Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 11.06.2022, Blaðsíða 6
tsh@frettabladid.is FÉLAGSMÁL Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um vöggustofur var samþykkt á Alþingi í vikunni. Reykjavíkurborg hefur nú öðlast lagaheimildir til að rannsókn á vöggustofum geti farið fram. Hrafn Jökulsson, einn fjórmenn- inga í forsvari fyrir stuðningshóp vöggustofubarna, segir rann- sókn löngu tímabæra. Um sé að ræða „mein sem teygir sig víða um samfélagið“. „Það er ljóst að vöggustofurnar ollu mjög víðtækum skaða og sá skaði, hann dó ekkert út þótt að vöggustofurnar lokuðu. Þannig að nú viljum við vita hvernig eftirlif- andi vöggustofubörnum líður og kannski hvort það sé hægt að gera eitthvað fyrir þau,“ segir Hrafn. Hann fagnar því að málið sé komið í farveg þótt hann hefði vissu- lega viljað sjá eitthvað gert fyrr. „Þessi rannsókn hefði auðvitað þurft að fara fram fyrir áratugum en hún er að fara af stað núna og það er gott. Þannig að það er fagnaðarefni og við gleðjumst. Nú skulum við bara sjá hvað kemur út úr þessari rannsókn, það verður kannski ófag- urt en við verðum að horfast í augu við það,“ segir Hrafn Jökulsson. n Heyrðu, ég bið bara að heilsa, vinur. Pétur Bjarnason, Íslandsvirkjun Nú skulum við bara sjá hvað kemur út úr þessari rannsókn, það verður kannski ófagurt. Hrafn Jökulsson SÓLARLUKKA 24 TÍMA TILBOÐ Í SÓL Komdu í heimsókn til okkar í dag, Hlíðasmára 19, 201 Kóp. milli 11:00 og 16:00 og bókaðu sólarferð á betra verði! Í dag bjóðum við upp á afslátt af sólarferðum til Tenerife, Almeríu, Ítalíu og Alicante svo eitthvað sé nefnt. Frítt að bóka í almenn sæti og ekkert bókunargjald ef þú bókar hjá þjónustufulltrúa okkar í dag. Þú getur nýtt þér afsláttarkóða á uu.is: Gildir til miðnættis 11.06.2022 SUMARSÓL Heiða bóndi vorkennir ekki meirihluta sveitarstjórnar Skaftárhrepps að fá á sig fjölda af kærum, ábyrgðin sé þeirra. Sveitarstjóri vill lítið segja um kærurnar. Forstjóri Íslandsvirkjunar skellti á blaðamann. bth@frettabladid.is SKAFTÁRHREPPUR Leynd virðist ríkja um fjárfesta að baki Hnútu- virkjunar í Hverfisfljóti, umdeildrar fyrirhugaðrar framkvæmdar sem fimm náttúruverndarsamtök auk fjölda heimamanna hafa kært til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Í kærunni segir að náttúru undur í sögu frægu Skaft ár elda hrauni séu í hættu, gangi á form um virkjun eftir og um sé að ræða brot á lögum. Fréttablaðið hefur meðal annars fjallað um þverrandi vatnsmagn náttúruperlunnar Lambhagafossa ef virkjað verður, og vegagerð sem skemma mun ásýnd sögufrægs hrauns. Í kærunni er bent á að Skaft- ár hreppur búi yfir magnaðri, lítt raskaðri og verð mætri náttúru, mikil vægasta at vinnu grein sveitar- fé lagsins, ferða þjónustan, byggir á því ríki dæmi. Þrír sveitarstjórnarmenn af fimm í Skaftárhreppi gáfu grænt ljós á framkvæmd virkjunarinnar á fundi rétt fyrir kosningar. Tveir fulltrúar minnihlutans voru andvígir og skiluðu bókun þar sem ákvörðunin var harðlega fordæmd. Sandra Brá Jóhannsdóttir sveitar- stjóri vildi ekki hafa mörg orð um kærurnar þegar Fréttablaðið bar málið undir hana í gær. „Það er engra viðbragða að vænta strax, hann var bara að klárast athugasemdafresturinn. Ég get ekki tjáð mig, ég er ekki búin að sjá þessi gögn,“ segir Sandra Brá. Spurð um meint lögbrot ítrekar sveitarstjóri að ekki sé tímabært að tjá sig frekar að sinni. Ragnar Jónsson, landeigandi á Dalshöfða, er skráður fram- k væmdaaðili v irk ju nar innar. Ragnar sagði í samtali við Frétta- blaðið fyrir skemmstu að hann liti svo á að virkjunin væri í höfn. „Ég get ekki breytt skoðunum fólks sem er á móti þessu,“ sagði Ragnar. Þrálátur orðrómur hefur verið meðal heimamanna um að f leiri fjárfestar séu á bak við áformin. Hefur verið nefnt að Íslandsvirkjun sé með augastað á virkjuninni. Þórir Kristmundsson, verkefnastjóri hjá Íslandsvirkjun, sagði þegar hann var spurður í gær hvort Íslandsvirkj- un ætti eignarhlut í Hnútuvirkjun: „Ekki svo ég viti til.“ Fréttablaðið hringdi í Pétur Bjarnason, forstjóra Íslandsvirkj- unar, og spurði hvort félagið ætti hlut í Hnútuvirkjun. „No com- ment,“ svaraði Pétur. Blaðið spurði hvort Pétur vildi ekki ræða við fjöl- miðla um hina umdeildu virkjun. „Heyrðu, ég bið bara að heilsa, vinur,“ svaraði Pétur þá og sleit sím- talinu. Það er því óljóst hvort félagið á hlut að máli eða ekki. Á heimasíðu Íslandsvirkjunar segir að virkjanir á vegum félags- ins séu Gönguskarðsárvirkjun og Köldukvíslarvirkjun. Áhersla sé á smærri virkjanir og umhverfisvæna orkuframleiðslu, græna orku. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi, sem sat í minnihluta sveitarstjórnar Skaftárhrepps, greiddi atkvæði gegn Hnútuvirkjun. Hún segist bjartsýn á að ekkert verði af áformunum. „Ég fagna þessum kærum, þarna eru framin skýr brot á náttúru- verndarlögum og mikið í húfi að þessi landslagsheild verði ekki rofin. Ég hef fulla trú á að þessu verði snúið við,“ segir Heiða. „Mér finnst allt í lagi að draga það fólk til ábyrgðar sem að þessu stendur, ég vorkenni þeim ekki neitt.“ n Íslandsvirkjun upplýsir ekki hvort félagið standi að baki Hnútuvirkjun Fráfarandi fulltrúi í sveitarstjórn væntir þess að virkjanaáform í Hverfisfljóti verði stöðvuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Vöggustofur ollu víðtækum skaða birnadrofn@frettabladid.is MENNTAMÁL Fríða Björk Ingvars- dóttir, rektor Listaháskóla Íslands (LHÍ), sem kveðst ekki geta rætt um einstaka umsækjendur í skrif legu svari við fyrirspurn Fréttablaðsins vegna máls Þóris Gunnarssonar, bendir á að skólinn sé með lægsta inntökuhlutfall íslenskra háskóla. Þórir Gunnarsson listamaður telur  fötlun sína ástæðu þess að hann fái ekki inngöngu í Listahá- skólann, að því er fram kom í við- tali við hann í Fréttablaðinu. Þórir hefur tvisvar sótt um inngöngu og og fengið synjun í bæði skiptin. „Ég get þó sagt í samhengi við- talsins við Þóri, að LHÍ tekur ein- ungis um 25 prósent umsækjenda inn, og við erum því með lægsta inntökuhlutfall háskóla á Íslandi. Við bjóðum með öðrum orðum einungis broti af þeim sem sækja um, skólavist,“ segir Fríða. Hópur umsækjenda sé breytilegur milli ára, bæði varðandi fjölda, styrk- leika og breytileika. Aðspurð segir Fríða að LHÍ hafi boðið fötluðum skólavist. „Nemendur eru teknir inn í gegn- um umsóknarferli á samkeppnis- grundvelli, horft er til umsókna í fyrstu umferð og síðan taka viðtöl og eða aðrir matsþættir við, allt eftir eðli hverrar listgreinar,“ segir hún. Þórir er ekki með stúdentspróf en inntökuskilyrði í myndlistar- nám við Listaháskólann miða við að umsækjendur hafi lokið stúd- entsprófi eða sambærilegu námi. Fríða segir stúdentspróf þó ekki ófrávíkjanlega kröfu. Sértækar námsleiðir fyrir fatlaða hafi verið til umræðu undanfarin ár, en enn sem komið er hafi LHÍ ekki svig- rúm hvað varðar fjármögnun og húsnæði til að mæta slíku, utan þeirra námsleiða sem þegar séu í boði. „Við höfum þó aldrei skorast undan samtali um slíkar leiðir og þróun þeirra,“ segir rektor. n Fatlaðir fengið vist í Listaháskólanum Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ. Miðað er við að umsækjendur í háskóla á Íslandi hafi stúdentspróf. Það er þó ekki ófrávíkjanlegt. 6 Fréttir 11. júní 2022 LAUGARDAGURFRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.