Skessuhorn


Skessuhorn - 27.10.2021, Side 39

Skessuhorn - 27.10.2021, Side 39
MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 2021 39 Leik Hattar frá Egilsstöðum og Skallagríms í körfuknattleik sem átti að fara fram síðastliðinn föstu- dag var frestað vegna smits í her- búðum Skallagríms. Um var að ræða einn leikmann og ann- an þjálfara sem voru orðnir veik- ir og því var ákveðið í kjölfarið að fresta leiknum. Nýr leiktími verður ákveðinn síðar, en til stóð að næsti leikur Skallagríms yrði föstudaginn 29. október gegn Hrunamönnum í Fjósinu í Borgarnesi. vaks Skagamenn tóku á móti liði Ham- ars úr Hveragerði í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudagskvöldið. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínúturnar en undir lok fyrsta leik- hluta náði Hamar góðum kafla og var með átta stiga forystu, 19:27. Í öðrum leikhluta gerðu þeir enn betur, hittu vel og unnu annan leikhlutann með 12 stigum og fóru með 20 stiga for- ystu inn í hálfleikinn, 31:51. Skagamenn stóðu sig mun betur í þriðja leikhluta, héldu vel í gestina og munurinn 21 stig þegar liðin fengu sér smá hvíld fyrir síðasta leik- hlutann, 52:73. ÍA vann síðasta leik- hlutann með einu stigi en slakur fyrri hálfleikur varð þeim að falli í þessum leik, lokatölur 79.99 fyrir Hamar. Stigahæstir hjá ÍA í leiknum voru Cristopher Clover með 29 stig og 7 fráköst, Davíð Alexander Magnús- son var með 12 stig og Þórður Freyr Jónsson með 11 stig. Hjá Hamri var Dareial Franklin langstigahæstur með 38 stig, Ragnar Magni Sigur- jónsson með 19 stig og Kristijan Vladovic með 9 stig. Skagamenn eru því enn án stiga eftir fimm umferðir í deildinni eins og nágrannar þeirra, Skallagrímur úr Borgarnesi. Næsti leikur ÍA er gegn Hetti frá Egilsstöðum næsta föstudag fyrir austan og hefst klukkan 19.15. vaks Skallagrímur lék tvo leiki í liðinni viku í Subway deild kvenna í körfuknattleik og sá fyrri var gegn Breiðablik í Borgarnesi á miðviku- dag í liðinni viku. Fyrir leikinn voru þessi lið án stiga í deildinni og ljóst að hart yrði barist til að komast á blað. Sú varð raunin í fyrsta leik- hluta en jafnt var á flestum tölum og gestirnir með tveggja stiga for- skot við lok hans, 17:19. Svipað var upp á teningnum í öðrum leikhluta til að byrja með en Breiðablik náði góðum leikkafla um miðjan hlutann þar sem þær skoruðu 14 stig í röð og staðan 29:46 þegar liðin fóru inn í hálfleikinn. Breiðablikskonur gáfu ekkert eft- ir í þriðja leikhlutanum, bættu við stigaskorið á meðan lítið gekk hjá Skallagrími og munurinn kominn í 35 stig þegar liðin tóku sér hvíld fyrir lokaátökin, 35:70. Breiðablik sleppti ekki takinu í þeim fjórða og þó að heimakonur hafi unnið hann með fimm stigum þá var það ekki nóg og fjórða tap Skallagríms í röð í deildinni að veruleika, lokastaðan 49:79 Stigahæstar hjá Skallagrími í leiknum voru þær Maja Michalska sem var með 15 stig, Nikola Nedorosíková var með 12 stig og Victoría Lind Kolbrúnardóttir með 9 stig. Hjá Breiðabliki var Chelsey Shumpert með 28 stig, Iva Georgi- eva með 13 stig og Anna Soffía Lár- usdóttir með 12 stig. Skallagrímur sótti síðan lið Fjöln- is í Grafarvogi heim í Subway deild kvenna í körfuknattleik á sunnu- daginn. Jafnt var á öllum tölum í fyrsta leikhluta, liðin skiptust á um að ná forystunni og staðan 24:23. Baráttan hélt áfram í öðrum leik- hluta og aðeins munaði sex stigum þegar liðin fóru inn í hálfleikinn, 39:33. Fjölnir hélt hins vegar áfram að auka muninn jafnt og þétt í þriðja leikhluta og Skallagrímur átti fá svör við leik heimamanna sem keyrðu yfir þær og juku forskotið enn meir, staðan 61:47 fyrir lokaleikhlutann. Fjölniskonur héldu takinu, bættu enn meira í og unnu að lokum ör- uggan 29 stiga sigur, 87:58. Stigahæstar hjá liði Skallagríms í leiknum voru þær Inga Rósa Jóns- dóttir með 16 stig, Nikola Neder- osíková með 14 stig og 6 stolna bolta og Maja Michalska með 13 stig og 9 fráköst. Hjá Fjölni var Sanja Orozovic með 24 stig, Dag- ný Lísa Davíðsdóttir með 19 stig og Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir með 14 stig. Skallagrímur er því enn án stiga í deildinni eftir fimm leiki og er eina liðið sem enn hefur ekki unnið leik. Það er ljóst að framundan er erfiður vetur í deildinni fyrir þetta unga lið Skallagríms en meðalald- ur liðsins er aðeins um 19 ár. Næsti leikur Skallagríms er gegn Njarð- vík í kvöld, miðvikudag, í Fjósinu í Borgarnesi og hefst klukkan 18:15. vaks Snæfellskonur léku gegn Tindastól í 1. deild kvenna í körfuknattleik á laugardaginn og urðu að sætta sig við tíu stiga tap, 87:77. Heimakon- ur byrjuðu af krafti og komust í 8:0. Snæfell reyndi hvað þær gátu til að missa ekki leikinn úr höndum sér og náðu að halda mismuninum í átta stigum eftir fyrsta leikhluta, 23:15. Um miðjan annan leikhlutann var Tindastóll kominn með 20 stiga forystu, héldu því til loka fyrri hálf- leiks og útlitið alls ekki gott fyrir Snæfell í leikhléinu, hálfleiksstað- an 51:31. Fram að miðjum hluta þriðja leikhlutans voru Snæfellskonur að elta og gekk illa að minnka mun- inn. Þær náðu síðan frábæru áhlaupi með Sianni Martin í fararbroddi þegar þær skoruðu 19 stig gegn að- eins fjórum stigum Stólanna síðustu fimm mínúturnar og allt í einu var forskot Tindastóls aðeins þrjú stig þegar liðin hvíldu sig fyrir lokaá- tökin, 66:63. Eftir hálfan fjórða og síðasta leikhluta var staðan orðin 70:74 fyrir Snæfelli og staðan orðin ansi vænleg fyrir gestina. En þá setti Tindastóll í fluggírinn, settu 13 stig í röð á meðan Snæfell skor- aði aðeins þrjú stig seinni hluta leik- hlutans. Lokastaðan 87:77 Tinda- stólskonum í vil og liðin eru því jöfn í fimmta og sjötta sæti deildarinnar með fjögur stig eftir fjóra leiki. Langstigahæst í liði Snæfells var Sianni Martin með 51 stig, Rebekka Rán Karlsdóttir var með 10 stig og Preslava Koleva með 9 stig. Í liði Tindastóls var Madison Sutton stigahæst með 33 stig, Eva Rún Dagsdóttir var með 20 stig og Ksenja Hribljan með 12 stig. Næsti leikur Snæfells er gegn Vestra laugardaginn 13. nóvember á Ísafirði og hefst klukkan 18. vaks Í Grundarfirði hefur verið boð- ið upp á stelpuæfingar í fótbolta undanfarið sem hefur leitt af sér mikla aukningu í mætingu hjá stelpunum. Stelpurnar hafa ver- ið duglegar að mæta og láta ljós sitt skína undir öruggri leiðsögn Halldóru Daggar Hjörleifsdóttur þjálfara. Margar þessara stelpna hafa ekki haft áhuga á að mæta á blandaðar æfingar og finnst mun skemmtilegra að mæta þar sem ein- göngu stelpur eru iðkendur. Síðasta föstudag var svo hópferð á landsleik Íslands og Tékklands á Laugardals- velli en leiknum lyktaði með 4-0 sigri íslensku stelpnanna við mik- inn fögnuð áhorfenda. Stelpurnar frá Grundarfirði skemmtu sér kon- unglega og létu blautt og kalt veðr- ið ekki spilla gleðinni. Að leik lokn- um var svo farið niður að rekkverki og heilsað upp á íslensku lands- liðskonurnar sem gáfu sér góð- an tíma að heilsa upp á þessa ungu áhorfendur sem margar voru að fara á sinn fyrsta landsleik. tfk Ekki var gleðin síðri eftir frábæran 4-0 sigur á Tékkum. Stelpurnar í stelpuboltanum lögðu land undir fót Grundfirsku stelpurnar voru spenntar fyrir leik. Covid smit í leikmannahópi Skallagríms Snæfell tapaði gegn Tindastól fyrir norðan Skallagrímskonur með tvö töp í vikunni Inga Rósa Jónsdóttir og Birgit Ósk Snorradóttir undir körfunni í leik Skallagríms og Breiðabliks. Ljósm. glh Þórður Freyr Jónsson skoraði 11 stig gegn Hamri á föstudagskvöldið. Ljósm. jho ÍA enn án sigurs eftir fimm leiki

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.