Bændablaðið - 09.06.2022, Side 55

Bændablaðið - 09.06.2022, Side 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 9. júní 2022 Mikið er rætt um breytt veðurfar um þessar mundir og eru allar líkur á því að þessar breytingar leiði til aukinna þurrka og hækkandi hitastigs hér á landi sem getur aukið líkur á gróðureldum til muna. Ræktun trjágróðurs er mikil hér á landi og með hlýnun verða aðstæður gróðrinum hagstæðari og því líklegt að aukning verði á trjávexti á komandi árum. Lággróður á landinu er mikill í formi grass og mosa. Lággróðurinn er kjörin leið fyrir útbreiðslu elds yfir í hágróður. Einnig geta eldar í þurrum jarðvegi logað lengi og djúpt niður í jörðina langtímum saman. Í þurrkatíð verður allt þetta lífræna efni eldnærandi og getur eldur borist mjög hratt um lággróðursvæði og hágróðursvæði. Mikilvægt er í skipulagningu gróðursvæða að huga að skiptingu svæða niður í brunahólf til þess að minnka líkur á því að eldur berist á milli hólfa. Þetta er hægt að gera með samsetningu lauftrjáa og barrtrjáa auk þess sem mikilvægt er að aksturshæfir stígar og vegir séu settir á gróðursvæðið til þess að tryggja aðkomu björgunaraðila. Gróður við sumarhús Bændur og sumarhúsaeigendur þurfa sérstaklega að huga að sínu nærumhverfi. Víða má sjá sumarhúsahverfi í þéttum skógum eða trjálundum þar sem tré og runnar vaxa alveg upp að sumarhúsum. Þetta eykur mjög líkurnar á því að gróðureldur berist í mannvirkin. Mikilvægt er að alla vega einn og hálfur metri í kringum húsin séu alveg gróðurlausir og enginn hágróður sé í að minnsta kosti níu metra radíus í kringum húsin. Ágætar leiðbeiningar og upplýsingar um þetta eru á grodureldar.is. Í þurrkatíð er heillavænlegt að halda gróðri safaspenntum í nærumhverfi bygginga með vökvun, sé þess kostur. Það minnkar verulega líkur á því að eldur berist að húsum. Einnig er mikilvægt að tryggja aðkomu slökkviliðs og annarra björgunaraðila með því að gæta þess að vegir beri þung ökutæki og að trjágróður þrengi ekki að akstursleiðum. Dýrmætur tími getur tapast ef byrja þarf á því að klippa greinar eða höggva niður tré til þess að björgunartæki komist leiðar sinnar. Aðgangur að slökkvivatni Ekki er alls staðar greiður aðgangur að vatni til slökkvistarfa á sumarhúsa- og landbúnaðarsvæðum en umtalsvert vatn þarf til slökkvistarfa í gróðureldum. Slökkvilið bera oft og tíðum talsvert vatn með sér í dælubílum og tankbílum en það má sín lítils ef ekki næst að slökkva eldinn á upphafstigi. Gera má ýmislegt til þess að tryggja aukið slökkvivatn. Þar má nefna niðurgrafnar safnþrær og stíflur í skurðum og lækjum. Auk þess er hægt að safna vatni frá heitum pottum í miðlæga safntanka. Best er að gera þetta með vitneskju viðkomandi slökkviliðs, svo björgunaraðilar viti hvar vatnið er að finna og svo hægt sé að tryggja að tæki slökkviliðsins nái vatni úr viðkomandi vatnslind. Hvað varðar flótta fólks frá sumarhúsasvæðum þar sem eldur hefur komið upp í gróðri er mikilvægt að flóttaleiðir séu að minnsta kosti tvær, helst úr gagnstæðum áttum. Eldur og reykur geta bæði hindrað og heft för fólks ef vindátt er þannig að flóttaleið lokast. Gætum að eigin öryggi og annarra Það er afar mikilvægt að huga að sínu nærumhverfi með fyrirbyggjandi hætti til þess að lágmarka þá hættu sem að okkur og okkar nánustu getur steðjað. Það getur verið langt í næstu björgunaraðila og þegar eldur hefur náð sér á strik getur hann breiðst út með ógnarhraða. Við berum heilmikla ábyrgð sem einstaklingar og þurfum því að gæta öryggis og haga leik og störfum þannig að hvorki okkur né öðrum stafi hætta af. Lykillinn að öruggu nærumhverfi er góður undirbúningur og fyrirbyggjandi aðgerðir. Kvikni eldur í gróðri er nánast alltaf hægt að slökkva hann á auðveldan hátt í upphafi hafi maður til þess réttu áhöldin. En fái hann að dafna, þótt ekki sé nema í örfáar mínútur, getur voðinn verið vís. Vigdís Hӓsler, framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiÆTÍÐ FRJÓANGI KRAFTA ROFNA MIÐLA ÆRSLIST BARNA- LEIKFANG HNJÓÐ SKARPUR FLJÓTA SÉR- HVERJA HORFT ÍLÁT TÍUND SAMBAND MIKLU HÆRRA HLAÐA TVEIR EINS ÞEFA SJÁVAR- FALL DÓTARÍPÓLL ÖFUG RÖÐ MÁLMUR EYRIR SKÝRA RÝJA ÖFUG RÖÐ HITA MÆLI- EINING HIMINN ÁSTÆÐUR LEPPUR HINKRA HLÉ FISKUR LÖSTUR ÞOLDI BYLGJAST BLAÐRAÁTT DREITILL ÖNUG ÁÞEKKUR YRKJA SKAR ÞILFAR SKYNFÆRI ÞORA ÍLÁT SAFNA LÆKNA TVEIR EINS TVEIR EINS MEÐ- VINDUR BINDA SLAPPI LEIÐSLA MIS- MUNUR ÖFUG RÖÐ JAPPLA REIÐAST DOKA GLOPPAÍSKUR FLOKKAÐ H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 176 RÁNDÝR LITLAUS STRÍÐNI LÆSA ÁSTAND NAUÐ UBLANDA GEÐI VIÐ M G A N G A S T SKIPAST MGREINAR- MUNUR Ö R K TIL BAKA A F T U R BSKÁN R Á FLETTA FITU- LÍTILL B L A Ð A Ð LEYFI ELDS- NEYTI U M B O Ð TRAMPA Ð AF- RAKSTUR HLYNNA AÐ TVEIR EINS S T U M R A GÆLUNAFN URMULL K A T A HAGURBETRUN ÓÆR SNÍKJUR K M A G N NÓTA VÍÐUR R E TÍMABIL G Ó A Í RÖÐ NÁTTA R SMASSI Ö F G A R MULDUR SÆGUR T A U T MEGNAÐI ÞEYTAST G A TFJAR- STÆÐA L L KATTAR- DÝR SÍÐRI P Ú M A EINFALT PLAN R A K I Ð MÆLI- EINING TVEIR EINS B I L MANNA- LÆTI ÍLÁT M O N T SKADDA PRÝÐA L A S K ASKIL R SÁÐJÖRÐ RÆNU- LEYSI A K U R ÚR HÓFI TÓNLIST O F MÁLHELTI LOFT- SIGLING S T A M J Ó K E R SALTA KALLORÐ F R E S T A MERKI PSPIL Ó R A R MEITLA ÖFUG RÖÐ H Ö G G V A ÖFUG RÖÐ Í RÖÐ F EHUGAR- BURÐUR T A Á Ð R I KK NAFN L J I Ó ORKA N K GLÓÐAR R R A I F S T T U A R RDREITILL HLUT- TAKANDI H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 175 Bænda Smáauglýsingar 56-30-300 Vigdís Hӓsler. Garðar H. Guðjónsson. Forvarnir og viðbrögð vegna gróðurelda Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Allar almennar bílaviðgerðir Húsnæði til leigu Til leigu á Vopnafirði: Til leigu 2ja herbergja raðhús, 55,9 m² við Skálanesgötu 8 H. Leiguverð er 125.000 kr. á mánuði tengt vísitölu neysluverðs. Hiti og rafmagn er ekki innifalið í leigu. Leigusamningur getur verið ótímabundinn eða tímabundinn til eins eða tveggja ára. Leggja þarf fram tryggingu sem nemur 2ja mánaða leigu. Til leigu á Rifi Snæfellsnesi: Til leigu 2 herbergja parhús, 70,3 m2 við Háarif 91A. Leiguverð er 115.000 kr. á mánuði tengt vísitölu neysluverðs. Hiti og rafmagn er ekki innifalið í leigu. Leigusamningur er tímabundinn til eins eða tveggja ára. Leggja þarf fram tryggingu sem nemur 2ja mánaða leigu. Nánari upplýsingar um eignirnar er að finna á vefsíðu Leigufélagsins Bríetar, https://briet.is

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.