Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Síða 14

Faxi - 01.12.2021, Síða 14
14 FAXI Húsnæði Samkaupa þegar stórmarkaðurinn var opnaður árið 1982. Ljósm. Byggðasafn Reykjanesbæjar 1961 – Kaupfélagið Bjarmi í Njarðvík sam- einast KSK og það tók við verslun- arrekstrinum við Grundaveg 23. 1962 – Aðstaða fyrir kjötvinnslu bætt og Birgir Scheving ráðinn sem forstöðumaður. Kjötsel var farsæl kjötvinnsla kaupfélagsins í áratugi. 1967 – Skrifstofa KSK flutt í húsnæðið við Hafnargötu 62 til mikilla bóta fyrir reksturinn. Matvöruverslun kaupfé- lagsins var rekin á jarðhæð hússins. 1970 – Fyrstu afsláttarkortin til félags- manna gefin út. Þeir voru þá 1053 talsins. 1971 – Járn og skip flytja frá Vatnsnestorgi að Víkurbraut 12-14 með 8000 fm. athafnasvæði. Tekin var upp sú nýbreytni að kjósa fulltrúa starfs- manna í stjórn KSK. 1978 – Fyrsta tölublað Kaupfélagsblaðsins leit dagsins ljós. 1981 – Skóflustunga að byggingu verslunar Samkaupa við Krossmóa tekin af Guðna Magnússyni fyrsta formanni KSK. Stórmarkaðurinn var opnaður 1982. 1983 – Fyrsta konan var kjörin í stjórn KSK, Sæunn Kristjánsdóttir. 1984 – Fyrsta konan verður formaður starfsmannafélags KSK, Helga Bjarnadóttir. 1988 – Guðjón Stefánsson verður kaupfé- lagsstjóri og gegnir því starfi í 21 ár. 1992 – Strikamerkjakerfi tekið í notkun í Samkaup Njarðvík. 1994 – Lágvöruverðsmarkaðurinn Kaskó opnaður við Vatnsholt/Iðavelli. 1995 – Fimmtíu ára afmæli KSK fagnað og verslunarhúsnæði við Iðavelli 14B keypt. 1996 – Stórbruni í versluninni Járn og skip. Húsnæðið var endurbyggt og versl- unin í framhaldi seld til Bygginga- vöruverslunar Kópavogs (Byko). 1998 – Hlutafélagið Samkaup stofnað sem tekur yfir allan verslunarrekstur. KSK áfram eigandi fasteigna. 2000 – Kaupfélag Suðurnesja hlýtur Súluna, menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir velvild og fjárhagslegan stuðning. 2005 – Vönduð afmælisbók gefin út í tilefni 60 ára afmælis KSK. 2010 – Ómar Valdimarsson tekur við stöðu kaupfélagsstjóra og gegnir henni í fimm ár, samhliða störfum sem framkvæmdastjóri Samkaupa. 2013 – Ákveðið að stækka félagssvæði KSK, svo við Suðurnesin bættist Stór-Reykjavíkursvæðið allt. 2015 – Höfuðstöðvar Kaupfélags Suðurnesja flytja í Krossmóann. Skúli Skúlason yfirtók skyldur kaupfélagsstjóra samhliða for- mennsku í félaginu. 2020 – 75 ára afmæli KSK. Ný stefnumörk- un til ársins 2025 samþykkt. Yfirskrift hennar er Sýnileiki - Virk samskipti - Þátttaka félagmanna. Heimildir Vefur KSK, www.ksk.is Gögn frá sýningu Byggðasafns Suðurnesja Kaupfélagið hafði tvo bíla í flutningum á milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Hér eru bílstjórar KSK fyrir utan húsnæði KRON við Hafnargötu 30 árið 1953. Þetta eru Páll Guðmundsson og Skúli Vigfússon við Chevrolet bifreiðina Ö-12 og Dodge bifreiðina Ö-14. Ljósm. Byggðasafn Reykjanesbæjar Vörður í sögu KSK

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.