Bændablaðið - 25.05.2022, Page 52

Bændablaðið - 25.05.2022, Page 52
52 Bændablaðið | Miðvikudagur 25. maí 2022 LESENDARÝNI Tækifæri og áskoranir í virðiskeðju íslenska eldislaxins Síðastliðinn áratug hafa áskoranir laxeldisgreinarinnar á Íslandi breyst að því leyti að nú er ekki lengur spurt hvort sú atvinnustarfsemi sé yfirleitt raunhæf við krefjandi aðstæður heldur hvernig starfseminni skuli háttað til langframa. Í ljósi þess ákvað undirritaður að miða meistararannsókn sína við Háskóla Íslands, að því að greina hvaða tækifæri fælust í virðiskeðju íslensks sjóeldislax. Ítarleg markaðsgreining var framkvæmd, þar sem umhverfi laxeldisfyrirtækja var skoðað með hliðsjón af virðiskeðjunni. Á þann hátt má greina tækifæri sem geta stuðlað að samkeppnisforskoti en einnig áskoranir sem þeim fylgja. Tvær meginsviðsmyndir Greiningar sýndu tvær megin­ sviðsmyndir við stefnumótun, (1) kostnaðaráherslu með áframhaldandi framleiðsluáherslu inn í stærra virðisnet norska laxins eða (2) kostnaðar­ og aðgreiningaráherslu með markaðsáherslu á að skapa eftirspurn eftir vörunni (e. customer pull). Fyrsta leiðin krefst ekki frekari fjárfestingar í virðiskeðjunni og getur verið örugg leið að mörgu leyti. Á móti kemur að aðstæður við Ísland eru erfiðari en víða annars staðar vegna veðurs, fjarlægðar frá mörkuðum, rekstrarkostnaðar og lagaumgjarðar. Þessir þættir eru hamlandi á samkeppnisstefnur sem byggðar eru á lægri kostnaði. Jafnframt er hætta á að án árangursríkrar aðgreiningar fáist ekki eins hátt verð fyrir vöruna og hún á skilið. Önnur leiðin krefst fjárfestingar í markaðsdeild sem verður að hafa burði til að sinna markvissu markaðsstarfi á sölumörkuðum fyrirtækisins. Markaðsstarfið byggir því á aðgreiningaráherslu sem mótuð hefur verið og miðast við að skapa laxinum þá ímynd í huga viðskiptavina og neytenda að hann sé eftirsóknarverðari en annar lax. Þessi leið er kostnaðarsamari en er líklegri til að skapa aukna eftirspurn og endurheimta hærra verð fyrir vöruna. Aðgreining á vöru eins og lax er krefjandi en mikilvæg þar sem verð ákvarðast að miklu leyti út frá aðgreinandi þáttum. Þeir helstu varða stærð, gæði og litarhátt vörunnar en einnig ímynd laxins, svo sem framleiðsluvottanir, upprunaland laxins, sjálfbærni, ímynd vörumerkis og framleiðanda. Laxeldislönd í nágreni við okkur Helstu laxeldislönd í nágrenni við okkur, Noregur, Færeyjar og Skotland, leggja mikla áherslu á aðgreiningu í sinni stefnumótun og hefur þeim tekist að byggja upp öflug vörumerki á sínum afurðum. Þau vörumerki hafa verið að skila framleiðendum hærra verði á mörkuðum í krafti vörumerkis og upprunalands. Náttúrulegar aðstæður við Ísland, lagaleg umgjörð og hvernig laxeldisfyrirtækin og mannauður þeirra hafa unnið úr þeim aðstæðum sem þau búa við hefur leitt til þess að íslenskur sjóeldislax er álitinn fyrsta flokks vara. Framleiðsla hans er jafnframt eins sjálfbær og kostur er þar sem leitast er við að nýta náttúruauðlindir Íslands í sem mestri sátt við það umhverfi sem eldið fer fram í og til hagsbóta fyrir nærsamfélögin. Mikilvægt er að horfa til þess að aðstæður við Ísland valda því að minna er um sníkjudýr og sjúkdóma en í samkeppnislöndunum þar sem þörf er á lyfjagjöf með auknum kostnaði. Mikið gert til að vernda villta Atlantshafslaxinn Umgjörðin leiðir til þess að hvergi annars staðar er gert eins mikið til að vernda villta Atlantshafslaxinn og dreifa líffræðilegu álagi í fjörðunum þar sem sjóeldi fer fram. Íslenskur eldislax kemur seint inn á heimsmarkað og ef ákveðið verður að fjárfesta í auknu markaðsstarfi er brýnt að vinna upp forskot sem aðrar þjóðir hafa náð í markaðsstarfi með því að skapa vitund, byggja upp vörumerki og ekki síst miðla þeim aðgreiningarþáttum sem veita fyrirtækjunum samkeppnisforskot áfram til viðskiptavinanna. Mikilvægt er að íslensku fyrirtækin líti til nágrannalandanna og hvernig þeim hefur tekist að miðla frásögninni um laxinn sinn og vinna að sameiginlegu yfirvörumerki fyrir laxinn frá viðkomandi landi. Sigurður Ólafsson. Sigurður Ólafsson. Laxeldi á Austfjörðum. Mynd / Sigurður Ólafsson Rangfærslur um kolefnislosun Kolefnislosun í landbúnaði á Íslandi er metin út frá tveimur þáttum, annars vegar er um að ræða kolefnislosun frá framræstum jarðvegi og hins vegar er losun sem verður vegna annarra þátta innan býlanna. Kolefnislosun frá framræstum jarðvegi hefur verið metin 100% hærri en aðrir þættir innan býlanna og vegur því þungt, svo þungt að margir halda því fram að kolefnisspor íslensks lambakjöts sé meira heldur en innflutts lambakjöts frá Ástralíu, sem er auðvitað fráleitt, enda þarf ekki nema að hugsa það til enda til að sjá að það stenst enga skoðun. Minni losun en haldið hefur verið fram Nýlega sendi Landbúnaðar há skól­ inn á Hvanneyri frá sér skýrslu sem byggir meðal annars á rannsóknum sem gerðar voru á Norðurlandi á kolefnislosun frá framræstu landi. Niðurstöður þeirra rann sókna sýna að fullyrðingar, sem haldið hefur verið á lofti á Íslandi árum saman um losun koltvísýrings og annarra meintra gróðurhúsalofttegunda úr framræstu landi, eru langt frá því að geta staðist. Í skýrslunni segir að los unin sem hér mælist verði að teljast lítil miðað við eldri mælingar sem gerðar hafa verið í framræstum, óræktuðum lífrænum mýrum. Það er full ástæða til að leggja í frekari rannsóknir á þessum málum hér á landi, því það hafa flogið nokkuð háværar fullyrðingar um langtímalosun koltvísýrings úr framræstu landi og mikilvægi þess að endurheimta þau votlendi sem framræst hafa verið á undanförnum áratugum. Betri kortlagning Í skýrslunni segir að til að kort­ leggja sem næst raunverulega langtíma kolefnislosun í fram ræstu ræktarlandi á Íslandi þurfi að gera átak í að mæla hana skipulega sem víðast. Væntanlega þarf samkvæmt þessi að mæla út frá mismunandi jarðvegi og á mismunandi landsvæðum. Það er mjög mikilvægt að frekari og stöðug vöktun fari fram á þeim þætti um allt land, það er mikilvægt ekki síst til þegar horft er til markmiða stjórnvalda í loftlagsmálum. Halla Signý Kristjánsdóttir Þingmaður Framsóknar Halla Signý Kristjánsdóttir. Kolviður plantar 283 þúsund plöntum í Skálholti Sveitarstjórn Bláskógabyggðar gerir ekki athugasemd við útgáfu framkvæmdaleyfis vegna skógræktar í landi Skálholts en Kolviður hefur sótt um framkvæmdaleyfi á 113,5 hektara svæði undir skógrækt. Hluti af skógræktarsvæðinu fer undir stíga, opin svæði, rjóður og slóða. Á skógræktarsvæðinu er gert ráð fyrir að gróðursetja um 283 þúsund trjáplöntur og miðað er við 2.500 plöntur á hektara nýgróðursett. Skógurinn verður opinn almenningi til yndisauka. Gert er ráð fyrir að gróðursetning taki um 5 ár og verði lokið 2027. /MHH Skálholt. Mynd / HKr. LÍF&STARF Ársfundur Landgræðslunnar 2022 ÁRATUGUR ENDURHEIMTAR VISTKERFA HVERNIG MIÐAR? Ársfundur Landgræðslunnar verður haldinn föstudaginn 27. maí kl. 14:30. Fundurinn verður haldinn í Sagnagarði í Gunnarsholti en einnig verður hægt að fylgjast með í gegnum streymi (sjá: www.land.is). Opið hús frá 13.30 Fyrir fundinn verður opið hús í Gunnarsholti frá kl 13:30. Farið verður með gesti um húsakynni Frægarðs og sagt frá helstu verkefnum Landgræðslunnar. DAGSKRÁ Ávarp matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur Aending landgræðsluverðlauna Kaveitingar í boði Landgræðslunnar Ávarp landgræðslustjóra, Árna Bragasonar Hlutverk vistheimtar á 21. öld Kristín Svavarsdóttir, faglegur teymisstjóri verndar og endurheimtar Það skiptir öllu að vanda til verka Sunna Áskelsdóttir, sérfræðingur í vöktun og endurheimt votlendis �� ��

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.