Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 43
Nánari upplýsingar veitir Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is.
Umsóknir óskast fylltar út á hagvangur.is. Umsóknarfrestur er til og með 26. júní nk. Umsóknum skal fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf.
Sveitarstjóri Norðurþings
Sveitarfélagið Norðurþing auglýsir laust til umsóknar starf sveitarstjóra.
Helstu verkefni
• Daglegur rekstur sveitarfélagsins og ábyrgð á framkvæmd ákvarðana
sveitarstjórnar
• Yfirumsjón með skipulagi og virkni stjórnsýslu sveitarfélagsins
og starfsmannamálum
• Náið samstarf við sveitarstjórn, undirbúningur og upplýsingagjöf
á fundum sveitarstjórnar
• Annast upplýsingamiðlun og samskipti við samstarfsaðila, stofnanir,
samtök, fyrirtæki og íbúa
• Gæta hagsmuna sveitarfélagsins Norðurþings út á við og vinna
að framfaramálum
• Stefnumarkandi vinna og mótun framtíðarsýnar í ólíkum málaflokkum
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af stjórnun, rekstri og fjármálum
• Reynsla af mannauðsmálum
• Þekking á sveitarstjórnarmálum og opinberri stjórnsýslu
• Áhugi á uppbyggingu samfélagsins, kynningarmálum, ímynd
og stefnumótun
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Leiðtogahæfni, frumkvæði og hugmyndaauðgi
• Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á ensku og íslensku
Sveitarfélagið er fjölbreytt og metnaðarfullt
samfélag og varð það til við sameiningu fjögurra
sveitarfélaga, Húsavíkurbæjar, Kelduneshrepps,
Öxarfjarðarhrepps og Raufarhafnarhrepps
árið 2006. Þéttbýliskjarnar sveitarfélagsins eru
Húsavík, Kópasker og Raufarhöfn. Sveitirnar
Reykjahverfi, Kelduhverfi, Núpasveit, Hólsfjöll
og Öxarfjörður tilheyra einnig Norðurþingi og var
íbúafjöldi 3.041 þann 1. janúar 2022. Norðurþing
er góður búsetukostur, m.a. vegna góðra leik-,
grunn- og framhaldsskóla, fjölbreytts atvinnulífs
og þjónustu, kraftmikils íþróttastarfs, auðugs
félags- og menningarlífs ásamt veðursæld
og stórbrotinnar náttúrufegurðar.
Sótt er um starfið
á hagvangur.is
hagvangur.is