Skessuhorn - 27.10.2021, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 202136
Vörur og þjónusta
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
H P Pípulagnir ehf.
Alhliða pípulagnaþjónusta
Hilmir 820-3722
Páll 699-4067
hppipulagnir@gmail.com
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
8
Fyrir alla vigtun
Húsarafmagn
Töflusmíði
Iðnaðarrafmagn
Bátarafmagn
Bílarafmagn
RAFMAGN
vogir@vogir.is Sími 433-2202
VOGIR
Bílavogir
Kranavogir
Skeifuvogir
Pallvogir
Aflestrarhausar
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Dreifi bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
• Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti
BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS
Sími: 860-0708 • bv.sprautun@gmail.com
Vinnum fyrir öll tryggingafélög
Barnamenningahátíð hefst á Akra-
nesi á morgun, fimmtudag. Til stóð
að halda hátíðina í apríl á þessu ári
en henni var frestað vegna heims-
faraldurs. Vettvangur hátíðarinn-
ar er bærinn allur og leitast er við
að nýta spennandi og áhugaverð
rými þar sem fjölbreyttir viðburðir
fara fram um allan bæ. Það er Akra-
neskaupstaður í samstarfi við Sam-
tök sveitarfélaga á Vesturlandi sem
standa fyrir barnamenningarhátíð
fyrir börn og ungmenni á Akranesi
dagana 28. október til 7. nóvember.
Af viðburðum Barnamenn-
ingarhátíðar má nefna Fjölskyldu-
söngstund á Bókasafninu sem
Skólakór Grundaskóla heldur
nú í 10. skipti og tónleika í Tón-
bergi þar sem elsta deild leikskól-
ans Vallarsels kemur fram. Sund-
laugarpartý verður fyrir 5. til 7.
bekk í Jaðarsbakkalaug á mið-
vikudagskvöld og opin dansæfing
Brekkubæjarskóla á Bókasafninu á
fimmtudag. Þá má ekki gleyma Of-
urhetjumyndum Arnórs og teikni-
myndasögum Bræðrabandalags-
ins í Tónlistarskólanum en Arn-
ór Dagur er tæplega 11 ára gamall
listamaður sem hefur gríðarmik-
inn áhuga á ofurhetjum og teikni-
myndasögum.
Allar nánari upplýsingar um
dagskrá og viðburði Barnamenn-
ingarhátíðar er að finna í auglýsingu
og dagskrá sem birtast í Skessu-
horni vikunnar auk þess sem nánari
upplýsingar um alla viðburðina er
að finna á vefnum skagalif.is.
frg
Eins og mörgum mun kunnugt, lét
sr. Geir Waage af störfum sóknar-
prests í Reykholtsprestskalli fyr-
ir aldurs sakir um síðustu áramót
eftir 42 ára farsæla þjónustu hans
og eiginkonu hans, Dagnýjar Em-
ilsdóttur, við söfnuðinn og staðinn
í Reykholti. Sóknarnefnd Reyk-
holtssóknar og Snorrastofa bjóða til
dagskrár þeim hjónum til heiðurs
og þakkar fyrir árin öll. Þakkarhóf-
ið átti að halda á vormánuðum, sem
ekki reyndist gerlegt vegna covid-
-faraldursins, en vegna tilslakana í
smitvörnum reynist nú loks mögu-
legt að standa fyrir þessum við-
burði.
„Það er því sóknarnefnd, sóknar-
börnum, Snorrastofu og Reyk-
holtskórnum gleðiefni að bjóða
til dagskrár í Reykholtskirkju
laugardaginn 30. október nk. kl.
15.00. Þorvaldur Jónsson, formað-
ur sóknarnefndar, mun setja dag-
skrána, en síðan mun Óskar Guð-
mundsson flytja fyrirlesturinn
„Snorri Sturluson og Reykholt –
miðstöð menningar og valda“ og að
lokum Björn Bjarnason, stjórnar-
formaður Snorrastofu, flytja ávarp.
Á milli atriða mun Reykholtskór-
inn flytja nokkur lög, en í kjölfar-
ið mun Reykholtssókn bjóða upp
á veitingar í safnaðarsalnum. Þar
gefst fólki kostur á að ávarpa séra
Geir og frú Dagnýju,“ segir í til-
kynningu.
mm
Vökudagar hefjast á Akranesi á
morgun, fimmtudag, og verður
setningarathöfnin á Byggðasafninu
í Görðum klukkan 18:00. Þar verða
meðal annars afhent menningar-
verðlaun Akraneskaupstaðar 2021.
Árbók Akurnesinga hlaut verð-
launin á síðasta ári. Að sögn Sig-
rúnar Ágústu hjá Akraneskaupstað
er mikil stemning fyrir hátíðinni,
bæði meðal barna og fullorðinna
og þátttakan góð.
Meðal barnanna er spenningur-
inn einna mestur fyrir Halloween
hryllingsvölundarhúsinu sem verð-
ur í Hafbjargarhúsinu á Breið
31. október og segja aðstandend-
ur hryllingsvölundarhússins að
þar sé sko enginn að grínast neitt.
Því hefur jafnvel verið haldið fram
að spenningurinn sé meiri meðal
barnanna en fyrir sjálfum jólunum.
Halloween eða hrekkjavaka er há-
tíðisdagur haldinn 31. október, ætt-
aður frá keltum þar sem hann hét
upphaflega Samhain. Þá voru færð-
ar þakkir fyrir uppskeru sumarsins
og boðin velkomin koma vetursins.
Vökudagar standa frá fimmtu-
deginum 28. október til sunnu-
dagsins 7. nóvember. Allar nánari
upplýsingar um Vökudaga er að
finna í auglýsingu og dagskrá sem
birtast í Skessuhorni vikunnar auk
þess sem nánari upplýsingar um
alla viðburðina er að finna á vefn-
um skagalif.is.
frg
Frá Halloween
hátíð sem haldin
var 2020.
Vökudagar að byrja á Akranesi
Skagaleikflokkurinn kitla hláturtaugar gesta Vökudaga 2018.
Mín sál þinn söngur hljómi
Dagskrá til heiðurs sr. Geirs Waage og frú
Dagnýjar Emilsdóttur í Reykholti
Barnamenningarhátíð
að hefjast á Akranesi