Faxi

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Faxi - 01.12.2021, Qupperneq 31

Faxi - 01.12.2021, Qupperneq 31
FAXI 31 skrifuð á 19. öld - en hin tegundin er eyði- leggjandi, hamslaus og meiðir fólk sem verður fyrir henni, eins og Önnu Kareninu. Það lá svo beint við að tengja þessar hugmyndir um ástina við náttúruafl eins og eldgos sem byggir upp landið og jörðina en er líka ofboðslega eyðandi kraftur. Mér fannst gaman að nota þessa risastóru myndlíkingu fyrir ástina og vinna með hana í bókinni. Það var líka krefjandi því það er svo auðvelt að detta í klisjurnar.” Það hlýtur að hafa verið undarlegt að upplifa þessi líkindi með skáldsögunni og að gosið hefj- ist á svipuðum tíma og í bókinni, þar skeikar bara nokkrum dögum. Þetta gekk svo langt að menn töldu þig forspáa. „Já, ég held að það hafi bara munað fáeinum dögum. Þetta var náttúrulega mjög absúrd. Ég var komin í frí frá fréttastofunni og farin austur á Skriðuklaustur að skrifa. Fljótsdalurinn er einn minnst eldvirki staður Íslands og ég var því jarðfræðilega eins langt frá atburðarásinni og hægt var að komast. Ég hringdi í vinnuna um leið og byrjaði að gjósa og bauð fram krafta mína, en þau hlógu bara að mér og sögðu mér að halda áfram í fríinu, svo ég fylgdist bara með eldgosinu í sjón- varpinu eins og allir aðrir. Ég gerði reyndar nokkrar fréttir um það seinna, og það var alveg æðislegt. En þá var ég bara í hlutverki fréttamannsins, það kom höfundinum að sjálfsögðu ekkert við. Það var fyndin tilviljun að bókin skyldi koma út fjórum mánuðum áður en eldgosið hófst, en skýringin er að mestu leyti fólgin í tímasetningunni. Ég var að skrifa bókina á sama tíma og skjálftarnir gengu yfir og vís- indamenn bjuggu sig undir að það gæti gosið á svæðinu. Bókin varð næstum því til á raun- tíma, því ég hafði greiðan aðgang að fréttum og vangaveltum um eldgos á skaganum sem annars hefði verið erfiðara að sækja. Það má segja að bókin hafi orðið til út frá menntuðum ágiskunum. Bækur vita oft miklu meira en fólkið sem skrifar þær. Þessi bók vissi allavega sitt lítið af hverju,” segir Sigríður og brosir. Í bókinni kemur fram annar möguleiki í stöðunni þar sem segja má að allt fari á versta veg og eldgosið færi sig inn í höfuð- borgina. Eru einhverjar líkur á því að slíkt geti gerst? „Auðvitað gæti hvað sem er gerst, en þetta er mjög fjarlægur möguleiki,” segir Sigríður. „Þegar ég var að teikna upp þessa martraðar- sviðsmynd í lokin, þá bar ég hana undir jarðvísindafólk sem hjálpaði mér að raða atburðum upp þannig að ástandið yrði stjórn- laust. Það er ekki líklegt að slíkar aðstæður skapist, en það er mjög fjarlægur möguleiki. Og það er ágætt að hafa það hugfast að við erum með eitt virkasta eldstöðvarkerfi í Evrópu í bakgarðinum og ágætt að sýna því ákveðna lágmarksvirðingu. Það er svo stutt síðan að hraun rann þar sem Vallahverfið í Hafnarfirði stendur núna. Við höfum verið að byggja óþægilega nærri þessum tiltölulega nýju hraunum.” Heldur þú að gosið sé búið? „Ég hef auðvitað ekki hugmynd um það. Mér skilst á jarðvísindamönnum að við séum líklega komin inn á nýtt eldvirkni- tímabil á skaganum, svo við getum átt von á því að næstu áratugi og aldirnar verði tíðir jarðskjálftar og eldgos á þessu svæði. Ég held að þessir undanförnu mánuðir og misseri hafi kennt okkur að við þurfum að vera við öllu búin, hvort sem það er faraldur eða eldgos. Það er erfitt að búa sig undir slík ósköp en það má segja að þetta sé ein risastór æfing í æðruleysi,” segir Sigríður og hlær. „Mér skilst líka að verstu óþægindin af svona eldvirknitímabili séu ekki endilega eld- gos heldur jarðskorpuhreyfingar, lagnir sem fara í sundur, vegir sem þarf sífellt að gera við og jarðhitavirkjanir sem lenda í vandræðum þegar kerfin færast til. En þetta er allt meira vesen og praktísk vandamál frekar en bráð lífshætta. Og alls ekki eins safaríkt efni í skáldsögur.” En ertu búin að skoða gosið? „Já ég fór þangað fyrst með fjölskyldunni minni og þetta var alveg ótrúlega fallegt og magnað að sjá. Ég upplifði þetta sem pílagrímsgöngu, að vera í þessari löngu biðröð að ganga með fólki úr öllu áttum, á öllum aldri og öllum stigum. Sumir græjaðir til útivistar og aðrir í náttslopp og inniskóm, lá við. Þetta er ekki fyrsta gosið sem ég sé berum augum, en það er alltaf svo ótrúlega yfirskilvitleg og um leið svo hversdagsleg reynsla að sjá þetta gerast. Það má líkja þessu við fæðingu sem er í senn kraftaverk en jafnframt eðlilegasti hlutur í heimi. Ég fór aftur með vinkonu minni og dætrum okkar í apríl, þegar strókavirknin stóð sem hæst. Við fórum að kvöldi til í fallegu veðri og sáum ótrúlega gosbrunna af glóandi hrauni. Sólin var öðrum megin á sjóndeildar- hringnum og fullt tunglið hinum megin, nákvæmlega jafn stórt, eins og tvær appelsín- ur hvor sínu megin á himninum, og svo gosið undir. Þetta var ótrúleg sjón, miklu fallegri en nokkur skáldskapur. Og ég held að heilt yfir hafi þetta eldgos verið eitt það fallegasta og jákvæðasta sem fyrir okkur hefur komið á undanförnum árum.” En svona að lokum, þar sem þú ert orðin nokkurs konar sérfræðingur í Reykjanesskag- anum, hefur þú nýtt þér hann til útivistar? „Ég er alls enginn sérfræðingur í raunverulega Reykjanesskaganum, bara þessum skáldaða, sem ég skrifaði. Ég hef farið þarna talsvert um en ekki gengið eins mikið og maður ætti að gera. Ein uppáhaldsgönguleiðin mín er Búrfellsgjá sem er nær Hafnarfirði og svo er ég skíðakona og alin upp í Bláfjöllum að nokkru leyti, svo það má segja að ég hafi haldið til í nágrenninu. En ég þyrfti eiginlega að ganga meira um skagann og kynna mér hann betur, vita hvernig leiðirnar liggja næst þegar gýs,” segir hún og hlær. „Þetta er alger- lega magnaður staður og upplagt að kynna hann betur. Það er eins og við sem búum á höfuðborgarsvæðinu séum haldin ákveðinni blindu gagnvart þeim stöðum sem eru okkur næstir. Við afgreiðum Reykjanesskagann og Hvalfjörðinn eins og afgangsstærðir og leitum stundum langt yfir skammt að fallegum úti- vistarsvæðum.” Dagný Maggýjar Sigríður í Merardölum. Ljósmyndari Kristinn Þeyr Magnússon.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.