Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 42
Umsóknarfrestur er til og með 21. júní nk.
Nánari upplýsingar veita Hlynur Atli Magnússon, hlynur@hagvangur.is, og Sverrir Briem, sverrir@hagvangur.is.
Þór hf. leitar að sölu-
og markaðsfólki
Þór hf. leggur mikla áherslu á gæðavörur og framúrskarandi þjónustu.
Nýir stjórnendur félagsins vilja blása til sóknar í sölu- og markaðsmálum
og við leitum því að árangursdrifnu og kraftmiklu fólki með mikla
þjónustulund til að taka þátt í þeim spennandi verkefnum sem fram undan
eru hjá fyrirtækinu.
Sölufulltrúi á hjólum
Við leitum að drífandi og hressum sölufulltrúa í teymið okkar í sölu
á handverkfærum og rekstrarvörum. Sölufulltrúi fer í heimsóknir til
viðskiptavina og sér um frágang viðskipta og eftirfylgni.
Hæfniskröfur
• Sjálfstæði og skipulagning
• Lífsgleði og áhugi á mannlegum samskiptum
• Þekking og áhugi á handverkfærum
• Iðnmenntun er kostur en ekki nauðsyn
Markaðssérfræðingur
Við leitum að skapandi sérfræðingi í markaðsmálum í nýtt starf hjá Þór
hf. Markaðssérfræðingur hefur meðal annars umsjón með vefsíðu og
gerð markaðsefnis. Um er að ræða hálft starf með möguleika á hækkuðu
starfshlutfalli síðar.
Hæfniskröfur
• Menntun sem nýtist í starfi
• Góð enskukunnátta
• Góð tölvukunnátta
• Reynsla af notkun á Adobe InDesign, Photoshop eða sambærilegum
forritum
• Þekking á einhverju af eftirfarandi: Google Ads, Google Analytics, Meta Pixel
Þór hf. er 60 ára gamalt fyrirtæki í fjölskyldueigu.
Við flytjum inn, seljum og þjónustum vélar og
tæki fyrir fagaðila í ýmsum iðngreinum. Við erum
umboðsaðili fyrir mörg þekkt vörumerki, s.s.
Makita, Flex, EGO, Kubota og Deutz-Fahr. Við
erum með starfsstöðvar í Reykjavík og á Akureyri
og rekum okkar eigið verkstæði á báðum stöðum.
Hjá Þór hf. starfa 25 manns.
hagvangur.is
Sótt er um störfin
á hagvangur.is