Faxi

Årgang

Faxi - 01.12.2021, Side 7

Faxi - 01.12.2021, Side 7
FAXI 7 er svo einstakur. Það er sama hvort það séu unglingar eða ellilífeyrisþegar og enginn þekkist, það verða allir vinir. Við vinnum sem ein heild við að koma upp sýningu, þannig hefur þetta nánast alltaf verið,“ segir Guðný sem varð formaður LK 1993 og gegndi því starfi í um 15 ár. Kynntist eiginmanninum í leikfélaginu Eitt af baráttumálum Guðnýjar sem formaður var að fá lausn á húsnæðisvanda leikfélags- ins sem stóð félaginu fyrir þrifum. Sýningar voru hér og þar í bæjarfélaginu, lengst af í Félagsbíói sem var óhentugt að því leyti að taka þurfti leikmynd saman eftir hverja sýningu vegna bíósýninga í húsinu og félagið hafði enga geymslu svo það þurfti að henda fullt af dóti. Því baráttumáli lauk árið 1997 þegar Karlakór Keflavíkur gaf Keflavíkurbæ neðri hæðina að Vesturbraut 17 með þeim skilyrðum að það yrði að vera menningar- tengd starfsemi í húsinu og ekki mætti selja húsnæðið. Leikfélag Keflavíkur fékk þá yfirráð yfir húsinu sem seinna fékk nafnið Frumleik- húsið eftir hugmynd Sveindísar Valdimars- dóttur. „Það var algjör kúvending fyrir starf- semi leikfélagsins að fá þetta húsnæði. Ég segi takk Karlakór Keflavíkur. Það nefna allir sem koma að starfa með okkur, leikstjórar og aðrir, hvað við séum ótrúlega heppin að hafa þetta hús og ég segi að þetta sé stoltið okkar. En það má ekki gleyma því að þetta er okkar, við rifum allt niður og byggðum upp aftur og það var bara á hendi fárra. Jón Páll Eyjólfsson og Júlíus Guðmundsson báru hitann og þungann af framkvæmdunum þó fleiri kæmu að.“ Guðný segist hafa verið heppin í gegnum sinn feril, hafa fengið ótrúlega skemmtileg hlutverk. Það liggur því beinast við að spyrja hver sé hápunkturinn á ferlinum? „Fjóla tröllastelpa er auðvitað í miklu uppáhaldi hjá mér og hún verður í raun til þegar leikfélagið fær beiðni um atriði á listahátíð barna árið 2008 og ég hugsaði, ég geri þetta bara sjálf. Hún hefur fylgt mér síðan og mér þykir ótrúlega vænt um hana. Allar sýningar sem ég hefur tekið þátt í standa upp úr og revíurnar sérstaklega. Fyrsta revían sem ég tók þátt í var mikill örlagarevía í mínu lífi, þar kynnist ég manninum mínum, honum Júlla, sem sat bak við trommurnar og ég hafði aldrei séð áður. Þetta var fyrsta revían hans Ómars Jóhannssonar, Við kynntumst fyrst í Keflavík sem sýnd var 1989. En af því að þú spyrð, þá stendur upp úr söngleikurinn Er tilgangur? Sem við sýndum 1990 og er eftir Júlíus Guð- mundsson. Hann var þá bara 19 ára. Ég hef aldrei upplifað aðra eins frumsýningu, salur- inn í Félagsbíói, sem tók um 350 manns í sæti, var troðfullur og okkur vel fagnað. Þetta var líka örlagaár í mínu lífi, ég hafði misst pabba um sumarið og það voru miklar tilfinningar tengdar því. Svo sat ég í stjórn og við höfðum ákveðið að gefa Júlla þetta tækifæri og maður vissi ekkert hvernig það færi en svo bara sló þessi sýning svona rækilega í gegn. Við meira að segja gáfum út vinyl plötu með lögum úr sýningunni þar sem Deep Jimi and the Zep Creams spiluðu undir.“ Hvergi nærri hætt Guðný fer með mjög eftirminnilegt hlut- verk í 60 ára afmælissýningu LK og kallar fram mikinn hlátur hjá áhorfendum í sal. Hún er því hvergi nærri hætt eða hvað? „Mér fannst rosalega gaman að fá þetta tækifæri á 40 ára leikafmæli mínu, að fá að taka þátt í þessari sýningu, sérstaklega af því að hún tengist mér svo svakalega. Það er ekki bara að dóttir mín og tengdasonur séu höfundar, heldur er Kristín Rán elsta dóttir mín aðstoðarleikstjóri og svo tengist þetta tengdapabba, Rúnari Júlíussyni. Nei, ég er alls ekki hætt. Ég vona að mér hlotnist gæfa til þess að starfa áfram með leikfélaginu. Ég er líka svo heppin að starfa við þetta, ég er að kenna leiklist í Heiðar- skóla og þar hef ég fengið að setja upp tvær sýningar á ári. Það vita ekki allir af því, enda fer það ekki hátt. Svo höfum við Halla Karen Guðjónsdóttir átt gott sam- starf með unglingahópa innan leikfélagsins og gert þar mjög góða hluti, svo ég lifi og hrærist í þessu.“ Aðspurð um hvernig hún sjái framtíð Leikfélags Keflavíkur fyrir sér segir Guðný. „Ég sé hana halda áfram að blómstra með öllu þessu hæfileikaríka fólki sem við erum að fá reglulega þar inn og hafandi þetta húsnæði. Ég held líka að það sé ofsalega hollt fyrir hvert bæjarfélag að hafa leikfélag og byggja undir starfsemi þess, og nú er ég að tala um öll Suðurnesin því í leikfélaginu starfar fólk allsstaðar af Suðurnesjum. Það gerir svo mikið fyrir bæjarfélagið. Við erum ekki bara að setja upp sýningar heldur tengjumst við öllum hátíðum í bæjarfélaginu, komum að alls konar litlum viðburðum sem eru í gangi og það er alltaf hægt að leita til leikfélagsins,“ segir Guðný að lokum. Guðný Kristjáns og Hulda Ólafs_opnun Frumleikhúss: Guðný Kristjánsdóttir og Hulda Ólafsdóttir kampakátar við opnun Frumleikhússins 4. október 1997. Nú var húsnæði fyrir leikfélagið loksins í höfn. Ljósm. LK Guðný í hlutverki Aldísar í Fyrsta kossinum. Með henni á myndinni er Arnar Helgason sem leikur eiginmanninn Halla. Ljósm. Eyþór Jónsson

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.