Faxi

Árgangur

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 37

Faxi - 01.12.2021, Blaðsíða 37
FAXI 37 Við vonumst til þess að þessi verkefni verði hvati fyrir fjárfesta og að þeir sjái Hafnargötuna sem arðbært uppbyggingar- svæði. Því án aðkomu fjárfesta, bæjaryfir- valda og einstaklinga verður engin þróun á miðbænum okkar. En hvað með Sundhöllina gömlu? Þar voru margir íbúar ósáttir og vildu að hún yrði varðveitt og endurbyggð „Sundhöllin er gott dæmi um samtalið, þar sem uppbygging og hugmyndir um verndun fóru ekki saman. Í upphafi fórum við í viðræður við Minjastofnun og bæj- aryfirvöld til þess að skoða hvort það væri grundvöllur fyrir því að vinna hugmyndir verkkaupa okkar áfram og tengja þær sund- höllinni. Eftir þá vinnu varð ljóst að svo var, en það voru alls ekki allir sammála, því almenningur skiptist í tvær fylkingar, með niðurrifi og á móti. Ég held, þó ákveðið hafi verið að fara í niðurrif, útfrá fyrri áætlunum og gögnum sem unnin voru, hefur samtalið aldrei verið sýnilegra og ljóst er að almenn- ingur hefur áhuga á skipulagsmálum og er annt um umhverfi sitt. Þarna skiptir einmitt máli sagan okkar og hvernig við viljum varðveita hana til fram- tíðar ekki satt? „Já, grundvöllur hönnunar er að skilja söguna, að byggja á einhverju og á sama tíma að koma inn með nýja ásýnd í samræmi við væntingar hvers tíma. Þessi virðing við söguna er okkur afar mikilvæg. Það þýðir ekki endilega að það megi ekki stundum gera breytingar. Ég tel að það sé mikilvægt að mannvirki hafi notkun, en séu ekki aðeins minnisvarði. Gott dæmi um það er borgin Vín í Austurríki, hvernig hún kom mörgum af eldri perlum sínum til bjargar. Þar má helst nefna verkefni eins og Museumquartier og Gasometer þar sem nýtt og gamalt fer ótrú- lega vel saman og skapa nýja og spennandi ásýnd og notkun. Sú aðferð er ein af mörgu leiðum til að meðhöndla söguna okkar með mannvirkjum. Fyrst og fremst hef ég mikla trú á því að við höfum óþrjótandi möguleika til að móta umhverfi okkar til framtíðar og það er virkilega spennandi. Til þess að gera það vel þurfum við að vinna skipulag í samtali við alla aðila, þannig að það skapist sátt um það hvers konar umhverfi við viljum skapa og þá ekki síður, hvernig umhverfi viljum við skila frá okkur fyrir komandi kynslóðir? Dagný Maggýjar Óskum Suðurnesjamönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári .

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.