Bændablaðið - 09.06.2022, Blaðsíða 39
39Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022
Áreiðanlegir og sterkbyggðir rafgeymar fyrir
flestar gerðir dráttarvéla. Veldu þaulreynda
vöru frá gæðaframleiðanda.
Ráðgjafar Olís veita allar nánari upplýsingar
í síma 515 1100 eða pontun@olis.is.
Betra start
með Exide rafgeymum
Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 | Netfang: sala@limtrevirnet.is
Söluskrifstofur: Lynghálsi 2, 110 Reykjavík | Borgarbraut 74, 310 Borgarnes
Áratugareynsla við íslenskar aðstæður
Stuttur afgreiðslutími og fjölbreytt úrval
Uppsetning í boði á hurðum og viðbótarbúnaði
Margir litir og fylgihlutir í boði
Traustar bílskúrs- og
iðnaðarhurðir frá Lindab
og Krispol
limtrevirnet.is
FALLEGAR
HURÐIR SEM
ÞÚ GETUR
TREYST
skoðaðu úrvalið limtrevirnet.is
„Viðbrögðin hafa verið mjög
góð og því hef ég fullan hug á að
halda þessu áfram,“ segir María
Pálsdóttir, eigandi Hælisins, seturs
um sögu berklanna, á Kristnesi í
Eyjafjarðarsveit.
María tók á móti skólahópum á
liðnu vori og gaf börnunum færi á
að kynnast sögu berklanna sem áður
fyrr lagði marga að velli. Hún fékk
styrk frá Samtökum sveitarfélaga og
atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra
vegna heimsóknanna.
„Það er dágóður hópur sem farið
hefur hér í gegn og ég heyri ekki
annað en að allir séu ánægðir með
heimsóknina,“ segir María. Alls hafa
10 grunnskólar á svæðinu nýtt sér
boð Maríu um heimsókn á Hælið,
allir sjö grunnskólarnir á Akureyri,
Þelamerkurskóli, Hrafnagilsskóli og
Grenivíkurskóli.
Skiptir upp í þrjá hópa
Fyrirkomulagið er þaulskipulagt
og gengur smurt upp, segir María,
en hverjum hóp er skipt upp í þrjá
minni hópa. Einn fer í kynnisferð um
setrið og fær innsýn í sögu berklanna
hér á landi, á meðan er annar hópur
á flötinni við Kristnesspítala í
leikjum og hópefli og einn hópur
fer í skógargöngu um Reykhússkóg
ofan við Hælið.
Einn starfsmaður fylgir hverjum
hóp, þannig að þrjá þarf til að taka
á móti hverjum skólahóp.
María segir að hún hafi fullan
hug á að halda þessu starfi áfram
og vonar að til þess fáist styrkur,
grunnskólarnir sjálfir hafi ekki
úr miklu fé að spila til að nýta í
fræðsluferðir af þessu tagi.
Bjartsýn á sumarið
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held
að margir verði á ferðinni hér
norðan heiða og leggi leið sína inn í
Eyjafjörð,“ segir María.
Sumaropnun Hælisins hefst um
miðjan júní og verður opið alla
daga frá 13 til 18 fram á haustið.
Skógarböðin, sem opnuð voru nýlega,
segir hún án vafa munu laða marga
að, auk þess sem ýmislegt áhugavert
sé í boði í sveitarfélaginu. María telur
ekki ólíklegt að hún muni bjóða upp á
viðburði í sumar, tónleika eða annað
sem lífgar upp á tilveruna. / MÞÞ
Saga berklanna á Hælinu:
Heimsóknir skólahópa á
Kristnes í Eyjafjarðarsveit
Sólböð voru áður fyrr stunduð
í grunnskólum landsins í þeim
tilgangi að styrkja D-vítamínbúskap
líkamans. Sólbaðsstofur voru bæði
á Vífilsstöðum og Kristneshæli. Hér
prófa krakkarnir að máta gleraugun
sem notuð voru.
„Ég er bjartsýn á sumarið, ég held að margir verði á ferðinni hér norðan heiða
og leggi leið sína inn í Eyjafjörð,“ segir María Pálsdóttir, eigandi Hælisins,
seturs um sögu berklanna. Myndin er tekin við opnun þess. Mynd / MÞÞ