Faxi

Volume

Faxi - 01.12.2021, Page 13

Faxi - 01.12.2021, Page 13
FAXI 13 Kaupfélag Suðurnesja (KSK) hefur ekki einungis verið einn af mátt- arstólpum í atvinnulífinu á Suðurnesjum heldur einnig stærstir í verslun á dag- vörumarkaði á svæðinu. Samkaup sem er að 51% hluta í eigu KSK rekur 65 versl- anir um allt land undir merkjum Nettó, Kjörbúðar, Krambúðar og Iceland. Alls rekur Samkaup sjö verslanir á Suðurnesj- um í þremur af fjórum sveitarfélögum, fjórar í Reykjanesbæ, tvær í Suðurnesja- bæ og eina í Grindavík. Starfsmenn eru um 1.400 talsins og félagsmenn KSK voru 7.600 í upphafi árs 2021. Kaupfélag Suðurnesja átti 75 ára afmæli í fyrra, árið sem þjóðin lá í heimsfaraldurs- dvala að mestu en afmælinu og sögunni voru gerð skil á sýningu Byggðasafns Reykjanesbæjar í Gryfjunni Duus Safna- húsum og á Keflavíkurtúni í sumar og haust. Sýningarstjóri var Helgi Biering sem gaf Faxa góðfúslegt leyfi til að nýta efni úr sýningunni sem lauk 1. desember sl. Svanhildur Eiríksdóttir ræddi einnig við Skúla Skúlason formann stjórnar KSK í tilefni þessara tímamóta. Fyrsta byggða sölubúðin úr timbri sem kom úr skíðaskála Tilurð Kaupfélags Suðurnesja má rekja til upphafs Samvinnuverslunar á Suðurnesjum. Árið 1880 var Pöntunarfé- lag Suðurnesja stofnað en líftími þess var stuttur. Pöntunarfélag var því ekki starfrækt í nokkra áratugi eða þar til Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur stofnaði Pöntun- arfélag VSFK árið 1935. Tveimur árum seinna gekk félagið, ásamt pöntunarfélagi í Sandgerði, inn í nýstofnað Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis (KRON) og KRON opnaði sölubúð að Aðalgötu 10 í Keflavík. Árið 1942 var sölubúðin flutt að Hafnargötu 30 sem KRON lét byggja úr timbri sem kom úr skíðaskála sem stað- ið hafði í Hveradölum en félagið keypti. Þremur árum seinna sleit Keflavíkurdeild sig frá KRON og stofnaði Kaupfélag Suðurnesja þann 13. ágúst. Hér verður frekari vörðum úr sögu KSK gerð skil í tímalínu, enda of langt mál að rekja sögu kaupfélagsins í stuttu máli. 1945 – Kaupfélag Suðurnesja stofnað. Í fyrstu stjórn voru Guðni Magnús- son, Ragnar Guðleifsson, Guðni Guðleifsson, Hallgrímur Th. Björnsson og Björn Hallgrímsson. Björn Pétursson var fyrsti kaupfé- lagsstjóri KSK. 1947 – KSK hóf verslunarrekstur í Grinda- vík. Þar var einnig starfrækt slátur- hús í áraraðir. 1949 – Gunnar Sveinsson tekur við stöðu kaupfélagsstjóra og gegndi starfinu til 1988 eða í rétt tæp 40 ár. 1950 – Verslunarhúsnæði að Hafnargötu 61 (Vatnsnestorg) var tekið á leigu og þar opnuð verslun með nýlendu- vörur og mjólkurvörur. Þar var einnig brauðbúð. 1952 – KSK opnar bakarí að Tjarnargötu 25 og rak það um 10 ára skeið. Bak- arameistari var Albert Þorkelsson. 1954 – Verslunarhúsnæði keypt í stórhýsinu (stóru blokkinni) að Faxabraut 27. 1955 – Þátttaka kaupfélagsins í atvinnu- uppbyggingu á svæðinu hefst með kaupum á hraðfrystihúsinu Stóru- -milljón (Hraðfrystihúsi Keflavíkur). Rekstrinum lauk 1990. 1956 – Fyrsta kjörbúðin á Suðurnesjum opnuð að Hringbraut 55 Keflavík. Kaupfélag Suðurnesja í 75 ár Vörður í sögu KSK Fyrsta kaupfélagsbúðin (KRON) á Suðurnesjum var opnuð að Aðalgötu 10 Keflavík. Ljósm. Byggðasafn Reykjanes- bæjar Frá fyrstu árum Gunnars Sveinssonar í starfi Kaupfélagsstjóra. Hér er hann ásamt fyrstu stjórn félagsins. Ljósmynd Byggðasafn Reykjanesbæjar KSK tók á leigu verslunarhúsnæði að Hafnargötu 61 (Vatnsnestorg) og rak þar verslun með nýlenduvörur og mjólkurvör- ur, ásamt brauðbúð. Ljósm. Byggðasafn Reykjanesbæjar

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.