eltingarleikur eða eitthvað. Hvað er næst? Dimmalimm? Það er gaman í
fótbolta, en mér finnst ekki gaman í Dimmalimm,“ sagði Kári Árnason um æfingarnar hjá landsliðinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Aukið frelsi – aukin hamingja
Helgarnámskeið frá föstudegi til sunnudags
Rósa Richter, sálfræðingur og listmeðferðarfræðingur
Úrvinnsla áfalla með EMDR, listmeðferð og núvitund
Námskeið 24.-26. júní
- berum ábyrgð á eigin heilsu
Heilsustofnun
Náttúrulækningafélags Íslands
Nánari upplýsingar og skráning
á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300.
Krakkaleikir hjá
knattspyrnuhetjum
46 Lífið 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐLÍFIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 11. júní 2022 LAUGARDAGUR