Faxi - 01.12.2021, Síða 29
FAXI 29
Elín Stefánsdóttir hefur sérhæft sig í helgi-
klæðum og öðrum listmunum fyrir kirkjur í
áratugi. List hennar prýðir nokkrar íslenskar
kirkjur og um 115 danskar. Helgiklæðin eru
ofin í damasktækni af eiginmanni Elínar,
Gert Madsen, úr 16 kílómetrum af örfínum
ullarþræði og um 15 kílómetrum af silkiþráð-
um. Ullin kemur frá Finnlandi, gullþræðir
frá Bretlandi en fóðrið er sérlitað silkifóður.
Ásamt helgiklæðunum gerði Elín einnig
fyrir Keflavíkurkirkju sakramentisdúka úr
silki og prédikunarstólsklæði í sömu litum
og helgiklæðin. Eftir að djákni tók til starfa í
Keflavíkurkirkju nýverið, Heiða Björg Gúst-
afsdóttir, pantaði sóknarnefndin djáknastólur
hjá Elínu í sömu litum og klæðin.
Litirnir og táknin í helgiklæðunum
Elín gerði listaverk af helgiklæðunum og
rammaði inn ásamt skýringartexta. Þau voru
keypt ásamt klæðunum og komu í kirkjuna
fyrr á þessu ári. Listaverk þess litar sem
er ríkjandi hverju sinni yfir kirkjuárið er
hengt upp í forkirkjunni. Nú hangir þar verk
fjólubláu klæðanna, kirkjugestum til yndis
og fróðleiks. Hin þrjú verkin prýða veggi
fundarherbergis í Kirkjulundi.
Fjólublái liturinn táknar iðrun og yfirbót.
Þyrnikórónan er hér tákn um þjáningu Jesú
Krists. Á kirkjuári er fjólublái liturinn notaður
á föstutímanum og á aðventu, undirbúningi
jólanna.
Hvíti liturinn táknar hreinleika, gleði og
fullkomleika. Hér að framan er Lúthersrós.
Hjartað í rósinni vísar á að trúin gefur frið og
huggun. Á kirkjuári er hvíti liturinn notaður
við gleðilegar hátíðir, t.d. jól og páska.
Rauði liturinn táknar eldmóð, anda og kær-
leika. Kærleikur Guðs, litur Guðs. Táknið hér
er dúfa á leið niður sem er tákn heilags anda.
Á kirkjuári er rauði liturinn mest notaður um
hvítasunnu og á merkisdögum píslavotta.
Græni liturinn er litur vonar, lífs og vors. Hér
er lárviðargrein sem tákn um vöxt og ódauð-
leika. Einnig er hún tákn um skírnina, hið nýja
líf í Kristi. Á kirkjuári notast græni liturinn
aðallega sunnudaga eftir þrenningarhátíð.
Um Elínu Stefánsdóttur
Á vef Elínar Stefánsdóttur (elinstefansdottir.
dk/) má lesa að hún hefur lengst af búið í
Danmörku, þar sem hún starfrækir vinnu-
stofu og gallerí ásamt eiginmanni sínu í Mols,
þar sem þau njóta mikillar náttúrufegurðar.
Hún segir stórkostlega náttúru Íslands, litdýrð
og andstæður í landslaginu, ekki síður hafa
verið mikinn innblástur fyrir sig í listsköp-
uninni. Ásamt vefnaði málar Elín og vinnur
glerlistaverk, m.a. steind gler í kirkjur. Sjá má
sýnishorn af verkum Elínar á vefnum, ásamt
nánari upplýsingum um listakonuna.
Hér heldur Ívar á stólunni sem hann og
bræður hans færðu Keflavíkurkirkju að gjöf
til minningar um móður þeirra. Gjöfin varð
kveikja að frekari vinnu með Elínu listakonu.
Litur grænu helgiklæðanna var í kirkjuárinu
þegar viðtalið fór fram. Hér má sjá Sr. Fritz í
prédikunarstólnum sem prýddur er prédikunar-
stólsklæði í sama lit.
Hér er Ragnheiður Ásta með sakramentisdúk-
ana fjóra sem Elín gerði í sama lit og helgi-
klæðin. Sakramentisdúkarnir eru silkiofnir og
notaðir við altarisgöngur.
Ívar og sr. Erla með hjónunum Gert
og Elínu þegar þau afhentu grænu og
rauðu helgiklæðin í júní sl.
Ljósm. Keflavíkurkirkja