Bændablaðið - 25.05.2022, Qupperneq 32
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202232
LÍF&STARF
Eigendur garðyrkjustöðvarinnar Mela á Flúðum á tímamótum:
Bjartsýnir garðyrkjubændur með stáltaugar
– Guðjón Birgisson var sannkallaður brautryðjandi á sviði lýsingar í gróðurhúsum
Guðrún Hulda Pálsdóttir
gudrunhulda@bondi.is
Guðjón Birgisson og Sigríður
Helga Karlsdóttir á garðyrkju-
stöðinni Melum á Flúðum í
Hrunamannahreppi hafa marga
fjöruna sopið.
Þau byggðu sitt fyrsta gróðurhús
liðlega tvítug að aldri, voru fyrst
bænda í Evrópu til að rækta tómata
undir lýsingu og undanfarin ár
verið langstærsti einstaki ræktandi
blómkáls á landinu.
Tólf ára gamall réði Kópa
vogsbúinn Guðjón sig í vinnu hjá
Einari Hallgríms og Sigurbjörgu
Hreiðarsdóttur í Garði.
„Þá gátu foreldrar, sem vildu
að börnin sín færu í sveit, skráð
þau gegnum Ráðningarstofu
landbúnaðarins. Bændur hringdu
inn og báðu um vinnuafl. Þannig
kom ég hingað í sveitina og
lærði mjög mikið af Einari og
Sigurbjörgu,“ segir Guðjón en strax
eftir grunnskólagöngu lá leið hans í
Garðyrkjuskólann. Hann starfaði þó
öll sumur í Hrunamannahreppnum
og þar kynntust þau Helga. Hjónin
hafa unnið samhliða alla tíð síðan
og eiga þau fjögur uppkomin börn.
„Við stofnum garðyrkjustöðina
árið 1980, ég 21 árs og Helga 22
ára, og byrjuðum að byggja fyrsta
gróðurhúsið um haustið 1980
Það var 900 fermetrar og
fannst nágrönnum okkar þetta svo
stórtækt að við þyrftum aldrei að
byggja meira.“
En tímarnir hafa breyst mikið á
fjörutíu árum og húsunum fjölgað
með. Í dag rækta Melabændur
grænmeti í rúmlega 5.000 fermetrum
af upphituðum gróðurhúsum. Þar
má finna tómata, gúrkur, paprikur,
salat, kryddplöntur og grænkál.
Blómkálsbomban
Útiræktunin bætist svo við yfir
sumartímann. Þar er blómkáls
ræktunin umfangsmest enda hefur
eftirspurn eftir afurðinni verið
ævintýraleg síðustu misseri sökum
mataræðisbreytinga neytenda. Í
fyrra komu rúm 50 af þeim 98
tonnum sem framleidd voru hér
á landi frá framleiðslu Guðjóns
og Helgu.
„Ég man að heildarsalan hjá
öllum ræktundum fyrir svona 20
árum voru um 900 kassar á viku.
Í fyrra lagði ég inn um 8001200
kassa á viku og annað eins í hverri
viku þá tvo mánuði sem við gátum
uppskorið. Það var mjög lítið um
afföll, það seldist eiginlega allt,“
segir Guðjón.
Jafnframt framleiða Melar ýmsar
tegundir af káli, svo sem hvítkál,
rauðkál, rófur, hnúðkál, spergilkál
og kínakál. Fyrstu árin lögðu
þau minna en einn hektara undir
útiræktun en mest hafa þau ræktað
í 14 hektörum. Í fyrra var ræktað í
5,7 hekturum en í ár hyggur Guðjón
á verulega minnkun á framleiðslu
blómkáls. Í staðinn ætlar hann að
auka við kínakálið.
„Blómkálið er vinnufrekt og
viðkvæmt í ræktun en kínakálið
er auðveldara. Ég ætla að sjá hvort
það gangi upp fyrir reksturinn að
minnka umfang og álag á okkur
hjónin,“ segir Guðjón, en þau Helga
tóku fyrstu árin aldrei lengra frí en
langa helgi. Nú hafa fríin lengst
vegna tækninýjunga og frábærra
starfsmanna. Guðjón segir því
tímabært að fara að hægja aðeins á
og fjölga frídögunum. „Við eigum
örugglega inni sumarleyfisdaga sem
endist út ævina.“
Umbylting og framfarir
Á þeim rúmum 40 árum sem
Guðjón og Helga hafa starfað sem
garðyrkjubændur hefur ótal margt
átt sér stað í starfsumhverfinu.
Í fyrsta lagi hafa aðstæður til
útiræktunar tekið stakkaskiptum.
Með lengri sumrum tognar úr
vaxtarskeiði útiræktaðra afurða
og því fylgja möguleikar á fleiri
afbrigðum í öllum tegundum þess
grænmetis.
„Veðurfarið er bara allt annað
en það var fyrir 30–40 árum síðan.
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
stalogstansar.is
VARAHLUTIR Í
KERRUR
2012
2021
Á Melum starfrækir sonur Guðjóns Birgissonar og Sigríðar Helgu Karlsdóttur, Birgir Guðjónsson, ásamt eiginkonu sinni, Steinunni Jónsdóttur, Litlu
bændabúðina en þar eru seldar vörur garðyrkjustöðvarinnar ásamt afurðum beint frá bændum og smáframleiðendum, s.s. kjöt, hrossabjúgu, kryddjurtir,
mjólk, ber, sælgæti, sultur og súrkál. Vöruúrvalið byggir á uppskeru og framboði á hverjum tíma. Myndir / ghp
Guðjón og Helga rækta þrjár tegundir af tómötum; stærst eru þau í litlum
heilsutómötum en auk þeirra rækta þau gula kirsuberjatómata og stærri
hefðbundnari tómata.
Á Melum eru framleiddar um 10% af
gúrkum landsins.