Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 35

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 35
FAXI 35 við leggjum áherslu á það að skilja sögu staðarins, veðurfar og vinna út frá því sem fyrir er, í von um að skapa eitthvað sem tengir okkur og bætir gæði umhverfisins fyrir íbúana. Skipulag er alls ekki bara uppröðun á gatnakerfi og húsum heldur erum við þar að móta samfélög. Þá er ekki síður mikilvægt að leita eftir samtali þegar unnið er að skipulagi, ekki bara við bæjaryfirvöld á hverjum stað heldur fólkinu, íbúunum sem þar búa og aðra sem hafa skilning á svæðinu sem við erum að vinna með. Þarna eru mörg sjónarmið sem þurfa að fara saman, eins og óskir skjólstæðinga okkar, áherslur yf- irvalda og væntingar þeirra sem búa nærri þeim svæðum sem verið er að skipuleggja. Okkar vinna byrjar alltaf á samtalinu, svo setjum við okkur inn í staðhætti og reynum að sjá þá möguleika sem búa í umhverfinu. Markmiðin þurfa að vera skýr þannig að skipulagið hafi ekki bara þann tilgang að koma mannvirkjum fyrir, heldur þarf að móta samhengi í tillögunni, svo hún sé heildstæð, segi einhverja sögu. Stöðugt samtal við samfélagið Ég lít svo á að okkar meginverkefni sem ráðgjafa sé að skapa sýn þar sem fram koma þeir möguleikar sem skipulagið getur boðið upp á, sem er ekki alltaf það sem við þekkjum, heldur hvað við gætum gert. Það er nefnilega nóg að sækja, þar sem það eru til mörg vel heppnuð verkefni bæði erlendis og hér heima, þar sem við getum sótt okkur þekkingu og víkkað skilning okkar á þeim möguleikum sem búa í skipulagshönnun. Við getum gjörbreytt hvernig við búum og lifum ef við vinnum þetta heildstætt og í samvinnu því að möguleikarnir eru nánast endalausir. Það er bara spurning um að hafa þor til þess að taka skrefið áfram. Vissu- lega er það alltaf áhætta og því erum við með þetta samtal til þess að fá tilfinningu fyrir því hversu langt er hægt að ganga, en meginmarkmiðið er alltaf að gera betur.“ Þú nefnir skipulag erlendis, getur þú nefnd dæmi? Kaupmannahöfn og Amsterdam eru borgir sem vinna á skemmtilegan hátt með um- ferðarflæði s.s. fyrir hjólandi, gangandi og svo bíla. Það er áhugavert hvernig þeir móta samtalið milli eldri byggðar og nýrri þar sem unnið er með skjólgóð og sólrík borg- arrými. Það er svo margt þar sem við getum lært. Kannski það helsta að hafa þor og trú á því að góð hönnun geti borið ávöxt. Fólk sækir þangað þar sem þeim líður vel og það hefur áhrif á verslun og aðra þjónustu sem svo aftur skapar mannlíf. Gott dæmi er Hafnargatan okkar, hún hefur orðið svolítið útundan í stækkun bæjarfélagsins og vantað athyglina sem hún þarf, því það er svo mikilvægt að íbúar, fjár- festar og gestir hafi trú á að það sé áhugvert að sækja þangað. Slík breyting kemur ekki af sjálfu sér heldur þurfum við að fjárfesta í þessum innviðum. Þar er nýi miðbærinn á Selfossi gott dæmi um sýn einstaklinga á möguleika sem hægt er að spila úr. En það er einstaklingsdrifið verkefni sem er sam- tvinnað af lærdómi af svipuðum verkefnum víða að og sögunni hér heima. Það sýnir sig bara í verki að þetta virkar og það er ásókn í slíkar hugmyndir. Staðreyndin er sú að við viljum öll vera í notalegu og fallegu rými, þetta er bara inn- byggt í okkur. Við erum ekki að sækja í staði í niðurníðslu til þess að versla eða fá okkur veitingar. Það er okkar hlutverk að opna á þessa sýn og virkja þessar tilfinningar.“ Ég get ekki annað en tekið undir þetta og hugsa til Hafnargötunnar sem eitt sinn var nefnd þúsund hola gatan en það var nú áður en malbik kom til sögunnar. Ég veit að þið hafið komið að verkefnum við Hafnargötuna, getur þú sagt okkur frá því? „Við höfum verið svo lánsöm að koma Hafnargata 12, sjá má Ungo í bakgrunni

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.