Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 38
Mér finnst hafið
kalla enn meira á
mig en áður; nú getum
við verið meira saman,
hafið og ég.
Thelma Þorbjörg Sigurðardóttir
Lögfræðingurinn Thelma
Þorbjörg Sigurðardóttir er
óvart komin á kaf í skip-
stjórnarnám og er hálfnuð
með skipstjórnarréttindin.
thordisg@frettabladid.is
„Ég elska sjóinn og líður alltaf lang-
best þegar ég sé til hafs. Það heillar
mig frelsið sem felst í því að sigla
á hafi úti. Sumir upplifa svipaða
frelsistilfinningu þegar þeir ganga
á fjöll en ég finn hana um leið og ég
kemst á sjó. Þá erum það bara við;
hafið, ég og frelsið.“
Þetta segir Thelma Þorbjörg
Sigurðardóttir, 37 ára lögfræðingur
og skipstjórnarnemi við Skip-
stjórnarskólann. Hún er hálfnuð
með skipstjórnarréttindin.
„Ég skráði mig óvart í gamla
pungaprófið sumarið 2020. Pabbi
hafði þá keypt sér strandveiðibát
og bróður minn langaði mikið með
honum á sjó en þurfti fyrst að ná
sér í pungapróf. Hann hefur allt til
brunns að bera en hefur ekki alltaf
trú á sér námslega svo ég ákvað að
skrá mig með honum og við færum
í prófið saman. Það þarf ekki að
orðlengja það meir að ég gjörsam-
lega kolféll fyrir þessum fræðum
og uppgötvaði gríðarlegan áhuga
minn á sjómennsku, nokkuð sem
ég hafði ekki hugmynd um áður.
Sjómennska er mér þó trúlega í
blóð borin því föðurbróðir minn
var skipstjóri, afi vann alltaf til sjós
og langafi minn var skipasmiður.
Sjómennska var þó aldrei inni í
myndinni hjá mér, fyrr en eftir
pungaprófið, og þá skráði ég mig
strax í áfanga við Skipstjórnarskól-
ann og bætti svo meiru og meiru
við. Þetta er það skemmtilegasta
sem ég geri,“ segir Thelma.
Veit ekki hvað sjóveiki er
Thelma hafði hug á annaðhvort
lögfræði eða verkfræði þegar hún
hóf háskólanám á árum áður, og í
haust hefur hún aftur skráð sig til
háskólanáms í opinberri stjórn-
sýslu.
„Sumir horfa á sjónvarpsþætti;
ég læri og það verða alltaf færri
og færri stundirnar til að horfa á
sjónvarpið,“ segir hún og hlær. „Ég
hef alltaf haft gaman af því að læra,
ég er námfús og nennti ekki að
tvínóna við lögfræðinámið sem ég
tók á fjóru og hálfu ári í stað fimm.
Ég er barnlaus og makalaus og get
því leyft mér að dunda mér við
nám í frístundum, sem barnafólk
á erfiðara með. Ég er í eðli mínu
formföst en á sama tíma óttalegt
fiðrildi og líður best þegar ég er
á ferð og flugi. Þess vegna kallar
hafið á mig.“
Frá því Thelma útskrifaðist úr
lögfræði 2014 hefur hún starfað hjá
Skattinum og er nú sérfræðingur
í rannsóknar- og eftirlitsdeild
Skattsins. Skipstjórnarnámið
stundar hún í fjarnámi.
„Ég er í 100 prósent vinnu og sé
ekki fyrir mér að ég hefði hætt til
að setjast á skólabekk í skólastofu.
Allt námið er kennt á vefnum og
staðlotum um helgar. Fjarnámið
er frábær kostur, ekki síst fyrir
þá sem vinna til sjós og geta nú
menntað sig á frívöktum og náð sér
í tilskilin réttindi,“ segir Thelma,
sem stefnir ótrauð á að útskrifast
með skipstjórnarréttindi, enda
getur hún vel hugsað sér að vera til
sjós svo vikum skiptir.
„Ég hreinlega veit ekki hvað
sjóveiki er. Ætli það séu ekki sjó-
mannsgenin, en ég var líka í dansi
og hestamennsku sem unglingur
Með sjó í blóðinu
Thelma Þorbjörg kolféll óvænt fyrir sjómennsku og siglingum þegar hún tók pungaprófið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
og hefur dottið í hug hvort tenging
sé þar á milli og góðs jafnvægis. Ég
hef hins vegar aldrei verið til sjós,
fyrir utan dúllerístúra á smábátum
og strandveiðibát. Skólinn aðstoð-
ar nemendur eins og mig, sem hafa
ekki siglingareynslu, að komast í
starf á sjónum, og einhvers staðar
verður maður að byrja.“
Þarf að læra að skilja fiskinn
Thelma segir skipstjórnarnámið
hafa þroskað sig mikið.
„Í náminu er maður þjálfaður í
ótal atriðum, eins og að vera búinn
undir það óvænta, siglingafræði,
veðurfræði og stöðugleika, en líka
fiskvinnsluaflameðferð. Fiskur
er Íslendingum mikilvægur og
fróðlegt að lesa um hvernig farið
er með aflann eftir að hann er
veiddur. Þetta snýst því ekki bara
um að fara út á sjó og veiða fisk.“
Til að verða skipstjóri þarf fyrst
að læra til stýrimanns og þaðan
vinna þeir sig upp; fyrst sem 2.
stýrimaður og síðan fyrsti stýri-
maður.
„Skipstjóri þarf nokkra stýri-
menn með sér því hann þarf að
sofa og þá tekur fyrsti stýrimaður
og fleiri stýrimenn við til að sinna
störfum í brúnni, því betur sjá
augu en auga. Skipstjóri þarf að
kunna á skipið og vélar þess, taka
mið af straumi, öldum, veðri og
vindáttum, líka hvernig má hlaða
skipið út frá stöðugleika, svo dæmi
séu tekin. Þetta snýst því ekki
bara um að læra að sigla,“ greinir
Thelma frá.
Með henni í skipstjórnarnáminu
eru nokkrar konur, en ekki margar.
„Þetta er karllægur heimur en
einhvers staðar verður múrinn að
gefa sig. Hjá bandarísku skipa-
félagi er nú skemmtiferðaskip þar
sem bara konur eru í brúnni, og er
fyrirtækinu hjartans mál að konur
standi jafnfætis körlum. Í mér
blundar ævintýraþrá og ég gæti
sannarlega hugsað mér að ferðast
um heimsins höf sem skipstjóri
á skemmtiferðaskipi, eða flutn-
ingaskipi, en það yrði sennilega
bið á að ég gæti orðið skipstjóri á
fiskveiðiskipi. Til þess þarf maður
að skilja fiskinn og þar skortir mig
enn reynslu,“ segir Thelma.
Hafið kallar enn meir
Í dag horfir Thelma allt öðrum
augum á hafið.
„Ég horfi á öldurnar, himininn
og sé jafnvel strauminn. Mér finnst
hafið kalla enn meira á mig en
áður; nú getum við verið meira
saman, hafið og ég,“ segir Thelma,
sem les líka allt annað úr veður-
spám.
„Ég skoða ekki lengur norsku
veðursíðuna, heldur Atlantshafs-
spána á vedur.is. Umgengni við
hafið skiptir líka miklu, og það er
okkur kennt, hvernig við eigum
að ganga um hafið og hvaða reglur
gilda, því það er hafið sem drífur
heiminn áfram.“
Henni þykir vænt um hafið.
„Ég er ekki hrædd við sjóinn
en ég ber ómælda virðingu fyrir
honum. Því skiptir máli að læra
hvernig hann hagar sér, því allt
getur breyst á svipstundu. Maður
getur verið á siglingu í blíðskapar-
veðri en fellibylur nálægt og þá
skiptir máli hvernig á að sigla fram
hjá honum. Þar gerir góð kennsla
gæfumuninn,“ segir Thelma.
Hún hrósar Skipstjórnarskól-
anum í hástert.
„Skólinn á stóran þátt í því
hversu mikið ég nýt mín í náminu.
Allir kennarar leggja sig fram um
að koma þekkingu sinni áleiðis
og maður finnur hvað þeir hafa
gaman af starfi sínu. Mér líður alls
ekki eins og ég sé í skóla heldur að
gera það sem mér finnst skemmti-
legt, og það eru forréttindi. Það
mætti hiklaust kynna námið í
Skipstjórnarskólanum mun betur.
Margir hefðu örugglega áhuga ef
þeir kæmust í færi við það, rétt eins
og gerðist hjá mér. Við erum of oft
föst í því að fara frekar í háskóla til
að mennta okkur en það ætti alls
ekki að vera þannig, því svo miklu
fleiri möguleikar eru til.“
Á sjómannadaginn ætlar Thelma
að fagna hafinu og sjómönnum á
Hafnarfjarðarhöfn þar sem faðir
hennar er með bátinn sinn.
„Sjómannadagurinn hefur alltaf
verið merkilegur og mikilvægur
í lífi okkar fjölskyldunnar og nú
finnst mér ég loksins geta leyft
mér að líta á mig sem sjómann.
Þessi dagur er mér kær, því afi
minn, Stefán Ólafsson Olsen vél-
stjóri, var heiðraður á sjómanna-
daginn 1991 og hann var hetjan
mín.“ n
Nýlega buðum við 30 þúsundasta Bakvörðinn
velkominn í hópinn. Af því tilefni fórum við vítt
og breitt um landið til að þakka fyrir stuðninginn.
Hver einasti Bakvörður björgunarsveitanna
skiptir miklu máli og við erum auðmjúk, þakklát
og umfram allt stolt af ykkur öllum.
Við sendum þúsund þakkir til Bakvarða sem
standa með okkur í hverjum mánuði. Þið vitið
hver þið eruð.
Sjáðu svipmyndir frá ferðalaginu okkar á
landsbjorg.is
Þrjátíu
þúsund þakkir
til Bakvarða
Þórólfur Örn Einarsson
sendibílstjóri á Höfn í Hornafirði
Bakvörður frá upphafi
8 kynningarblað 11. júní 2022 LAUGARDAGURSjóMannadagurinn