Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 32
Útgefandi: Torg ehf Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jón Þórisson Sölumaður auglýsinga: Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, sími 6944703.
Sjómannadagurinn verður
haldinn hátíðlegur á morgun,
sunnudag, um land allt. Við
Reykjavíkurhöfn verður boðið
upp á glæsilega dagskrá fyrir alla
aldurshópa og verður sérstaklega
hugað að barnafjölskyldum
segir Aríel Pétursson,
formaður Sjómannadagsráðs.
„Sjómannadagurinn hefur
lengi skipað stóran sess meðal
landsmanna og gerir enn. Það
var mikið keppikefli fyrir
sjómenn áður fyrr að fá þennan
dag, enda eru sjómenn oft fjarri
heimahögum þegar f lest annað
fólk á frí, til dæmis 17. júní,
kringum páska og hvítasunnu.
Sjómenn fá f lestir frí á jólunum
og því skiptir sjómannadagurinn
auðvitað miklu máli fyrir
sjómenn og fjölskyldur þeirra.
Sjómönnum finnst líka mikil
upphefð að eiga þennan dag og
geta kynnt líf sitt og störf fyrir
almenningi, hvernig við nýtum
sjóinn sem matarkistu og til
f lutninga.“
Þyrst í afþreyingu
Sjómannadagurinn féll niður
árin 2020 og 2021 vegna heims-
faraldursins og því má segja að
landsmenn séu flestir orðnir ansi
þyrstir í fjölmennar hátíðir. „Það
ríkir heilmikil spenna meðal
sjómanna og fjölskyldna þeirra.
Ég held að sjómannadagurinn sé
fyrsta bæjarhátíðin í Reykjavík frá
því Covid skall á. Við bindum því
miklar vonir við að sjá sem flesta
höfuðborgarbúa á Grandanum og
við Reykjavíkurhöfn á morgun,
sunnudag. Ég þykist vita að fleiri
en við séum þyrst í afþreyingu á
borð við þessa.“
Fjölbreytt dagskrá í boði
Eins og venjulega er boðið upp á
fjölbreytta dagskrá. „Það verða
tvö svið, stóra sviðið við Brim
úti á Granda og litla sviðið við
Grandagarð. Þar verður boðið
upp á fjölbreytta dagskrá þar sem
meðal annars koma fram Bríet,
Ávaxtakarfan, Latibær, Valdimar,
Æði-strákarnir, Lína Langsokkur
og Mikael töframaður. Síðan er
fjölmargt annað í boði víðs vegar
um svæðið, eins og bryggjusprell,
leikvöllur úr afgangstimbri og
gömlum veiðarfærum, dorgveiði-
keppni, reipitog og klifurkeppni,
þar sem klifurveggur verður
settur við bryggjuenda. Einnig
mun varðskipið Þór bjóða upp á
„Við bindum
því miklar vonir
við að sjá sem
flesta höfuð-
borgarbúa á
Grandanum og
við Reykjavíkur-
höfn á morgun,
sunnudag,“ segir
Aríel Pétursson.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Furðufiskasýningin er alltaf jafn vinsæl. Þar má kynnast ýmsum skrýtnum fiskum.
Fjölmörg skemmtiatriði og viðburðir eru í boði á sjómannadaginn fyrir alla fjölskylduna.
Yngstu kynslóðinni gefst tækifæri til að hitta ýmsar skemmtilegar persónur.
Koddaslagur er fastur liður á sjómannadaginn og mjög vinsæll.
Sjómanna
dagurinn
hefur lengi
skipað
stóran sess
meðal
lands
manna og
gerir enn.
Aríel Pétursson
siglingar yfir daginn en fyrsta ferð
verður farin kl. 11, sama tíma og
hátíðarsvæðið opnar. Búist er við
mikilli aðsókn í siglinguna og hvet
ég því fólk til mæta strax kl. 11 ef
það vill tryggja sér ferð. Svo má
ekki gleyma furðufiskunum, en
þeir verða til sýnis í fiskikörum,
börnum og fullorðnum til mikillar
ánægju.“
Mikilvæg heiðursathöfn
Auk skemmtidagskrárinnar eru
fastir liðir í hátíðardagskránni
sem skipa ríkan sess í lífi margra
sem hafa tengingu við hafið og
sjómennskuna, segir Aríel. „Þar
má nefna minningarathöfnina
um látna og týnda sjómenn, sem
fer fram í Fossvogskirkjugarði kl.
10, hátíðarmessu sem fer fram í
Dómkirkju kl. 11 og heiðrunarat-
höfn sem fer fram í Hörpu kl. 14, en
þar verða sjómenn heiðraðir fyrir
farsæl störf og björgun mannslífa.“
Sjómannadagurinn í Reykjavík
er samstarf Sjómannadagsráðs,
Faxaflóahafna og útgerðarfélags-
ins Brims. „Við hjá Sjómanna-
dagsráði stöndum að kynningu á
starfi sjómanna, Faxaflóahafnir
kynna mikilvægi hafnarinnar og
Brim leggur áherslu á sjálf bæra
umgengni um auðlindina.“
Sjálfur er Aríel mjög spenntur
fyrir morgundeginum. „Ég er
sérstaklega spenntur fyrir klifur-
keppninni sem hefst kl. 16, en þar
tek ég þátt. Mér finnst nú líklegt að
ég detti í sjóinn enda nýbyrjaður
að klifra. Annars er af svo mörgu
að taka að erfitt er að velja eitthvað
eitt umfram annað. Svo verður
bara gaman að ganga um og heilsa
upp á fólkið. Ég hvet sem flesta til
að mæta og eiga góðan dag með
sjómönnum og þeim sem standa
þeim næst.“ n
Nánari upplýsingar á sjomanna-
dagurinn.is.
2 kynningarblað 11. júní 2022 LAUGARDAGURSjómannadagurinn