Bændablaðið - 25.05.2022, Qupperneq 22
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202222
Viðvarandi fæðuóöryggi í vestanverðri Afríku samkvæmt skýrslu FAO:
Yfir 38 milljónir manna munu búa
við fæðuskort á næstu mánuðum
Matvæla- og landbúnaðar-
stofnun Sameinuðu þjóðanna
(FAO) gaf út sérstaka aðvörun
16. maí síðastliðinn vegna
matvælakreppu og viðvarandi
fæðuskorts í Vestur-Afríku og
Sahel´. Búist er við að ástandið
eigi eftir að versna til muna á
næstu mánuðum.
Samkvæmt gögnum FAO
er áætlað að 27,3 milljónir
manna hafi þurft að upplifa
mikið fæðuóöryggi frá mars
og fram á þennan dag í Vestur-
Afríku og Sahel‘. Ástæðan er
svæðisbundinn uppskerubrestur á
síðasta ári. Búist er við að fjöldinn
sem býr við neyðarástand vegna
matarskorts muni aukast í 38,3
milljónir á milli júní og ágúst ef
ekki verði aukið við hjálparaðstoð.
Þetta er meiri fjöldi fólks sem er
í neyð en áður hefur sést á þessu
svæði. Inn í þetta spila harðnandi
pólitísk átök, hátt matvælaverð
og þjóðhagslegar áskoranir
samhliða áhrifunum af Covid-19
heimsfaraldrinum.
Stríðsátök í Úkraínu hafa leitt
til minna framboðs og hækkandi
verðs á kornvörum og áburði sem
og hækkandi verðs á eldsneyti.
Staðan hefur snarversnað
frá 2019
Áætlaður fólksfjöldi sem býr við
mataróöryggi hefur vaxið síðan 2014
og næstum fjórfaldast á milli 2019
og 2022. Lítið framboð af áburði og
hátt verð mun ýta enn undir þennan
vanda. Þá er því spáð að óhagstæð
veðurskilyrði muni einnig leiða til
minni kornframleiðslu á árinu 2022.
Samkvæmt skýrslu FAO er mesti
fjöldinn sem verður fyrir áhrifum
fæðuskorts í Nígeríu, eða 19,45
milljónir manna. Þá kemur Níger
með 4,4 milljónir, Búrkína Fasó
með 3,45 milljónir, Tsjad með 2,1
milljón og Malí með 1,84 milljónir
manna. Þá er því einnig spáð að
1,6 milljónir manna muni upplifa
fæðuskort í Sierra Leone á þessu
ári, 1,2 milljónir í Gíneu og 830
þúsund í Benín.
Vaxandi átök gera ástandið
enn verra
Það bætir ekki ástandið að
vaxandi átök hafa verið á þessum
svæðum á undanförnum tveim
árum. Á það einkum við Mið-
Sahel og við Chad vatnið
(Burkina Faso, Chad, Malí,
Nígeríu og Nígeríu), en einnig
í norðurhlutum strandríkja,
eins og í Benín, Tógó og á
Fílabeinsströndinni. Mikil
aukning ofbeldis hefur valdið
stórfelldum tilfærslum, sem
neytt hefur fjölda fólks til
að yfirgefa heimili og hverfa
frá sinni uppskeru. Samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu
Sameinuðu þjóðanna, Samhæfing
mannúðarmála (OCHA), voru frá og
með mars 2022 um 6 milljónir manna
á flótta í Búrkína Fasó, Tsjad, Malí,
Nígeríu og Nígeríu, samanborið við
5,15 milljónir snemma árs 2021. Þá
leituðu enn 1,17 milljónir manna
skjóls sem flóttamenn víðs vegar
um nágrannahéruð. /HKr.
Búist er við að fjöldinn sem býr við neyðarástand í vestanverðri Afríku vegna matarskorts muni aukast í 38,3
milljónir á milli júní og ágúst ef ekki verði aukið við hjálparaðstoð. Mynd / FAO
World Food Programme um fæðuöryggi á heimsvísu:
Um 193 milljónir manna búa
við alvarlegt fæðuóöryggi
Matarverð hefur hækkað að
undanförnu um allan heim og
ýtt undir fátækt, hungur og
pólitískan óstöðugleika. Þó að
engar skyndilausnir séu til við
kreppunni ættu betur stæðu lönd
að minnsta kosti að reyna að gera
hana ekki verri, sagði í grein á vef
Bloomberg í byrjun maí.
Vísað er til skýrslu World Food
Programme sem segir að um 193
milljónir manna um allan heim
búi við alvarlegt fæðuóöryggi. Að
hluta til stafar það af þrýstingi á
alþjóðlegum matvælamörkuðum
sem hafa verið að byggjast upp í
nokkurn tíma. Hækkun orkuverðs
árið 2021 jók kostnað við áburð
og eldsneyti sem hefur neikvæð
áhrif á landbúnað. Þurrkar
eyðilögðu uppskeru í öflugum
matvælaframleiðslulöndum eins og
Brasilíu, Bandaríkjunum og Kanada.
Þá urðu víða miklar tafir á flutningum
af völdum heimsfaraldursins.
Innrás Rússa í Úkraínu hefur
aukið á matvælakreppuna. Fyrir
stríðið voru löndin tvö að framleiða
næstum 30% af hveiti sem verslað
var með á heimsvísu. Úkraína
lagði til um það bil helming af
sólblómaolíu á heimsmarkaði og
Rússland einn áttunda af áburði.
Refsiaðgerðir gegn Rússlandi hafa
hækkað orkuverðið enn frekar og
gert áburðinn enn dýrari. /HKr.
Ört hækkandi verð á landbúnaðarvörum í Evrópu:
Framkvæmdastjórn ESB
reynir að bera sig vel
Samkvæmt nýjustu tölum
fram kvæmda stjórnar Evrópu-
sambandsins um skammtíma-
útlit í landbúnaði munu Evrópu-
sambandslöndin að mestu vera
sjálfum sér næg um matvæli út
þetta ár. Eigi að síður eru miklar
áhyggjur fyrir hækkandi matvæla-
verði og verðbólgu í löndunum.
Í skýrslunni segir að innrás
Rússa í Úkraínu 24. febrúar 2022
hafi verulega raskað alþjóðlegum
landbúnaðarmörkuðum og skapað
meiri óvissa um framboð á heimsvísu
í náinni framtíð. Stríðið hefur m.a.
áhrif á framboð á korn og olíufræi, og
bætir við óstöðugleika á markaði sem
þegar var spennuþrunginn. Þetta valdi
líka áhyggjum af fæðuöryggi í ríkjum
ESB til lengri tíma og kerfislægum
vanda sem stafar af innflutningi á
fóðri og áburði sem stórlega hefur
dregið úr, einkum frá Úkraínu,
Rússlandi og Hvíta-Rússlandi.
Evrópusambandið reynir þó að
bera sig vel og framkvæmdastjórn
þess segir að framboð á matvælum,
fóðri og áburði séu ekki aðal-
áhyggjuefnið er varðar framboð
á korni á markaðsárinu 2022/23,
sem hefst í júlí næstkomandi. Telur
framkvæmdastjórnin að ESB ríkin
verði að „mestu“ sjálfum sér næg
um matvæli þar sem afgangur
hafi verið af vöruskiptum með
landbúnaðarvörur. Þá megi búast
við að innri markaður ESB sanni
enn og aftur hlutverk sitt við að
draga úr sveiflum og áföllum.
„Það eru engu að síður áhyggjur
varðandi hagkvæmni í framleiðslu
vegna hás markaðsverðs og
verðbólguþróunar,“ segir m.a. í
skýrslunni. Þar segir einnig:
„Helsta áhyggjuefnið er því vegna
verðlagsþróunar. Sem afleiðing af
stríðinu, hefur verð á orku, áburði,
hveiti og sojabaunum rokið upp.
Búist er við að það geri það áfram
á þessu ári og mun vega enn þyngra í
hækkandi verðbólgustigi. ECB spáir
nú 5,1% verðbólgu fyrir ESB árið
2022 og að hún hækki um 2,1% til
viðbótar á árinu 2023. Þetta vekur
spurningar um getu bænda til að
kaupa áburð, fóður og borga þeirra
orkureikning. Sérstaklega fyrir
bændur sem eru með orkufrek og
fóðurfrekan rekstur.
Ástandið vekur einnig spurningar
um getu lágtekjuheimila til að kaupa
matvörur.“ /HKr.
UTAN ÚR HEIMI
Genabreytt svínshjarta sem grætt var í
sjúkling reyndist vera sýkt af svínaveiru
Fyrr á þessu ári var grætt
genabreytt svínshjarta í Banda-
ríkjamann sem þjáðist af ólækn-
andi hjartasjúkdómi. Aðgerðin
sem slík tókst vonum framar
en nú hefur komið í ljós að
ígrædda svínshjartað var sýkt
af svínaflensu og hjartaþeginn
látinn tveimur mánuðum síðar.
Aðgerðin, sem var framkvæmd
á vegum University of Maryland
School of Medicine, þótti marka
tímamót og vera stórt skref fram á
við í rannsóknum og framkvæmd á
millitegunda líffæragjafa. Sjúkling-
urinn sem um ræðir var við dauðans
dyr þegar hann undirgekkst hjarta-
aðgerð í janúar síðastliðnum.
Dældi blóði af krafti
Nokkrum dögum eftir að hjarta
sjúklingsins var skipt út fyrir
svínshjartað virtist allt í lukkunnar
velstandi og hjartaþeginn sat uppi
í rúmi sínu. Mælingar sýndu að
hjartað dældi blóði af krafti um
líkamann og vann eins og hjarta
rokkstjörnu í góðu líkamlegu
formi. Rúmum mánuði eftir
aðgerð ina fór að halla undan fæti
hjá hjarta þeganum og tveimur
mánuðum eftir aðgerðina var hann
látinn. Í yfirlýsingu sem Maryland
School of Medicine sendi frá sér
vegna andlátsins í mars síðastliðinn
sagði talsmaður háskólans að engin
augljós orsök væri tilgreind fyrir
andlátinu og að beðið væri frekari
niðurstaðna rannsókna því tengdu.
Hjartað sýkt
Núna hefur komið í ljós að
svínshjartað sem notað var við
ígræðsluna var sýkt af svokallaðri
svínacýtómegalóveiru og að með
aðgát hefði verið hægt að koma
í veg fyrir sýkingu og dauða
sjúklingsins af hennar völdum.
Líffærasvín
Svín sem notuð eru við rannsóknir á
millitegundaígræðslum eru séralin
og eiga því að vera laus við vírusa.
Líftæknifyrirtækið Revivicor, sem
ól svínið, hefur neitað að tjá sig
um málið og ekki sent frá sér
yfirlýsingu vegna þess.
Sérfræðingar á sviði milliteg-
unda ígræðslu segja að þrátt fyrir
dauða sjúklingsins af völdum
veirunnar hafi aðgerðin gengið vel
og að í framtíðinni ætti að vera hægt
að koma í veg fyrir sýkingar af
þessu tagi.
Helsta hindrunin fyrir líffæra-
ígræðslu úr dýrum í menn er
ónæmis kerfi mannsins sem ræðst á
framandi frumur í ferli sem kallast
höfnun. Til að forðast höfnun hafa
líftæknifyrirtæki verið að þróa svín
þar sem búið er að fjarlægja sum
gen og bæta öðrum við til að draga
úr hættu á höfnun.
Tilraunir á heiladauðu fólki
Rannsóknir með millitegunda-
ígræðslur hafa aukist talsvert
síðustu árin og hafa meðal annars
verið gerðar tilraunir með að græða
lifur, nýru og hjarta úr bavíönum
og svínum í heiladautt fólk.
Veirur geta stökkbreyst
í nýjum hýsli
Þeir sem lengst hafa gengið í
að gagnrýna aðgerðir af þessu
tagi segja að með milliteg-
undaígræðslum skapist mögu-
leikar á að hættulegir vírusar berist
milli tegunda og stökkbreytist í
nýja hýslinum.
Þeir geti síðan borist með
heilbrigðisstarfsfólki út í samfélagið
og valdið faraldri. /VH
Svín sem notuð eru við rannsóknir á millitegundaígræðslum eru séralin.