Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202130
Eitt mest áberandi íbúðarhús í
Borgarnesi hefur síðustu ár tekið
stakkaskiptum, til hins betra. Hús-
ið, sem var í niðurníðslu og í mik-
illi þörf fyrir endurbætur, stendur
við aðalgötuna í Borgarnesi og er
nú í eigu Louise Bassigny. Frá ár-
inu 2018 hafa Louise og Bogi Örn
Emilsson maki hennar unnið hörð-
um höndum að því að koma fram-
tíðar heimili sínu í stand og hefur
húsið eins og fyrr segir tekið mikl-
um stakkaskiptum. Húsið hefur
í daglegu tali ýmist gengið undir
nafninu 1919 húsið með skírskot-
un í byggingarár þess, eða Skver-
höllin. Síðara nafnið er til kom-
ið vegna þess að Magnús Jónasson,
sem byggði húsið eftir að hann lauk
húsgagnasmíðanámi í Reykjavík,
hafi oft ætlað að „skvera“ hlutunum
af. Skessuhorn setti sig í samband
við Louise og fékk að forvitnast um
framkvæmdirnar á 1919 húsinu í
Borgarnesi fram til þessa.
Fengu beinagrind
í hendurnar
„Við keyptum húsið í janúar 2018.
Þá var ekkert rafmagn né vatn í hús-
inu. Gólfin voru laus frá veggjum og
var að mestu haldið uppi með járn-
stoðum,“ segir Louise um ástandið
á húsinu þegar þau Bogi fengu það
fyrst í hendurnar, en húsið var í al-
gjörri niðurníðslu og langt síðan
einhver hafði búið í því. Að vísu
voru fyrrum eigendur, bygginga-
fyrirtækið SÓ húsbyggingar, búnir
að gera töluverða forvinnu við hús-
ið. Þakið var nýtt, gluggarnir voru
nýir en þó engar rúður komnar í þá.
SÓ húsbyggingar gerði í raun aðal-
hreinsunina innan úr húsinu. „Við
fengum beinagrindina af húsinu af-
henta sem er mjög gott þegar þú
ætlar að fara í miklar framkvæmd-
ir því þá er minna niðurrif. Yfirleitt
í svona verkefnum þarf maður að
fara aftur á bak, sem sagt í niður-
rifið, áður en maður getur farið
fram á við, í framkvæmdirnar,“ seg-
ir Louise þakklát fyrri eigendum
hússins. „Þetta var í raun það eina
sem við vissum um eignina; það var
drenað, þakið var nýtt og glugga-
rnir sömuleiðis en ekkert gler kom-
ið.“
Sáu möguleikana
Louise segir fyrstu heimsóknina á
framtíðar heimili þeirra Boga og
fjölskyldu hafa verið skuggalega.
„Þetta var eiginlega eins og drauga-
hús. Ekkert ljós, bara myrkur,“ seg-
ir Louise og brosir. „Við Bogi erum
vön svona aðstæðum, við vinnum
við nákvæmlega þetta. Okkar helsti
styrkur er að við horfum á svona
hús með öðrum augum en flestir.
Við sjáum tækifæri og möguleika,“
bætir hún jákvæð við en sjálf er hún
innanhússarkitekt FHI og Bogi er
verktaki.
„Þetta hús er stórt, það er vel
staðsett í Borgarnesi og býr yfir
miklum karakter. Heilt yfir mjög
töff hús,“ segir hún um 1919 húsið.
Fyrir algjöra tilviljun enduðu Lou-
ise og Bogi í Borgarnesi. Þau höfðu
verið á flakki í einhvern tíma milli
Reykjavíkur og Austurlands í verk-
efnavinnu og voru í leit að fram-
tíðarheimili fyrir fjölskyldu sína.
„Við vorum að skoða fasteignasíð-
urnar og rápuðum á þessa eign fyr-
ir algjöra tilviljun. Við vorum ekk-
ert að leita á sérstöku svæði held-
ur skoðuðum landið allt. Skilyrðið
sem við settum okkur var að eign-
in þurfti að vera verkefni, sem við
gætum gert að okkar heimili,“ rifjar
Louise upp. „Við skoðuðum aðeins
á Akureyri og fleiri stöðum en okk-
ur leyst best á húsið í Borgarnesi.“
Vinalegir nágrannar
Louise og Bogi fundu fljótt fyr-
ir miklum samhug frá bæjarbúum
þegar þau hófust handa við fram-
kvæmdir á húsinu. Strax á fyrsta
degi var bankað upp á hjá þeim
og fólk að spyrjast fyrir um hvern-
ig gengi og hvað væri í gangi. „Við
finnum fyrir miklum stuðningi frá
Borgnesingum og eru bæjarbúar
almennt ánægðir með að það hafi
einhver tekið þetta fallega hús að
sér til að gera upp,“ segir Louise
glöð. „Húsið var í svo slæmu ásig-
komulagi lengi að þegar hlutirnir
fóru að gerast var fólk fljótt að taka
eftir breytingunum. Það er mjög
hlýlegt að hugsa til þess að fólki
er ekki sama,“ bætir hún við. „Við
höfum lent í því í öðrum verkefn-
um af svipuðum toga að nágrann-
ar taki illa í framkvæmdir af þessari
stærðargráðu, en ekki í Borgarnesi.
Fólk er áhugasamt, vinalegt og sýn-
ir stuðning.“
Rannsóknarleiðangur
Louise og Bogi þekktu ekki mik-
ið til Borgarness þegar þau fluttu
en út frá miklum áhuga bæjarbúa á
framkvæmdum þeirra hjóna ákváðu
þau að grafast aðeins fyrir um sögu
hússins. „Við fórum í smá rann-
sóknarleiðangur. Höfðum sam-
band við mann og annan. Fórum
á Safnahúsið og fengum þar hafsjó
af upplýsingum um húsið. Söfnuð-
um meðal annars myndum úr öll-
um áttum; frá fólki sem hafði búið
í húsinu og fólki sem átti myndir af
húsinu utan frá. Með öllum þess-
um upplýsingum gátum við púslað
saman hvernig húsið leit uppruna-
lega út,“ rifjar Louise upp. Húsið er
þar að auki verndað af Minjastofn-
un. „Við áttuðum okkur fljótt á því
hversu mikilvægt húsið væri Borg-
arnesi og Borgnesingum og hversu
fallegt og tignarlegt það hafði í
raun verið þegar það var upp á sitt
besta,“ bætir hún við. „Við erum
með ákveðna mynd í huga sem við
erum að fylgja eftir hvað útlit varð-
ar á húsinu.“
Veðurteppt í Borgarnesi
Louise og Bogi byrjuðu að vinna
í húsinu um helgar fyrst um sinn,
í sínum frítíma. Engar raf- eða
vatnslagnir var að finna í hús-
inu þegar þau fengu það í hendur
þrátt fyrir að inntök væru til staðar.
Fyrsta verkefnið var að koma upp
vinnurafmagni og aðgangi að vatni.
Þegar það lá fyrir var hægt að fara
að vinna í því að þurrka húsið en
mikill raki hafði safnast upp í því.
Markviss vinna við að þurrka húsið
hófst í mars 2018 en það var í raun
ekki fyrr en í nóvember það ár sem
húsið var orðið þurrt og hélst þurrt.
Markmiðið var einmitt að koma því
í þannig stand að þau gætu gist þar.
Fram að því bjuggu þau í Reykjavík
og keyrðu á milli. „Einn dag í jan-
úar 2019 komum við í Borgarnes
til að vinna í húsinu og áður en við
vissum af var klukkan að nálgast 19
um kvöld svo við fórum að huga að
því að koma okkur aftur til Reykja-
„Við sjáum tækifæri og möguleika“
Eigendur Borgarbrautar 7 í Borgarnesi gera upp sögufrægt hús
Ásýnd 1919 hússins í Borgarnesi verður betri með hverjum mánuðinum. Ljósm. glh.
Fjölskyldan í 1919 húsinu. Karítas Rós, Bogi Örn, Rebekka Rán og Louise.
Ljósm. glh.
Ástandið á 1919 húsinu þegar Louise og Bogi fengu það í hendurnar 2018.
Gólfin voru laus frá veggjum í húsinu og var að mestu haldið uppi með járnstoð-
um.