Faxi - 01.12.2021, Side 15
FAXI 15
Samtalið við Skúla Skúlason formann
stjórnar KSK hefst á því að ræða
hápunktana í sögu kaupfélagsins en Skúli
hefur starfað fyrir félagið frá árinu 1985
og þekkir því söguna vel. Við stöldrum
fyrst við stofnun félagsins en að henni
komu frumkvöðlar sem störfuðu ríku-
lega við uppbyggingu samfélagsins, voru
í bæjarstjórn, störfuðu í leikfélaginu og
málfundafélaginu Faxa, svo dæmi sé tekið.
„Mér finnst einn af hápunktum félagsins
vera þegar ráðist var í kaup Hraðfrystihúss
Keflavíkur og farið í útgerð. Það var stór
áfangi og félagið gerði út nokkra smærri
báta og síðan togarana Aðalvík og Bergvík.
Svo vil ég nefna tímann eftir 1998 þegar
Samkaup hf. var stofnað. Þá var hvert
skrefið á fætur öðru tekið í stækkun og
eflingu félagsins. Það var leitað til okkar
um að taka við rekstri verslana víða um
land, má þar nefna á Ísafirði, í Hafnarfirði,
á Höfn í Hornafirði og á Austfjörðum. Á
öllum þessum stöðum fylgdu kjarabætur
fyrir neytendur í kjölfarið. Einnig bættist
verslunarrekstur KEA við hjá okkur ásamt
kaupmannsverslunum hér og þar.“ segir
Skúli í samtali við Svanhildi.
Tryggð haldið við upprunann
Á síðastliðnum áratug hefur starfsemi KSK
farið í gegnum mikið umbreytingarskeið
sem hófst með verslunarrekstri Sam-
kaupa um allt land. Áður hafði reksturinn
verið staðbundinn á Suðurnesjum. Skúli
leggur áherslu á að þó starfsemin sé ekki
staðbundin lengur sé haldin tryggð við
upprunann með því að stýra félaginu
héðan en aðalskrifstofa kaupfélagsins er
við Krossmóa í Reykjanesbæ. „Það hefur
einnig verið mikil umbreyting í stafrænni
þróun og innleiðingu stafrænna lausna. Þar
hefur ekki síður skipt sköpum mikil þróun
í mannauðsmálun en til liðs við kaupfé-
lagið á undanförnum árum hefur komið
mikið af ungu, vel menntuðu fólki. Fyrir
vikið er orðið eftirsóknarvert að starfa hjá
kaupfélaginu.“
Við leiðumst í umræður um erfiðar að-
stæður starfsfólks í kórónuveirufaraldri og
hversu hratt Samkaup brást við innleiðingu
vefverslunar. „Við vorum farin af stað með
vefverslun sem lið í stefnumótun félagsins,
að vera forystuafl í stafrænni þróun og
þróun verslunarhátta á Íslandi. Það gerði
okkur auðveldar fyrir að bregðast hratt við
þegar faraldurinn brast á, öll umgjörðin
var til. En við fórum gætilega af stað,
byrjuðum í einni verslun, Nettó í Mjódd,
og tínt var úr hillum. Neytendur gátu svo
ýmist sótt vörurnar í verslunina eða fengið
sent heim. En svo smátt og smátt, eftir því
sem verslun jókst á netinu þá sprengdi það
utan af sér og ekki var hægt að leggja meira
á þá verslun. Þá var farið í næstu verslun
og svo koll af kolli. Við byrjuðum því á því
að nýta innviðina vel áður en farið var að
nota sérstakt vöruhús undir vefverslunina.
Nágrannar okkar í Skandinavíu og ráðgjaf-
ar höfðu sagt við okkur að það tæki nokkra
mánuði að undirbúa þetta en það var
gert á tveimur vikum. Hér skipti sköpum
samstaðan sem ætíð hefur ríkt í félaginu,
starfsfólk allsstaðar af landinu kom og
hjálpaði til.“ Vefverslunin fór lóðbeint upp
en hefur á undanförnum mánuðum leitað
Stofnun KSK á sínum
tíma var mikið happaskref
fyrir Suðurnes
Skúli Skúlason formaður stjórnar KSK segir stafræna vegferð kaupfélagsins vera að hefjast.
Vefverslun og smáforrit er liður í þeirri vegferð. Ljósm. Svanhildur Eiríks