Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Side 19

Skessuhorn - 27.10.2021, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 19 Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra og friðaðra húsa og mannvirkja, sbr. reglur um úthlutun úr húsafriðunarsjóði nr. 577/2016. Veittir verða styrkir úr sjóðnum til: • viðhalds og endurbóta á friðlýstum og friðuðum húsum og mannvirkjum, ásamt öðrum húsum og mannvirkjum, sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi. • byggingarsögulegra rannsókna, þar með talið skráningar húsa og mannvirkja, og miðlunar upplýsinga um þær. • sveitarfélaga til að vinna tillögur að verndarsvæði í byggð, í samræmi við ákvæði laga nr. 87/2015 og reglugerðar nr. 575/2016 um verndarsvæði í byggð og til verkefna innan verndarsvæða í byggð. Umsóknir eru metnar m.a. með tilliti til varðveislugildis, t.d. vegna byggingarlistar, menningarsögu, umhverfis, upprunaleika og tæknilegs ástands ásamt gildis fyrir varðveislu byggingararfleifðarinnar. Umsóknareyðublað og nánari upplýsingar, m.a. úthlutunarreglur, er að finna á vef Minjastofnunar Íslands, www.minjastofnun.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. desember 2021. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfresti lýkur koma ekki til álita við úthlutun styrkja. Minjastofnun Íslands hefur eftirlit með að styrkt verkefni séu viðunandi af hendi leyst og í samræmi við innsend umsóknargögn. Bent er á leiðbeiningarit um verndarsvæði í byggð og um viðhald og endurbætur friðaðra og varðveisluverðra húsa sem finna má á vef Minjastofnunar Íslands (undir Gagnasafn). Í Húsverndarstofu í Árbæjarsafni er veitt endurgjaldslaus ráðgjöf um gerð styrkumsókna og viðhald og viðgerðir á gömlum húsum (sjá nánar á www.husverndarstofa.is). Suðurgötu 39, 101 Reykjavík Sími: 570 1300 www.minjastofnun.is husafridunarsjodur@minjastofnun.is Minjastofnun Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði fyrir árið 2022 Á Akranesi er einkum horft til aukinnar ferðaþjónustu um höfnina. Eins og glöggt má sjá á þessari mynd frá því í haust er lítið um að vera í höfninni, engin stór skip. Ljósm. frg. Háskóla Íslands. Fyrirmyndin er fengin hjá Google þar sem aðferða- fræðin byggir á því að deila upplýs- ingum. Í húsinu eru 38 skrifstofur og átta fundaherbergi. Þar blandast saman fjölbreyttir frumkvöðlar og starfs- menn í húsinu eru um 120 talsins. Nanna fjallaði um mikilvægi þess fyrir frumkvöðla í bláa hagkerfinu að hafa svona gott húsnæði þar sem fegurð hafsins er allt um lykjandi. Haldið er fast í gildi samvinnu í Húsi Sjávarklasans. Nanna fjallaði um hversu fjöl- breytt starfsemin er í húsinu og sagði frá því hvernig hlutverk kvenna hefur breyst frá því að vera nær eingöngu í framleiðslu sjávar- afurða yfir í að vera í forystu- og lykilhlutverki í frumkvöðlafyrir- tækjunum. Fyrirtækin eru til að mynda í heilsu- og snyrtivörum auk margs annars. Þá nefndi Nanna að Íslendingar eru að nýta um 80% sjávaraflans á meðan aðrar þjóðir eru að nýta um 50% aflans. Þessu næst sagði Nanna Ósk frá Sjávarakademíunni sem hefur not- ið gríðarlegra vinsælda og komu um eitt hundrað umsóknir um inn- göngu í ár. Í Sjávarakademíunni fær ungt fólk haldbæra reynslu og menntun í bæði markaðsfræði, hvernig eigi að stofna fyrirtæki, hvernig eigi að fjármagna fyrirtæk- in auk þess að fá mikinn stuðning frá frumkvöðlaumhverfinu innan Sjávarklasans. Í lok námsins vinna nemendur síðan viðskiptaáætlun sem þeir þurfa síðan að kynna fyrir fjárfestum. Hús Sjávarklasans hefur að sögn Nönnu hlotið mikla athygli, bæði frá fjölmiðlum og erlendis frá og reglulega koma gestir erlend- is frá. Margir blaðamenn koma frá stærstu fréttamiðlum heims og sagði Nanna að Hús Sjávarklasans líktist oft meira flugvelli en hefð- bundinni skrifstofubyggingu. Jafn- framt sagði hún að mikill fjöldi sjávarklasa víða um heim hefur ver- ið stofnaður að íslenskri fyrirmynd. Til marks um þetta sagði hún frá sjávarklasahúsi í Maine í Bandaríkj- unum sem hlaut nafnið „The Hús.“ Síðastur á mælendaskrá var svo Þorsteinn Svanur Jónsson, fram- kvæmdastjóri vöruþróunar hjá fyrirtækinu Klöppum og fjallaði hann um starfrænt vistkerfi sem er tækninýjung fyrir sjávarútveginn. Hann sagði frá hugbúnaði sem fyr- irtæki hans býður upp á sem hjálp- ar fyrirtækjum að halda utan um kolefnisspor sín. Hugbúnaðurinn tengir saman fyrirtæki og hjálp- ar fyrirtækjunum að draga saman kolefnissporið úr allri virðiskeðj- unni. frg

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.