Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Page 27

Skessuhorn - 27.10.2021, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 27 Kynningarfundurinn verður haldinn 11. nóvember næstkomandi milli klukkan 20:00-22:00 í Hjálmakletti, Borgarbraut 54, Borgarnesi. Á fundinum verður boðið upp á kaffi og léttar veitingar. Umhverfismat vegna vindorkuverkefnisins Múla Qair Iceland ehf. áformar að reisa vindorkugarðinn Múla. Þróunarverkefnið er matsskylt skv. lögum um umhverfismat framkvæmda og áætlana nr. 111/2021, tl. nr. 3.02 í 1. viðauka laganna. Nú hugar þróunaraðili að því að halda opinn kynningarfund og eru íbúar og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta og kynna sér verkefnið. Einnig verður fyrirhugað umhverfismat til umfjöllunar þar sem starfsmenn EFLU verkfræðistofu kynna helstu áherslur matsins auk þess að leita upplýsinga frá fundarmeðlimum. • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Fyrr í þessum mánuði var haldin bleik messa í Grundarfjarðarkirkju í tilefni Bleika dagsins. Í messunni var helguð ný stóla í minningu Kristínar Jóhannesdóttur sem lést fyrir aldur fram úr krabbameini árið 1997. En Kristín var móðir Línu Hrannar Þorkelsdóttur, eig- inkonu sr. Aðalsteins Þorvalds- sonar sóknarprests í Grundarfirði. Stólan var gerð af Sigríði Jóhann- esdóttur, systir Kristínar og gef- in Aðalsteini. Í frásögn sem Aðal- steinn flutti um stóluna segir hann: „Það eru að verða þrjú ár síðan að ég bað Sigríði - Diddu, sem er al- veg einstök í bútasaums-listaverk- um sínum, að gera handa mér stólu og hún hafði frjálsar hendur með sköpun sína. Eftir umhugsun þá ákvað Didda að stólan skyldi segja frá draumi sem Stínu systur hennar dreymdi þegar hún var veik. Stína túlkaði draum sinn sem svo að hún fengi lækningu.“ Aðalsteinn útskýrði draum- inn og hvernig hann tengdist stólunni en Stínu hafði dreymt að hún væri í fjallgöngu með tveim- ur konum sem hún þekkti, þær gengu um dali og skóga sem Stína kannaðist ekki við, en sá partur er myndskreyttur á stólunni m.a. með sefgrösum, öndum og japönsku hofi. Í göngunni verður Stína vör við að eina konuna vanti og vissi hún að sú væri dáin. Gangan hélt áfram og nálguðust þær tvær topp- inn og Stína leit ekki aftur nema einu sinni, og var þá orðin ein. Stína vissi að sú kona hefði lækn- ast. „Þegar Stína náði toppi fjalls- ins blasti við henni ólýsanlega fög- ur náttúrusýn sem hún kannaðist ekki við en leið vel og þar endaði draumurinn,“ segir Aðalsteinn. Þá segir Aðalsteinn frá því hvern- ig stólan hefur mikla persónulega merkingu fyrir sig. „Þó svo að ég hafi ekki kynnst Stínu í persónu en þekki vel og innilega í gegnum konu mína, mág minn og tengda- föður og systkini hennar. Stólan hefur persónulega þýðingu, tákn- ar samfylgd Guðs frá fjöru til fjalls, frá vöggu til grafar, endurómar orð Jesú: „Ég er vegurinn, sannleik- urinn og lífið.“ Ég vildi í kvöld fá að deila þessari fjölskyldusögu með ykkur. Það er mér ómældur heiður að hafa fengið þessa gjöf og sögu til varðveislu og fá að helga hana þjónustu við Guð kærleikans sem gefur sigurinn.“ arg/ Ljósm. Björg Ágústsdóttir. Stólan er mikið listaverk. Bleik messa og ný stóla helguð Aðalsteinn Þorvaldsson með stóluna.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.