Bændablaðið - 25.05.2022, Side 44
Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 202244
LÍF&STARF
Sumarblóm auka litadýrðina í
garðinum og fara vel í beðum,
pottum, kerum og svalakössum.
Flest sumarblóm þurfa sólríkan
stað, skjól til að dafna og blómstra
ríkulega. Þau þola ekki frost
þannig að óráðlegt er að planta
þeim út fyrr en hætta á næturfrosti
er liðin hjá.
Velja skal sumarblóm með tilliti til
vaxtarstaðar því lítið gagn er í að setja
blóm sem þurfa mikla sól í skugga,
eða hávaxnar plöntur þar sem mikið
blæs og þær eiga á hættu að fjúka
um koll.
Undirbúið jarðveginn vel
Nauðsynlegt er að undirbúa
jarðveginn vel áður en sumar
blómunum er plantað, hvort sem
það er í beð eða ker. Æskileg
jarðvegsdýpt fyrir sumarblóm er 15 til
20 sentímetrar. Stinga skal jarðveginn
upp, hreinsa burt grjót, mylja
jarðveginn og bæta í hann lífrænum
áburði á nokkurra ára fresti. Síðan
er jarðvegurinn jafnaður til og lítils
háttar af tilbúnum áburði stráð yfir.
Hæfilegt bil á milli sumarblóma
er 10 til 20 sentímetrar. Þétt plöntun
minnkar vinnu við að reyta illgresi
þegar líður á sumarið. Gæta skal
þess að ræturnar séu blautar þegar
plantað er út til að draga úr líkunum
á að moldin hrynji af þeim. Blómin
eru fljótari að jafna sig eftir útplöntun
sé moldin rök.
Vökvið vel
Við útplöntun skal gæta þess að setja
hæstu tegundirnar aftast í beðið og í
skjól svo að þær brotni ekki í vindi
og raða plöntunum eftir lit og lögun
eins og hverjum og einum þykir fara
best. Eftir útplöntun þarf að vökva í
nokkra daga á eftir, sé þurrt í veðri,
en of mikil vökvun kælir moldina og
tefur vöxt. Eftir að sumarblómunum
hefur verið komið fyrir sjá þau
yfirleitt um sig sjálf og þurfa litla
umhirðu, nema þá helst að klippt séu
af þeim visnuð blóm til að koma í
veg fyrir fræmyndun, en hún dregur
úr áframhaldandi blómgun.
Sumarblóm í pottum og kerum
Hægt er að fá margar og fjölbreytilegar
gerðir af ílátum undir blóm, til dæmis
útipotta, tunnur, körfur og ker úr plasti
eða leir. Einnig er boðið upp á gott
úrval hengipotta, plast, bast og leir
og svalakassa.
Þess sem einna helst þarf að gæta
að við val á útikeri er að það þoli frost
ef það á að standa úti yfir veturinn.
Sömu reglur gilda um jarðveg í
keri og beði, það verður að vinna hann
vel og gæta þess að frárennsli sé gott.
Ef ekki er gat á kerinu er nauðsynlegt
að setja lag af grófu efni, til dæmis
grófan vikur, smásteina eða leirkúlur,
í botninn þar sem afrennslisvatn getur
safnast fyrir án þess að ræturnar fúni.
Þetta á sérstaklega við ef kerið stendur
undir berum himni. Ker sem stendur
á þurrum stað þarf aftur á móti að
vökva reglulega.
Yfirleitt eru sumarblómin smá
þegar þeim er plantað út á vorin en
þau stækka yfir sumarið og því er
hæfilegt að planta þeim með 10 til
12 sentímetra millibili. Stórgerðar
plöntur, eins og pelargóníur og
margarítur, þurfa aftur á móti meira
pláss. Kerið kann því að virðast
tómlegt til að byrja með en gróðurinn
þéttist fljótt.
Hægt er að setja allar tegundir
sumarblóma í ker. Stjúpur, skrautnálar,
sólboði, stjörnublik, flauelsblóm og
silfurkambur njóta alltaf mikilla
vinsælda en það er ekkert sem mælir
gegn því að planta hádegisblómum,
nellikum, fagurfíflum, pelargóníum
og tóbakshorni. Einnig getur verið
fallegt að planta hengijurtum
eins og brúðarauga, skjaldfléttu
eða hengitóbakshorn út við jaðra
kersins og láta plönturnar flæða yfir
brúnirnar.
Þeir sem eru hagsýnir geta
plantað matjurtum í kerin. Blöð
ýmissa matjurta geta verið mjög
falleg, til dæmis á kartöflum, rófum,
hnúðkáli, beðju, salati, steinselju og
grænkáli. Það má einnig búa til lítinn
kryddjurtagarð í kerinu og planta í
það rósmaríni, sítrónumelissu, myntu
eða öðrum tegundum kryddjurta.
Nokkur falleg sumarblóm
Bláhnoða (Ageratum houstonianum).
10 til 30 sentímetra há og fíngerð jurt
með bláum og ljósbláum blómum.
Einnig til hvít. Vex best í skjóli og á
þurrum stað. Hentar vel sem kantblóm
og í þyrpingar.
Skrauttóbak (Nicotiana ×
sanderae). Einær jurt, 20 til 60
sentímetrar á hæð. Blómin í ýmsum
litum; rauð, bleik, hvít og fjólublá.
Viðkvæm fyrir frosti. Þrífst ágætlega
þótt hún fái aðeins sól hluta úr degi.
Blómviljug og ilmar vel.
Fagurfífill (Bellis perennis). 10 til
20 sentímetrar á hæð. Blómin fyllt,
hvít, bleik eða rauð. Mjög harðgerður
og á það til að sá sér. Fagurfífill er
sagður standa fyrir sakleysi, ást og
hvatningu. Rómverjar notuðu safann
úr fagurfífli til að græða sár.
Flauelsblóm (Tagetes patula var.
nana). 20 til 35 sentímetrar á hæð.
Stönglarnir greinóttir og blöðin skipt.
Blómin gul eða rauðgul, einföld eða
ofkrýnd. Falleg jurt sem er ættuð frá
Mexíkó og þarf sól og skjól. Viðkvæm
fyrir frosti. Blóm notuð í matarlit og
til að lita textíl.
Frúarhattur (Rudbeckia hirta).
Hávaxið sumarblóm sem getur náð 60
Tími sumarblómanna
Tóbakshorn – milljón bjöllur. Myndir / VH
Blóðdropi Krists. Járnjurt. Daggarbrá.
Dalía.
Sólboði.
Ljónsmunni.
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Vilmundur Hansen
vilmundur@bondi.is