Bændablaðið - 09.06.2022, Síða 36

Bændablaðið - 09.06.2022, Síða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Um mánaðamótin maí-júní tók norður-evrópska afurðafélagið Arla Foods í notkun nýja viðbót við afurðastöð sína í Pronsfeld í Þýskalandi. Um er að ræða langstærstu einstöku fjárfestingu félagsins sem er í eigu kúabænda í sjö löndum í norðurhluta Evrópu. Um var að ræða nýja vinnslustöð sem er sérhæfð í mjólkur- duftsframleiðslu en alls nam þessi eina fjár- festing Arla Foods tuttugu og einum milljarði íslenskra króna. Skýringin á þessari miklu fjárfestingu felst í mikilli eftirspurn eftir næringarríku mjólkurdufti og til að mæta stöðugt vaxandi eftirspurn var ákveðið að stækka afurðastöðina í Pronsfeld. Þar var fyrir gríðarlega stór vinnslustöð sem var þó mest sérhæfð í framleiðslu á geymsluþolinni mjólk og öðrum geymsluþolnum mjólkurvörum og nam afkastageta stöðvarinnar fyrir stækkunina 1,5 milljörðum lítra. Eftir stækkunina mun félagið vinna úr 2,2 milljörðum lítra á ári, eða um 6 milljón lítrum á degi hverjum allt árið um kring. Alls mun nýja þurrkstöðin, sem m.a. telur 51 metra háan þurrkturn, geta framleitt um 90 þúsund tonn af mjólkurdufti á ári, sem verður sent út til þeirra 70 markaða sem félagið selur vörur sínar á í dag. Við framleiðsluna í Pronsfeld í heild starfa nú um eitt þúsund manns og nær afurðastöðin í dag yfir um 55 hektara landsvæði. Eftir þessa stækkun er afurðastöðin í Pronsfeld ein sú stærsta í heimi og mun styðja enn frekar við uppbyggingu og vöxt félagsins en reiknað er með að umsvif félagsins muni aukast um 5-7% á þessu ári. Það eru einna helst markaðir félagsins í Mið-Austurlöndum, Vestur-Afríku og Suðaustur-Asíu, sem eru með mesta eftirspurn eftir ódýrum og næringarríkum mjólkurvörum, sem eru að bera upp þennan mikla vöxt félagsins. /SNS UTAN ÚR HEIMI llla lyktandi, gríðarlegt magn eitraðrar froðu hrjáði í vor íbúa sveitarfélagsins Mosquera sem staðsett er tæpa 20 km fyrir utan höfuðborgina Bógóta í Kólumbíu. Froðan kemur úr ánni Bojacá, í Los Puentes hverfi borgarinnar og er talin myndast vegna losunar frá iðnaðarsvæði. Íbúar fullyrða þó að auk ríkisrekinnar verksmiðju sem losar úrgang sinn í ána hafi yfirvöld sett upp rör fyrir nokkrum árum sem tæmir frárennslisvatn í ána Bojacá og að frá þeirri stundu hafi straumurinn farið að mengast. Opinbera útgáfan er þó önnur. Umhverfisráðherra staðfestir að frá í fyrra hafi skólphreinsistöð Mosquera verið í fullum rekstri og að þessi verksmiðja losi úrgang sinn í Subachoque ána, sem er í innan við kílómetra fjarlægð frá ánni Bojacá. Rigningar auka froðumyndun Miklar rigningar juku á vandann þetta árið og jafnframt því að froðan þeki nærliggjandi umhverfi vegna þess hve hún fýkur auðveldlega um og yfir bakka árinnar, kenna heimamenn menguninni um öndunarerfiðleika íbúa á svæðinu og kláða ef froðan kemst í návígi við húð. Veggir húsa sem hafa verið huldir froðu eru slímugir og er lyktin svo stæk að hún yfirtekur allt. Íbúar telja að yfirvöld geri sér ekki grein fyrir alvarleika málsins og minna á ákall sitt um hjálp árið 2016 þegar mengunar- og froðumagn árinnar var jafnvel enn verra Hreinsun árinnar Nú nýverið tóku því bæði borgarstjórn og umhverfisyfirvöld svæðisins í taumana og unnu í samstarfi að því að fjarlægja froðuskýin er farin voru að fikra sig heldur langt inn í byggðina. Fyrstu tilraunir þeirra báru reyndar engan árangur, en þær voru m.a. að fá slökkviliðsmenn til að þynna út froðuna með vatni. Næst var ákveðið að fjarlægja alveg plöntur er vaxa í og meðfram ánni, en vegna þeirra komst sólarljós lítt í ána og var því fátt um annað lífríki. Með þessari aðgerð minnkaði froðumyndunin til muna, auk þess sem rennsli árinnar batnaði allverulega. Mögulegir sökudólgar ósáttir Lýsti yfirmaður umhverfis- yfirvalda furðu sinni á að ekki hefði slíkt verið gert áður, því áður hefðu ár verið hreinsaðar á þann máta og með sömu útkomu og hefur nú sett á fót teymi sem á að fara yfir og rannsaka iðnaðarhverfi og verksmiðjur í námunda við ána, losun þeirra og umhverfisfótspor ef einhver eru. Einnig kom hann með tilgátur þess efnis að íbúar í Los Puentes hverfinu eigi einhverja sök á froðumynduninni vegna þvottaefna til heimilisnota, en nokkuð er um að fólk geri stórþvotta sína í ánni. Íbúar Mosquera eru ekki vel sáttir við yfirlýsinguna og hikar leiðtogi aðgerðaráðs samfélagsins ekki við að verja þá 1.500 manns sem búa í hverfi Los Puentes. Hún hefur lýst því yfir að mengunin komi annars staðar frá enda gífurlegt magn – á meðan íbúarnir glími við straum af stöðugum froðuskýjum sem gætu haft varanleg áhrif á samfélagið vegna eituráhrifa sinna. /SP Umhverfismengun hefur mikil áhrif á samfélag innfæddra: Froða tekur yfir hverfi Kólumbíu Afurðastöð Arla í Pronsfeld í Þýskalandi mun verða ein sú stærsta í heiminum eftir byggingu nýju vinnslustöðvarinnar. Framleiðsla á mjólkurdufti: Stærsta fjárfesting Arla frá upphafi Hér má sjá hvernig froðan flýtur yfir bakka árinnar Bojacá og veldur skaða á nærliggjandi umhverfi. Myndir / Myndband euronews.com Bretlandseyjar: Afstaða til erfðabreyttra matvæla mýkist Afstaða almennings á Bretlands- eyjum gegn nýrri reglugerð sem rýmkar heimildir til að rækta erfðabreytt matvæli er ekki eins afgerandi og fyrir. Almennt virðist fólk ekki vera eins mikið á móti ræktuninni og áður. Skömmu fyrir síðustu aldamót þótti hugmyndin um erfðabreytt matvæli ganga næst guðlasti og tilraunaakrar með erfðabreyttu korni voru eyðilagðir af andstæðingum ræktunarinnar. Fyrir skömmu var lögð fyrir breska þingið tillaga sem á að auðvelda tilraunir með ræktun erfðabreyttra matjurta og um leið ræktun þeirra. Rökin með tillögunni eru meðal annarra þau að með ræktun þeirra megi auka uppskeru umtalsvert, þol fyrir breytingum vegna loftslagsbreytinga, minnka áburðargjöf og framleiða vítamínbætt og hollari matjurtir. Aðstandendur tillögunnar segja að sem betur fer hafi almenningur í dag betri skilning á kostum erfðatækninnar og hvað hún getur áorkað mannkyninu til góðs. /VH Ný erfðabreytt afbrigði tómata innihalda D-vítamín.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.