Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 22
Það er bara best af öllu ef fólk getur bara fengið að vera það sem það er. Hvernig sem það fæddist. Tónlistar-, ljóðlistar- og myndlistarmaðurinn Bjart- mar Guðlaugsson segir ekki koma til greina að skipta gítarnum út fyrir harmóníku þegar hann verður sjötugur á mánudaginn. Hann reiknar með að verða þrjóskari með árunum og vill að gamli tuð- kallinn verði friðaður. Bjartmar Anton Guðlaugs- son fæddist 13. júní 1952 á Fáskrúðsfirði, sem gerir hann sjötugan á mánu- daginn. Þegar hann var sjö ára f lutti fjölskyldan til Vest- mannaeyja þar sem hann bjó til til tvítugs þegar hann flutti til Reykja- víkur. „Það er ekkert að frétta af mínu uppeldi maður. Ég gæti ekki einu sinni gefið út ævisöguna vegna þess að þetta var svo óspennandi sem frekast gat verið. Pabbi alltaf edrú. Sá ekki sólina fyrir mömmu í sextíu ár og það var gagnkvæmt. Hvernig í ósköpunum getur það verið eitt- hvað spennandi?“ spyr Bjartmar, þar sem hann situr í sólinni úti á svölum heima í Vesturbænum og lætur sér fátt um finnast þótt hann sé að verða 70 ára á mánudaginn. „Ég nenni ekkert að tala um gítar- sóló,“ heldur hann áfram og áréttar að hann sé voðalega lítið fyrir stöðl- uð blaðaviðtöl um ferilinn. Kannski lítil hætta á því í þessu tilfelli en öllu líklegra að töluð verði tóm vit- leysa, þar sem saman eru komnir þrír júní-tvíburar. Viðmælandi og blaðamaður báðir fæddir 13. júní, að vísu með nítján ára millibili, og ljósmyndari sem á afmæli 15. júní og því örugglega allir í besta falli svolítið skrýtnir. „Já, já, við förum ekkert að verða syfjaðir fyrr en í ágústlok,“ segir Bjartmar við góðar undirtektir. „Það er nú málið. Að vakna inn í eilífan dag. Bara það fyrsta sem þú kemur inn í á norðurhveli jarðar. Það kemur skemmtilega klikkað fólk út úr því sem heldur húmornum uppi.“ Já, það er þetta með húmorinn en svo er svona vitleysingur eins og Donald Trump mitt á milli okkar. „Já, já. Og Che Guevara er líka fjórtánda. Tvíburinn er þannig sko, myndi ég segja, að annað hvort ertu svona „stjúpid“ tvíburi eða þú ert svona þenkjandi tvíburi. Ég hefði frekar viljað eiga samskipti við Bob Dylan heldur en Che Guevara hefði ég verið virkur þá. En 14. júní, sko alls ekki Trump en svo bara þekki ég mjög margt fólk sem er fætt 14. júní og það eru svo margir þar sem eru algerlega hinum megin þannig að ég held að tvíburinn sé svona eitthvað nett geðklofa fyrirbæri,“ segir Bjartmar og hinir tvíburarnir tveir taka undir einum rómi. Húmorslausir skemmtilegastir Þaðan er auðvitað komin línan djúpþenkjandi Dylan eins og mig? „Já, já, Dylan missir meðvitundar- greind stundum og þá fer hann í sínar eigin víddir en hvort hann skilar sér til baka. Það veit ég ekki.“ Hú n g e t u r n ú l í k a v e r i ð svolítið sterk þunglyndistaugin í tvíburanum. „Já, já, hún er bara eins og húmorinn. Sko, hvað eigum við að segja, kímnigáfan, hún er bara eins og allt. Hún sprettur af engu. En það er svo merkilegt með mig að mér finnst húmorslausir menn skemmtilegastir. Ég elska húmorslausa menn. Ég er f ljótur að finna þá út og ég stúdera þá. Og svona kjaftaháka og hrokagikki. Ég hef ægilega gaman af þeim. Þetta er efniviður! Ég vil bara friðlýsa gamla tuð- kallinn og halda síðan svona tuð- skemmtanir þar sem allir komast að með sitt tuð. Þetta eru týpurnar mínar,“ segir Bjartmar, áður en hinn fornfrægi Sumarliði dúkkar óhjá- kvæmilega upp. „Sumarliði er partíplága og mór- alsmorðingi,“ segir Bjartmar en Sumarliði er partíplága og móralsmorðingi réttir síðan hlut þess fulla með því að benda á sársaukann sem bjó í þessum viðkvæma manni sem faldi viðkvæmni sína með hroka. „Og til að framkalla þennan hroka þurfti hann brennivín. Ég held að þetta munstur sé til nokkuð víða. Það er bara svoleiðis og þeir slæðast alltaf með þessir og eru nauðsynlegir fyrir okkur hina svo við getum smjattað á því. Er það ekki bara svoleiðis?“ Bassanótan í tilfinningaskalanum Þannig að þú vak nar ekke r t angurvær á mánudaginn og lítur yfir farinn veg? „Jú, jú, blessaður góði. Maður hugsar til baka og maður á alveg mjög margar gleðistundir í lífinu og allt svoleiðis en svo má ekkert gleyma því að stundum dregur fyrir sólu og þá er bara eins gott að standa sig. Því ég á það alveg til að fara í djúpar hugsanir og djúpar hugsanir þurfa ekkert alltaf að vera rosa góðar. Stundum sér maður eftir hlutum sem maður gerði og ef maðurinn er bara ekki svoleiðis þá er hann ekki að taka þátt í lífinu,“ segir skáldið undir áköfum fuglasöng og stefnir lengra á djúpmiðin. „Þú verður að hafa allar þessar tilfinningar og þegar það dimmir svona yfir mér þá geri ég mér alveg grein fyrir því og fer eftir frásögn og áliti vinar míns og myndlistarkenn- ara í Danmörku sem ég ber og bar mikla virðingu fyrir. Hann sagði við mig: Þunglyndi er bara ein af tilfinningunum. Það er tilfinningaskalinn og þar er þung- lyndi kannski bassanótan en svo rýkurðu upp úr því og ferð að spila efri nóturnar og sólin birtist. En þú mátt ekki vera hræddur við þessa tilfinningu því að hún er þín. Þú átt hana og ekki vera vondur við hana. Þetta er eitthvað sem er mjög æskilegt að menn átti sig á og þegar það dimmir eitthvað hjá mér þá, jú, jú. Ég verð hundleiðinlegur og segi lítið en þá er ég kannski að búa til þokkalega góð lög og svona ýmis- legt. Mannlegar tilfinningar eru ekk- ert sem menn þurfa að vera hræddir við nema það séu einhverjar ofbeld- istilfinningar sem að brjótast fram í mönnum og veröldin er að sýna meira og meira og meira,“ segir Bjartmar og skellihlær þegar hann rekur augun í mótorhjólaskó blaða- manns. Tvíburaskór „María, sjáðu skóna. Hann er í tvíburamerkinu. 13. júní!“ kallar Bjartmar á konuna sína til þess að sjá undur þessi og stjörnumerki. „Nei, nei bíddu nú við. Eru þeir ekki svipaðir og þú varst að kaupa?“ „Jú, ég var að kaupa svona í Dan- mörku. Á Strikinu,“ segir Bjartmar og hlær áður en nýju skórnir eru dregnir fram til samanburðar. „Ég mundi aldrei fara í jakkaföt og aldrei úr „boots“,“ heldur Bjart- mar áfram hlæjandi og yfirlýsingin er áréttuð þegar mjóar tær kúreka- skónna sem hann er í stingast undan borðinu. „Mér f innst  ég bara mik lu reisulegri einhvern veginn og boðlegri þegar ég er í þessu. Þetta er 13. júní sko, segir Bjartmar þegar María dregur fram annað, jafnvel enn glæsilegra skópar sem hún segir einnig hafa verið keypt á Strikinu. „Já, já, ég nota þá bara þegar ég er að spila og svona. Ég keypti þá ´88. Eftir Krists burð að vísu.“ Sviptur réttindum Þótt Bjartmar sjálfur kippi sér ekki upp við það hvernig tíminn er búinn að týnast í áratugavís þá verður ekki fram hjá því komist að hann stendur á tímamótum á mánudaginn. „Já, ég finn bara ekki svo mikið fyrir þeim. Ég veit ekki af hverju það er,“ segir Bjartmar, ánægður með lífið og það sem upp úr stendur eftir áratugina sjö. „Ég á þrjár dætur sem allar eru meiriháttar f lottar og ég á átta barnabörn og er ofsalega heppinn með það allt saman, sko, og líður bara vel í því. Það er enginn svona aldurskvíði eða neitt til í mér. Ég finn það ekki. Ég held ég sé það kærulaus að ég nenni því ekki. Ég veit bara að það verða allir menn gamlir og svo veit ég líka hvernig það endar, á svip- aðan hátt og fæðingin. Og ég held að menn þurfi ekkert að vera neitt að væla þótt þeir verði sjötugir en það er náttúrlega kerfið sem vælir með okkur, eða fyrir okkur,“ segir Bjartmar, sem furðar sig á því að þurfa að standa í því að endurheimta ökuskírteinið sitt. „Þótt ég keyri nú lítið bíl þá vil ég hafa þessi réttindi en sökum aldurs er maður sviptur ökuréttindum og það án þess að vera látinn blása. Þetta finnst mér nú svolítið sér- stakt.“ Ekki síst sérstakt þar sem Bjart- mar er að alla daga á víxl í tón- listinni eða málverkinu. „Ég sem og mála og er í þessu bara alla daga og ég passa mig á því að stoppa ekki því það er svo erfitt að starta aftur. Svo hef ég bara engan áhuga á að stoppa. Krafan til sjálfs mín er að vera virkur í tónlistinni og njóta þess að spila með strákunum í Bergris- unum. Svo hef ég bara alltaf samið fyrir aðra og ef ég fer eitthvað sjálfur að draga úr þá sem ég bara meira fyrir aðra. Vegna þess að það er bara liður í minni hugsun að semja. Alltaf síðan ég var barn.“ Virðing fyrir öllu sem lifir Bjartmar segist ekki hafa komið upp úr neinni ákveðinni bylgju í tón- listinni. „Ég kem inn í þetta svona nett bakdyramegin. Fyrst sem höf- undur og ég hef oft sagt frá því að það var skipun frá Rúnari Júlíussyni að ég færi að syngja þetta sjálfur. Ég reyndi nú aðeins að malda í móinn en það tókst ekki. En ef ég ætla að yrkja þá hlýt ég að hafa einhvern svona grun Þórarinn Þórarinsson thorarinn @frettabladid.is  Bjartmar er ekta júní-tvíburi sem vaknaði inn í eilífan dag. Hann telur sig og önnur í stjörnumerkinu vera skemmtilega klikkuð en ókosturinn er sá helstur að þau eru annað hvort þenkjandi eða „stjúpid“. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 22 Helgin 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.