Bændablaðið - 09.06.2022, Side 48

Bændablaðið - 09.06.2022, Side 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Árið 2003 hóf Landssamband kúabænda að taka saman upplýsingar um fjósgerðir á Íslandi og þróun þeirra ásamt ýmsum öðrum gagnlegum upplýsingum. Þetta hefur síðan verið gert u.þ.b. annað hvert ár og nú liggur fyrir tíunda skýrslan og tekur hún til árabilsins 2019-2021. Margt afar áhugavert kemur fram í þessari skýrslu og m.a. að 63,5% fjósa landsins eru nú lausagöngufjós og að 77,6% kúnna á Íslandi eru nú í lausagöngu. Hlutfall mjólkur frá kúm í lausagöngu reiknast nú 80,1% framleiðslunnar. Þá vekur athygli að þrátt fyrir mikinn framgang mjaltaþjónatækninnar þá er enn eitt fjós á landinu sem notast við fötukerfi við mjaltir. 513 fjós í framleiðslu Í skýrslunni kemur fram að í árslok 2021 voru 513 fjós í mjólkurframleiðslu á Íslandi en haustið 2011 voru þau 659 og hefur fjósum því fækkað um 146 á síðasta áratug, eða um 22%. Þessi þróun er mjög svipuð því sem verið hefur hér á landi síðustu tvo áratugina. Ef litið er til þróunarinnar síðustu tvö ár þá hefur fjósum hér á landi fækkað um 29, eða 5,4%. Þessi þróun hér á landi er afar áþekk þeirri þróun sem á sér stað um alla Evrópu, þar sem fjósum hefur verið að fækka um 4-8% á ári. Þrátt fyrir fækkun fjósa á hverju ári bæði á Íslandi og í Evrópu hefur heildar mjólkurframleiðslan ekki dregist saman enda hafa eigendur þeirra fjósa sem eftir standa stækkað þau. 78% kúnna í lausagöngu Undanfarna áratugi hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á húsvist íslenskra mjólkurkúa og ekki eru nema rétt rúm 20 ár síðan nærri öll fjós landsins voru básafjós af einhverri gerð og kýrnar því bundnar á bása, en þetta er gjörbreytt í dag. Af þeim 513 fjósum sem voru í framleiðslu í árslok 2021 þá voru eins og áður sagði 63,5% þeirra lausagöngufjós. Þetta hlutfall gefur þó ekki alveg rétta mynd af stöðu aðbúnaðar kúa á Íslandi því ef litið er til stærðar fjósanna þá eru lausagöngufjósin með mun fleiri kýr að jafnaði. Í árslok 2021 voru þannig 77,6% allra kúa á landinu í lausagöngufjósum en fyrir sex árum var þetta hlutfall 60,3%, svo breytingin er ansi hröð. Á meðfylgjandi mynd hér að neðan, má sjá hvernig þróun fjósgerða hefur verið síðustu áratugi. Eins og sjá má gengu breytingarnar nokkuð hratt fyrir sig fram undir hrun en svo hægði verulega á þróuninni, sem hefur svo aftur tekið mikinn kipp síðustu árin. Mjaltaþjónafjós algengust Í skýrslunni er fjósgerðum skipt upp í tvo yfirflokka og samtals fimm undirflokka þar sem yfirflokkarnir eru annars vegar básafjós og hins vegar lausagöngufjós. Undirflokkar þessara tveggja megin fjósgerða taka svo mið af þeirri mjaltatækni sem er í notkun í fjósunum. Niðurstöðurnar má sjá í töflu 1, en þar kemur fram að frá árinu 2011 hefur básafjósum fækkað verulega, úr 418 í 187, eða um 55%. Á sama tíma hefur lausagöngufjósum fjölgað úr 240 í 326 sem er rúmlega 36% aukning á liðnum áratug. Þegar sambærileg skýrsla var gefin út fyrir tveimur árum var það í fyrsta skipti sem básafjós með rörmjaltakerfi voru ekki lengur algengasta fjósgerðin á landinu síðan gagnasöfnun hófst. Þess í stað voru það mjaltaþjónafjósin sem voru algengasta fjósgerðin. Eins og við var að búast hefur þessi þróun haldið áfram og skilur enn meira að nú á milli þessara tveggja algengustu fjósgerða hér á landi. Þannig voru um síðustu áramót 153 básafjós með rörmjaltakerfi eftir á landinu og hafði þeim fækkað um 15,9% frá árslokum 2019. Raunar fækkaði öllum fjósgerðum á þessu tímabili nema mjaltaþjónafjósum sem voru 243 um síðustu áramót og hafði þeim fjölgað um 12,5% á þessu tveggja ára tímabili sem skýrslugögnin ná til. Eitt fjós eftir með vélfötukerfi Þegar fyrsta skýrslan var unnin, árið 2003, voru enn í notkun 24 fötukerfi þ.e. mjaltakerfi þar sem kýr eru mjólkaðar með vélfötum. Þessari gerð mjaltatækni hefur svo fækkað ört og nú um áramótin var einungis 1 slíkt kerfi eftir í notkun. Meðalnyt mjaltaþjónafjósa langhæst Þegar skoðað er samhengi afurða, samkvæmt skýrsluhaldi RML, og fjósgerða kemur ekki á óvart að fjós með mjaltaþjónum eru langafurðahæst og er það í samræmi við uppgjör fyrri ára. Tekið skal fram að við þessa útreikninga er alltaf notað uppgjör allra búa í árslok uppgjörsársins, óháð því hvort þau hafi skipt um mjaltatækni á árinu eða ekki. Þá koma sum bú ekki til uppgjörs vegna vanskila á skýrslum eða annarra óvissuþátta. Þessi reikniaðferð ber auðvitað með sér ákveðna skekkju og skal því tekið með fyrirvara enda má t.d. ætla að meðalafurðir ættu að vera hærri á búum sem skiptu úr hefðbundinni mjaltatækni á árinu og yfir í mjaltaþjónatækni vegna tíðari mjalta. Þrátt fyrir þessa annmarka er, eins og áður segir, heildarmeðaltal mjaltaþjónabúa landsins hæst en vegið meðaltal þeirra var 6.673 kg mjólkur að jafnaði á hverja árskú á nýliðnu ári. Næstafurðahæstu búin voru svo básafjós með mjaltabásum með 5.962 kg. Þá voru meðalafurðir kúa í lausagöngufjósum án mjaltaþjóna með 5.951 kg og lægstar meðalafurðir eru að jafnaði í básafjósum með rörmjaltakerfum, eða 5.518 kg. Hver meðalkýr er því að skila af sér 1.155 kg meira af mjólk ef hún er í mjaltaþjónafjósi í stað þess að Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Þróun fjósbygginga og mjaltatækni: Eitt fjós eftir á landinu með vélfötukerfi Mynd / Sigtryggur Veigar Herbertsson Á FAGLEGUM NÓTUM Hlutfallsleg skipting fjósgerða 1994-2021 AF VETTVANGI STJÓRNARRÁÐSINS Aðgerða er þörf til að treysta fæðuöryggi Síðustu mánuði hefur verið sívaxandi umræða um áhrif stríðsreksturs Rússa í Úkraínu á fæðuöryggi í heiminum. Staðan er grafalvarleg, tugmilljónir tonna af kornvöru frá síðasta uppskeruári sitja í korngeymslum í Úkraínu. Ógjörningur er að flytja þær sjóleiðina þar sem Rússar hafa tekið þá ákvörðun að ætla að beita hungrinu sem vopni gegn heiminum öllum. Þó að aðgerðir séu í gangi á landamærum Úkraínu sem snúa að Evrópu til að greiða fyrir flutningum á landi er ljóst að viðvarandi rask verður næstu misseri á matvælamörkuðum. Margir bera ábyrgð á virðiskeðju matar Sú nöturlega staðreynd blasir við að samkvæmt mati Alþjóðabankans þýðir hvert prósentustig hækkunar matvæla það að tíu milljónir manna víðs vegar um heim sogast niður í sárafátækt þar sem þau eiga vart til hnífs og skeiðar. Þannig hefur framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýst því yfir að þótt á þessu ári við munum aðallega glíma við afleiðingar hás matvælaverðs kunni svo að fara að á næsta ári verði áskorunin að það verði til nógur matur. Það þýðir að allir bera ábyrgð sem geta framleitt mat. Það bera margir ábyrgð í þeirri virðiskeðju sem er frá haga til maga. Stjórnvöld, afurðastöðvar, bændur og verslun taka öll ákvarðanir sem skipta máli, um það rekstrarumhverfi sem er í landbúnaði. Hér á landi höfum við að langmestu leyti verið sjálfum okkur nóg um kjöt. Vegna viðskiptasamninga sem gerðir voru við Evrópusambandið hefur þó verið vaxandi innflutningur á tilteknum tegundum í takti við aukna eftirspurn hérlendis, bæði vegna fólksfjölgunar og þeim mikla fjölda ferðamanna sem hingað hafa komið á síðustu árum, ef frá eru talin Covid-árin. En nú eru blikur á lofti. Vegna þeirra miklu aðfangaverðshækkana sem orðið hafa vegna stríðsins í Úkraínu sjáum við þess merki að framleiðsla komi til með að dragast saman. Þetta kemur fram í samtölum við fjölda bænda, við sjáum tölur um fjölda nautgripa og heyrum áform um fækkun í sauðfjárrækt. Enda er ekki hægt að ætlast til þess að bændur framleiði vörur með tapi án þess að það sé ljós við enda ganganna. Unnið er að aðgerðum Af þeim sökum var tilkynnt um það á föstudaginn var, að vinna í svokölluðum spretthópi hæfist í þessari viku. Hópnum er gert að vinna hratt og skila tillögum þann 16. júní næstkomandi. Hlutverk hópsins er að fara yfir þau gögn sem ráðuneyti mitt hefur safnað undanfarna mánuði og fara yfir þá valkosti sem eru til staðar til að bregðast við stöðunni. Þær aðgerðir koma ekki til framkvæmda tafarlaust, enda þurfa þær að fara sína leið í gegnum stjórnsýsluna og fyrir þeim þurfa að vera heimildir í fjárlögum. Þó að það séu tímabundnar áskoranir sem leiða af því fordæma- lausa ástandi að stríð geisar í Evrópu þá er framtíð landbúnaðar á Íslandi björt. Hér er landnæðið, orkan, vatnið, mannauðurinn og þekkingin til þess að framleiða stærri hluta þeirra matvæla sem við þörfnumst. Ástandið þessi misserin kennir okkur það að við getum ekki reitt okkur á hnökralausa afhendingu þess sem við þurfum af heimsmarkaði. Við þurfum og eigum að auka fæðuöryggi til lengri tíma með því að efla innlenda akuryrkju samhliða því að við grípum til tímabundinna aðgerða til að viðhalda framleiðsluvilja í kjötframleiðslu. Ef við sameinumst um það að leysa mál en togast ekki á um stórt og smátt þá munum við geta haldið áfram veginn í þágu fæðuöryggis. En ef við gerum ekkert þá er á því hætta að okkur reki af leið fæðuöryggis og árangurs inn á leið stöðnunar sem endar með afturför. Landbúnaðurinn er of mikilvægur til þess að vera í vörn. Hann getur verið í sókn og á að vera það! Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra. Svandís Svavarsdóttir. Aukin ökuréttindi Endurmenntun Ökuskólinn Mjódd - Þarabakka 3 - 109 Reykjavík - s:5670300 - mjodd@bilprof.is Næstu námskeið Fjarnám í rauntíma 16. ágúst Hraðnámskeið - staðnám 25. ágúst 11. júní - 09:00 - 16:00 13. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 1 14. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 2 20. júní - 17:00 - 20:00 - hluti 1 20. júní - 17:00 - 21:00 - hluti 2 22. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 1 23. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 2 25. júní - 09:00 - 16:00 27. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 1 28. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 2 29. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 1 30. júní - 17:00 - 20:30 - hluti 2 atvinnubílstjóra Menntun ökumanna er okkar fag

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.