Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2021, Side 4

Faxi - 01.12.2021, Side 4
4 FAXI Leikfélag Keflavíkur var stofnað 19. sept- ember 1961 og fagnaði því 60 ára afmæli nýverið. Ein af þeim sem hafði frumkvæði að stofnuninni er Erna Sigurbergsdóttir, Erna skó, sem Svanhildur Eiríksdóttir settist niður með fyrir skömmu til þess að ræða aðdraganda stofnunarinnar og fyrstu starfsárin. Leikfélagið hét reyndar Stakkur í upphafi eftir klettinum niður af Stakksnípu, berginu sem liggur að Helguvík að utan og norðan, en ávallt er miðað við þessa dag- setningu í sögu Leikfélags Keflavíkur. Það urðu fleiri tímamót á árinu tengd sögu leikfélagsins sem einnig verða gerð skil hér. Hundraðasta sýning LK var í haust, Fyrsti kossinn, sem saminn er í minningu Rúnars heitins Júlíussonar af barnabarni hans, Brynju Ýr Júlíusdóttur og unnusta hennar Guðlaugi Ómari Guðmundssyni. Þá fagnaði mamma Brynju Ýrar, Guðný Kristjánsdóttir 40 ára leikafmæli en Guðný hefur verið aðsópsmikil í starfi félagsins, gegnt m.a. for- mennsku og verið mikil driffjöður í starfinu öll 40 árin. Ólympíuhlauparinn fyrsta verk Stakks Íþrótta- og ungmennafélag Keflavíkur hafði haldið uppi leiklistarstarfi fyrir daga Stakks en starfsemin hafði verið að daprast á 6. áratugnum. Farvegur var því til staðar og grunnur til að byggja á, auk þess sem í Njarðvíkunum voru leikþyrstir íbúar tilbún- ir í samstarf. Starfið var blómlegt í nokkur ár en svo fór að Keflavíkingar breyttu nafninu í Leikfélag Keflavíkur og Njarðvík- ingar stofnuðu Njarðvíkurleikhúsið eftir að Stapinn var vígður árið 1965. Faxi fjallaði um stofnunina í blaðinu 1. nóvember 1961 og greindi frá skipan fyrstu stjórnar: Ingvi Þorgeirsson formaður, Erna Sigurbergsdóttir varaformaður, Ragnheið- ur Skúladóttir ritari, Sverrir Jóhannsson gjaldkeri, Soffía Karlsdóttir og Þórunn Sveinsdóttir meðstjórnendur. Eftir stíf fundarhöld var ákveðið að fyrsta leikrit hins nýstofnaða félags yrði skopleikurinn Ólympíuhlauparinn eftir Denek Benfiels í þýðingu Maríu Thorsteinsson og leikstjórn Eyvindar Erlendssonar. Sýningarnar nutu vinsælda Eins og fram kemur í grein Faxa var leik- félagið Stakkur m.a. stofnað fyrir áeggjan Ernu Sigurbergsdóttur, sem bjó að mikilli leikreynslu frá barnæsku. „Ég var búin að vera að leika frá því ég var 12 ára, m.a. hjá Haraldi Á. Sigurðssyni sem setti upp ýmis leikrit í Ungó. Svo var ég líka að leika í leik- ritum sem Gunnar Eyjólfsson setti upp, fékk meira að segja aðalhlutverk,“ rifjar Erna upp í samtali við Svanhildi. Leiklistarstarf lá svo niðri í nokkur ár og Erna sagði þau sem höfðu tekið þátt í sýningum oft hafa rætt það hvað hefði verið gaman. Hún lét ekki sitja við orðin tóm heldur ákvað að bæta við þekkingu sína í leiklist. „Já, ég skellti mér í leiklistarskólann til Ævars Kvaran, þá orðin tveggja barna Blaðstjórn Faxa 1979: Jón Tómasson, Ragnar Guðleifsson og Helgi Hólm Leikfélag Keflavíkur 60 ára - Máttarstólpi menningarlífs á Suðurnesjum Erna Sigurbergsdóttir heima á Kirkjuveginum í Keflavík. Ljósm. Svanhildur Eiríks Margrét Friðriksdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Erna Sigurbergsdóttir í hlutverkum með leikfélaginu Stakki. Ljósmynd í eigu Ernu Sigurbergsdóttur

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.