Faxi - 01.12.2021, Side 16
16 FAXI
jafnvægis. Skúli nefnir að vefverslunin sé
komin til að vera og yngri kynslóðir séu
fljótari að nýta sér stafrænni lausnir.
Metnaðarfull menntastefna
Skúli segir að eftir því hafi verið tekið
hvernig Samkaup tók á málum starfsmanna
sinna við þessar erfiðu aðstæður. „Við
buðum starfsfólki velferðarpakka, þar sem
m.a. var búið að safna saman tilboðum í
gistirými, afþreyingu og aðgang að við-
burðum og svo aukagreiðslur. Starfsfólk var
undir miklu álagi og gat lítið komist í burtu
þannig að við vildum búa til glaðning fyrir
það. Það var mikil ánægja með þetta.“
Það hefur ekki síður verið ánægja með
menntastefnu kaupfélagsins en félagið hefur
haft forystu um menntun verslunarfólks.
Í því skyni hefur verið komið á samstarfi
við ýmsar menntastofnanir, m.a. Verslun-
arskóla Íslands og Háskólann á Bifröst við
að þróa frekar verslunarnám og tengja nám
verslunarmannsins við önnur skólastig.
„Þú strandar hvergi sem nemandi, heldur
getur haldið áfram upp í háskólagráðu og
meistaragráðu þótt þú byrjir að vinna í
verslun. Það er búið að tryggja framvindu
í námi.“ Skúli segir marga starfsmenn nýta
sér þessi menntunarúrræði samhliða störf-
um hjá Samkaupum.
Ýmis tækifæri í framíðinni
Að sögn Skúla hefur Kaupfélag Suðurnesja
mjög skýra sýn á hlutverk sitt og fram-
tíðarhorfur. „Við höfum tekið stefnuna í
fimm ára þrepum og erum nú að vinna í
áætlun tímabilsins 2020 – 2025. Fókusinn
er alltaf á ákveðin grunnatriði og það er
varfærni í fjármálum og að fjárhagslegur
grunnur sé sterkur. Aðeins þannig getur
kaupfélagið verið sterkur bakhjarl sinna
dótturfélaga, sem eru KSK eignir ehf. og
Samkaup hf.“ Áhersluþættirnir í stefnunni
eru sýnileiki, virk samskipti og þátttaka
félagsmanna. Skúli er spurður hvað felist í
þessu? „Við áttuðum okkur á því að tímanir
hafa breyst. Þegar kaupfélagið var stofnað,
var talsverð neyð víða og mikilvægt að bæta
kjör fólks, samfélagið var mjög ólíkt því
sem það er í dag. Velmegun er orðin meiri
á margan hátt, en hlutverk samvinnu er
jafn mikilvægt og áður, en við þurfum að
skerpa á samvinnunni. Hluti af því er að
nútímavæða félagið, að höfða til yngra fólks
í þeirri von að það sjái hag í því að taka þátt
í samvinnustarfi. Það felst m.a. í því að vera
sýnileg á samfélagsmiðlum. Samtalið er líka
mjög mikilvægt og í þessari nútímaþróun
tel ég lykilatriði að vera í nánara samtali við
félagsmenn, leita álits þeirra og skoðana á
áskorunum samtímans, umhverfismálum,
sjálfbærni, nýsköpun o.s.frv.“
Er nýja Samkaups-smáforritið liður
í þessari þróun og kannski afmælisgjöf
til félagsmanna?
„Já það er liðir í þeirri stafrænu vegferð og
nútímavæðingu félagsins. Við óskuðum
eftir því við Samkaup, sem er neytendahlið
félagsins, að við uppfærðum félagskerfið
og þjónustuna við félagmenn. Smáforritið
kemur úr smiðja Co-op í Danmörku, sem
við erum í miklu samstarfi við á ýmsum
sviðum og forritið er margverðlaunað þar.
Við höfum innleitt þrjá hluta af því sem
búið að er að smíða inn í það, tilboðin, upp-
söfnun inneigna og kvittanir koma beint í
símann. Félagsmenn fá mánaðarlega send
sértilboð í forrið og um jólin verða verulega
djúp tilboð fyrir félagsmenn.“
Við ljúkum spjallinu á því að líta fram
á veginn og Skúli er spurður um bæði
tækifæri og áskoranir í rekstri kaupfélagsins
á næstu árum. „Við munum áfram vinna
að því að tryggja félagsmönnum aðgang að
betri kjörum í daglegum viðskiptum. Þá
viljum við þróa vettvang þar sem félags-
mönnum gefst tækifæri til að hafa meiri
áhrif á starfsemi og stefnumótun félags-
ins. Við sjáum tækifæri í því að styðja við
nýsköpun, sjálfbærni og lýðheilsu með þátt-
töku félagsmanna, styðja við góð málefni
á svæðinu og vera hreyfiafl framfara“ segir
Skúli að lokum.