Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Síða 32

Faxi - 01.12.2021, Síða 32
32 FAXI Föstudagskvöldið 19. mars gerðist það sem vitað var að myndi gerast en Suðurnesjamenn bjuggust ekki við að myndi gerast. Eftir mikla jarðskjálftahrinu hófst eldgos á Reykjanesinu, í Geldingadöl- um austan megin við Fagradalsfjall. Hafandi rölt um Reykjanesið frá unga aldri og verandi jarðfræðiáhugamaður með staðarleiðsögunám að baki vissi ég að eldgos á Reykjanesskaga eru tíð – svona jarðsögulega séð – en samt átti ég einhvern vegin ekki von á því að það myndi gjósa á skaganum á minni lífstíð. En í Geldingadölum var sem sagt hafið fyrsta gosið á Reykjanesskaganum sjálfum síðan á 13. öld eftir um 800 ára hlé. Enn lengra er síðan gaus við Fagradalsfjall, eða að minnsta kosti 6.000 ár. Okkar færustu jarðvísindamenn höfðu sýnt fram á í aðdragandanum að um 7 km langur kvikugangur milli Keilis og Fagra- dalsfjalls hafði myndast og gosið hófst þegar kvikan braut sér leið upp á yfirborði við SA-hluta kvikugangsins í Geldingadölum. Eldgosið ber þess merki að um dyngjugos sé að ræða, fyrsta dyngjugosið á svæðinu í 7.000 ár, og vísbendingar gefa til kynna að frumstæð möttulbráð hafi streymt af miklu dýpi upp á yfirborðið í Geldingadölum. Lengstum var kvikustreymið stöðugt og jafnt eða um 5-10 rúmmetrar á sekúndu. Ég eins og margir landsmenn var ekki í rónni fyrr en ég hafði barið gosið augum, minna má nú ekki vera þegar gýs í bak- garðinum hjá manni. Ég hafði áhyggjur af því það myndi fjara út fljótlega enda lýsti einn fremsti eldfjallafræðingurinn gígnum sem „óttalegum ræfli” í byrjun. Alltaf eitthvað nýtt að sjá Ferðirnar urðu svo nokkrar upp að eld- stöðvunum á þessum 6 mánuðum sem mest líf var í gosinu enda mátulegar 9-10 km fjallgöngur með smá hækkun sem hægt var að njóta í góðum félagsskap. Röltið í Geldingadali breyttist svo úr fjallgöngu- ferðum yfir í fjallahlaup um sumarið. Gosið var góð ástæða til þess að kíkja á fjall þegar tækifæri gafst og fá sér ferskt loft. Alltaf eitthvað nýtt að sjá í hverri ferð og ég hef öðlast nýjan skilning á Reykjanesskaganum okkar fallega og dýpri skilning á jarðfræði almennt. Það var stórmerkilegt að koma að gígnum fyrstu dagana og svo seinna og sjá Geldingadalina fyllast af hrauni. Sjá síðan Gosið nokkurra vikna gamalt. Ljósm. Þráinn Kolbeinsson fyrir SSS Þægilegt gos á „góðum” stað sem „hætti” á réttum tíma? Eysteinn og „ræfillinn“. Ljósm. Rán Ísold Eysteinsdóttir

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.