Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Síða 2

Faxi - 01.12.2021, Síða 2
2 FAXI Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Ritstjóri: Svanhildur Eiríksdóttir, sími 894 5605, netfang: svei@simnet.is Blaðamaður: Dagný Maggýjar Blaðstjórn: Eysteinn Eyjólfsson formaður, Jóhann Friðrik Friðriksson, Ríkharður Ibsen, Kristinn Óskarsson, Hannes Einarsson, Kristján Jóhannsson og Stefán B. Ólafsson. Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Vesturbraut 8, 230 Reykjanesbær sími 421 4388, netfang: stapaprent@gmail.com Netfang vegna auglýsinga: eysteinne@gmail.com Auglýsingasími: 698 1404. Forsíðumynd: Þráinn Kolbeinsson fyrir SSS. 1. tölublað - 81. árgangur - 2021 Al l i r myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru b laðsins nema annað sé tek ið f ram. Árið hefur sannarlega verið viðburðaríkt fyrir okkur Reyknesinga. Óróinn sem við höfðum nokkurn veginn vanist var eftir allt fyrirboði eldgoss sem hófst með krafti í Geldingadölum 19. mars sl. Þegar þetta er ritað hefur óvissustigi við gosið verið aflétt. Áfram verður þó fylgst með þróun atburða og almannavarnastig endurmetið reglulega. Fólki er bent á að fara varlega á svæðinu, en í samtali við Boga Adolfsson formann Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík kom fram að nokkur hundruð manns ganga um svæðið á degi hverjum. Við gerum þessum atburðum nokkur skil í blaðinu með viðtali við áðurnefndan Boga, með göngufrásögn á gosslóðum og viðtali við Sigríði Hagalín Björnsdóttur sem gaf út skáld- sögu um eldgos á Reykjanesi um það leyti sem byrjaði að gjósa. Hún heitir Eldarnir og rímar sem betur fer ekki við reynslu okkar af gosinu við Geldingadali. Það varð fljótlega ljóst að það yrði ekki skaðræðisgos. Athygli okkar beinist ekki síður að konu sem hefur gert góða hluti í íþróttaheiminum á þessu ári, Elsu Pálsdóttur kraft- lyftingakonu sem hefur sett fjölmörg Íslands- og heimsmet í hnébeygju og réttstöðulyftu. Þó hún hafi verið íþróttakona um langt skeið er stutt síðan hún byrjaði að æfa klassískar lyftingar af krafti og hefur náð undraverðum árangri á stuttum tíma. Framundan eru fleiri mót og það verður gaman að fylgjast með árangri Elsu þar. Hvaða hlutverki gegnir skipulag í bæjarfélögum, hvað þarf að hafa í huga og hvernig virkjum við íbúa svo allir geti átt samtal? Með þessum vangaveltum hefst samtal við Jón Stefán Einarsson arkitekt sem hefur verið ötull við að koma með hugmyndir að uppbyggingu og skipulagi í Reykjanesbæ. Handbragð hans má sjá víða í bænum. Í Sögu húsanna verður nokkuð víða farið því fjallað verður um húsnæði brunavarna og slökkviliðs á Suðurnesjum í gegnum tíðina. Tilefnið er ekki síst glæsileg slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja við Flugvelli sem tekin var í notkun fyrir rúmu ári síðan og var mikil bylting fyrir starfsemina. Slökkvistöðin við Hringbraut/Flugvallarveg var ekki síður mikil bylting þegar hún var tekin í notkun árið 1967. Annað glæsilegt hús sem fær athygli og umfjöllun í blaðinu er nýjasta skólabygging Reykjanesbæjar, Stapaskóli þar sem á að vera skemmtilegt, eins og kemur fram í greininni. Tveimur afmælum eru gerð skil í blaðinu, 75 ára afmæli Kaupfélags Suðurnesja og 60 ára afmæli Leikfélags Keflavíkur. Afmælissýning félagsins, Fyrsti kossinn, er enn í fullum gangi en þar er á ferðinni verk eftir ungt par sem um nokkurt skeið hefur sett svip sinn á starfsemi félagsins. Einnig verður litið til baka og rætt við Ernu Sigurbergsdóttur sem er ein af stofnendum leikfélagsins Stakks, en svo hét leikfélagið áður en það fékk nafnið Leikfélag Keflavíkur. Einnig tókum við viðtal við Guðnýju Kristjánsdóttur sem hefur verið einn af mátt- arstólpum félagsins og fagnar 40 ára leikafmæli á árinu. Vinirnir Sigurður Eyberg Jóhannesson og Pétur Gauti Val- geirsson skrifuðu grein í Faxa þegar blaðið stóð á hálfrar aldar tímamótum, Faxi fimmtugur og yngri kynslóðin þar sem þeir töluðu m.a. um visku og mátt Faxa fyrir yngri kynslóðina undir kjörorðinu Kemur þetta heim og saman? Nú rúmum þremur áratugum síðar stinga þeir félagar aftur niður penna en í þetta sinn sem miðaldra karlar enda Faxi orðin 81 árs. Hér og nú pistilinn skrifar Sólborg Guðbrandsdóttir söngkona og aðgerðasinni sem hefur lagt lóð sín á vogarskálarnar í barátt- unni gegn ofbeldi, ekki síst kynbundnu og stafrænu ofbeldi. Hér reifar hún tíðaranda dagsins í dag, talar um háskólagráðublæti og hvað sé hægt að læra af yngri kynslóðinni. Faxi er því sem fyrr stútfullur af áhugaverðu efni sem gott verður að geta notið nú á aðventu og yfir jólahátíðina. Ég óska lesendum gleðilegs árs og farsældar á nýju ári og vona svo sannarlega að hækkandi sól muni færa okkur betri tíð þar sem hægt verður að koma böndum á kórónaveiruna. Svanhildur Eiríksdóttir Ritstjóraspjall

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.