Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Qupperneq 28

Skessuhorn - 27.10.2021, Qupperneq 28
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202128 Síðasta miðvikudag var haldið svokallað Karlakaffi í Vinaminni á Akranesi, en það var á veg- um Garða- og Saurbæjarpresta- kalls. Að sögn Þráins Haraldsson- ar sóknarprests er þetta tilraun til að fá fleiri karla í félagsstarf kirkj- unnar og stefnan er að halda svona karlakaffi einu sinni í mánuði ef áhugi verður til staðar. Þá verð- ur reynt að hafa fyrirlesara í hvert skipti og fyrstur var Jón Gunn- laugsson, knattspyrnuspekúlant og fyrrum leikmaður ÍA, með erindi um Knattspyrnufélagið ÍA og voru fundarmenn býsna ánægðir með hans frásögn. Skessuhorn fékk góðfúslegt leyfi frá Jóni að birta vel valda hluta úr fyrirlestrinum og sagði Jón í byrj- un hans að það væri af mörgu að taka þegar málefni knattspyrnunn- ar á Akranesi væru rædd, skipt- ar skoðanir væru um margt og oft fjörugar umræður. Fyrst kom Jón inn á Akranesliðið í dag og sagði að það hefði komið sterkt og óvænt inn í lokakafla tímabilsins eftir að hafa valdið verulegum vonbrigð- um mestan part sumars. „Mikil mannaskipti frá síðasta ári höfðu greinilega áhrif og kannski var leik- mannahópurinn ofmetinn. Það breytti því þó ekki að lagt var upp með að liðið gæti spjarað sig með ágætum. Þegar illa gengur beinast spjótin fyrst að þjálfaranum og oft heyrist að hann þurfi að víkja og þá muni allt lagast. Það er athyglisvert að allt frá árinu 2006 hafa sex þjálf- arar stjórnað liðinu, allt farsælir fyrrum leikmenn með glæsta ferla. Allir voru þeir með góðan árangur á öðrum vígstöðvum en samt hættu þeir allir störfum á miðjum leik- tímabilum hjá ÍA. Í engum tilfell- um batnaði árangurinn. Ég hygg að þættir eins og fjármál, stjórn félagsins, aðstaða eða jafnvel leik- mennirnir sjálfir spili oftast stóra rullu í slökum árangri en ekki bara þjálfarinn.“ Brutu niður veldi Reykjavíkurliðanna Næst nefndi Jón að á næsta ári verða 100 ár liðin frá stofnun Knattspyrnufélagsins Kára, fyrsta formlega knattspyrnufélaginu á Akranesi og í ár er líka minnst 75 ára afmælis Íþróttabandalags Akra- ness en bandalagið á merka sögu og er enn forystuaflið í íþróttalífi bæjarins. Þá nefndi Jón einnig að í ár eru liðin 70 ár frá því Skaga- menn urðu fyrst Íslandsmeistarar í knattspyrnu 1951 og brutu þar nið- ur veldi Reykjavíkurliðanna sem höfðu skipt titlinum á milli sín allt frá árinu 1912. „Þessi titill breytti miklu í íslenskri knattspyrnu og gaf landsbyggðinni nýjan tón. Það sem á eftir kom var ótrúleg vel- gengni liðsins meira og minna næstu fimmtíu árin eða allt til þess að síðasti meistaratitill vannst 2001. 18 meistaratitlar er frábær árangur og til að setja hann í sam- hengi við mótherja okkar hafa stór- veldin Valur og KR unnið samtals sautján Íslandsmeistaratitla á sama tíma. Þetta var því sannkallað gull- aldartímabil og sýndi að endurnýj- un liðsins hafði alltaf heppnast vel, en hér er nánast um fjórar kynslóð- ir leikmanna að ræða.“ Stuðningur eykst við velgengnina Jón kom næst inn á að eftir meist- aratitilinn árið 2001 hefði liðið haldið þokkalegri stöðu næstu ár á eftir en síðan tók að fjara út. „Það er athyglisvert ef við skoðum okk- ar félag að eftir síðasta meistara- titilinn 2001 áttum við meistara- lið í 2. flokki 2001, 2002, 2004 og 2005. Þrátt fyrir það hjálpaði það okkur ekki nægilega vel við upp- byggingarstarf á næstu árum. Og það er líka athyglisvert að síðustu árin höfum við átt frábær lið í 2. flokki sem virðist ekki ætla að nýt- ast okkur nægilega vel. Bæði hafa drengir farið í atvinnumennsku og eins snúið í önnur félög. Hvort þessi skýring segir okkur eitthvað fleira um stöðu okkar er erfitt að fullyrða, en hún er umhugsunar- verð. Kannski höfum við gleymt uppruna okkar og hvernig við fór- um að þessu hér áður fyrr. Vissu- lega eru tímarnir breyttir og ým- islegt unnið á annan veg en áður. Við þurfum í dag raunhæf markmið og ekki gleyma þáttum sem skópu stöðu okkar í íslenskri knattspyrnu. Hvernig unnið var hlýtur að geta virkað áfram að einhverju leyti; saga félagsins, hefðir og áhugi er til staðar. Þetta skiptir máli fyrir fjölda fólks á Akranesi og eins víða um land, fólk sem lætur sig varða hver staða knattspyrnunnar á Akra- nesi er hverju sinni. Við sáum vel núna í lokakafla Íslandsmótsins og í bikarúrslitunum hve stuðningur- inn styrkist mikið þegar liðið fer að vinna leiki, ekki bara á Akranesi heldur líka víða um land sem sýn- ir kannski best stöðu félagsins hjá fólki víðsvegar um landið.“ Megum ekki gleyma upprunanum Jón nefndi það í lokin að fyr- ir tveimur árum hafi verið kynnt stefnumörkun Knattspyrnufélags ÍA meðal annars fyrir meistara- flokka félagsins. „Þar kom fram að byggja ætti liðið upp á yngri leik- mönnum og þar væri horft í ungu strákana sem þá voru ríkjandi Ís- landsmeistarar. Jafnframt átti ekki að ná í aðkomuleikmenn ef þeir væru eldri en 27 ára. Þetta hef- ur ekki gengið eftir. Ég nefni þetta hér því það sýnir kannski best hve varhugaverð markmiðasetning er; ef ekki er vilji til að fylgja henni og treysta hana í sessi. Það er margt fleira sem skiptir máli í framtíðinni varðandi knattspyrnuna á Akranesi. Við eigum að sníða okkur stakk eft- ir vexti og við getum líka farið að einhverju leyti í gömul spor, fund- ið út hvað virkaði vel hér áður og hvernig hægt er að nýta það í dag. Við þurfum að leita uppi allt sem við teljum að geti bætt okkur. Það var nefnt hér fyrr að kannski höf- um við gleymt uppruna okkar. Lát- um það ekki henda okkur.“ Þegar Jón hafði lokið máli sínu settust menn niður, fengu sér kaffi og kökur og ræddu málin í drykklanga stund. Þráinn þakkaði mönnum fyrir komuna og sagð- ist hlakka til næsta fundar. Hann sagði að hann vonaðist eftir enn betri mætingu næst en stuttur fyrir- vari hefði verið á þessu fyrsta karla- kaffi og kannski ekki nógu vel aug- lýst. Það eru því spennandi tímar fyrir karla á öllum aldri að hittast, spjalla og eiga góða stund í Vina- minni alla vega næsta misserið og vonandi miklu lengur. vaks Dagur í lífi... Nafn: Magnús Fjeldsted Fjölskylduhagir/búseta: Giftur Margréti Á Helgadóttur nuddara. Þrjú börn: María Sól 11 ára, Óli- ver Kristján 20 ára, Heba Rós 21 árs og eitt barnabarn, Sara Líf 2 ára. Búum í Borgarnesi. Starfsheiti/fyrirtæki: Stöðvar- stjóri N1 Borgarnesi og veiði- vörður á sumrin. Áhugamál: Mest af frítíman- um yfir sumarið fer í golfið. Yfir sumarið vinn ég sem veiðivörður við Norðurá og Gljúfurá. Það má segja að sumarið fari í vinnu, golf og lítið annað. Yfir veturinn fór líka mikið af frítímanum í golf í æfingaaðstöðunni úti í eyju. Þeirri aðstöðu var lokað síðasta vetur og ennþá hefur ekkert komið í stað- inn fyrir þá flottu aðstöðu. Ég er í stjórn Veiðifélags Gljúfurár og gjaldkeri í Sambandi borgfirskra veiðifélaga, varamaður í stjórn Veiðifélags Norðurár og gjaldkeri Rótarýklúbbs Borgarness. Ætli golfið og veiðifélögin séu ekki áhugamálin. Dagurinn: Þriðjudagurinn 19. október 2021 Klukkan hvað vaknaðirðu og hvað var það fyrsta sem þú gerðir? Ég vaknaði kl. 05:45 og fór í ræktina til Sössa. Var reynd- ar ekki búinn að mæta í tvær vikur vegna leti, sagði Sössi, en ég vildi meina að það væri vegna nýrna- steina sem voru að kvelja mig í tvær vikur þar á undan. Hvað borðaðirðu í morgunmat? Fékk mér kaffi og samloku með osti í morgunmat. Hvenær fórstu til vinnu og hvernig? Eftir að hafa farið í pott- inn var ég mættur í vinnuna um 7:30. Gerði allt klárt til að opna og opnaði stöðina kl. 8. Venjulega mæti ég til vinnu kl. 7:45. Fyrstu verk í vinnunni? Eftir að hafa opnað fór ég hring í kring- um stöðina og tók allt rusl sem var á svæðinu. Hvað varstu að gera klukk- an 10? Þá var vikulegur netfund- ur með öllum stöðvarstjórum og verslunarstjórum N1 um allt land og okkar yfirmanni í Reykjavík. Farið yfir reksturinn í tölum og áherslur næstu daga. Hvað gerðirðu í hádeginu? Í hádeginu var fiskur réttur dags- ins, alltaf frábær matur hjá Rikka kokki. Rikki gerir alltaf góðan mat og það skemmtilega er að stund- um gerir hann mat sem maður er hættur að gera sjálfur heima og fær jafnvel hvergi annars staðar. Kjöt í karríi, kjötfarsbollur, kótilettur og lambaskankar eru meðal rétta sem eru reglulega í hádeginu á N1 Borgarnesi. Rikki gerir líka besta Royalbúðing á landinu. Hvað varstu að gera klukkan 14? Var að vinna í áætlun um fjölda starfsmanna fyrir næsta ár. Þar sem við erum að opna Ísey skyrbar og Djúsí með samlokum og safa tók áætlun næsta árs nokkuð lengri tíma en venjulega. Hvenær hætt og það síðasta sem þú gerðir í vinnunni? Hætti um klukkan 16. Síðasta sem ég gerði áður en ég fór var að fara hringinn, athuga hvort allt væri í lagi og kveðja starfsmennina sem áttu eftir að vinna til kl. 23. Hvað gerðirðu eftir vinnu? Þegar ég kom heim lagðist ég upp í rúm með bók sem ég ætlaði að lesa en sofnaði og svaf til sex. Hvað var í kvöldmat og hver eldaði? Margrét eldaði hakk með tortilla í kvöldmatinn. Hvernig var kvöldið? Eftir kvöld- mat tók ég og Óliver æfingu í borðtennis í bílskúrnum. Hann grísaði á að vinna gamla mann- inn eina ferðina enn. Við keyptum borðtennisborð í september og er ég að komast á þá skoðun að þessi kaup verði ekki til að auka sjálfs- traustið. Ég vinn þó ennþá Maríu svo borðið verður ekki selt alveg strax! Hvað var það síðasta sem þú gerðir áður en þú fórst að hátta? Tannburstaði mig og las í hálftíma. Hvenær fórstu að sofa? Sofnaði um miðnættið. Hvað stendur upp úr eftir daginn? Upp úr stendur að ég réði tvo nýja starfsmenn í Ísey skyr. Það sér nú fyrir endann á framkvæmd- um við N1 Borgarnesi. Við mun- um á næstu vikum opna Ísey skyr og Djúsí. Það eru spennandi tím- ar framundan á N1 og verður gam- an að sjá hvernig heimamenn og ferðamenn taka þessum nýjung- um í framboði á veitingum á Vest- urlandi. Stöðvarstjóra N1 í Borgarnesi1 Knattspyrna rædd í fyrsta Karlakaffi Akraneskirkju Jón Gunnlaugsson hélt erindi um Knattspyrnufélag ÍA. Þessir hressu karlar mættu á fyrsta fundinn í Vinaminni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.