Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Side 1

Skessuhorn - 26.01.2022, Side 1
arionbanki.is Engin lántökugjöld á 100% rafmagnsbílum Kynntu þér græna bílafjármögnun Arion banka. FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 4. tbl. 25. árg. 26. janúar 2022 - kr. 950 í lausasölu Tilboð gildir út janúar 2022 Gos úr vél frá CCEP fylgir með HOT DOG & A CAN OF COCA COLA 499 kr. & Coke í dós PYLSA Heyrnarþjónusta s:534-9600 www.heyrn.is Sigurður Ingi Jóhannsson inn- viðaráðherra og Dagur B. Egg- ertsson borgarstjóri tóku á mánu- daginn formlega við óháðri félags- hagfræðilegri greiningu á lagningu Sundabrautar og skilagrein starfs- hóps Vegagerðarinnar um lagn- ingu Sundabrautar. Greiningin leiðir í ljós 186-238 milljarða króna ábata fyrir samfélagið eftir út færslu Sundabrautar með Sundabrú eða jarðgöngum. Mestur ábati felst í minni akstri, útblæstri og meng- un og styttri ferðatíma vegfarenda vegna styttri leiða til og frá höfuð- borgarsvæðinu. Heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu gæti minnk- að um 150 þúsund km á hverj- um sólarhring við opnun Sunda- brautar. „Næstu skref eru að hefja undirbúning á umhverfismati, víð- tæku samráðsferli og nauðsynleg- um breytingum á aðalskipulagi en miðað er við að Sundabraut verði opnuð árið 2031,“ segir í tilkynn- ingu frá innviðaráðuneytinu. Skýrsla starfshóps um lagningu Sundabrautar var kynnt í febrúar á síðasta ári. Niðurstaða hópsins var að Sundabrú væri hagkvæmari kostur en jarðgöng (Sundagöng). Vóg þar þyngst að framkvæmda- kostnaður við brúarleið er lægri auk þess sem brú hentar betur fyr- ir alla ferðamáta og almennings- samgöngur. Ríki og borg undirrit- uðu yfirlýsingu í júlí 2021 um lagn- ingu Sundabrautar þar sem sam- mælst var um Sundabraut yrði lögð alla leið á Kjalarnes í einni fram- kvæmd og að brautin yrði tekin í notkun árið 2031. Í öðrum áfanga fékk starfshópurinn verkfræðistof- una Mannvit og danska ráðgjafa- fyrirtækið Cowi til að vinna fé- lagshagfræðilega greiningu sem nú hef ur verið afhent. mm Sundabraut leiðir af sér 200 milljarða króna ábata fyrir samfélagið Miðvikudaginn 19. janúar gerði loks blíðviðri á og við Snæfellsnes. Þá héldu flestir bátar á sjó og metafli á þessu ári barst á land í Snæfellsbæ, eða alls 415 tonn í Ólafsvík og Rifi. Í Skessuhorni er tekið bryggjurölt síðdegis þennan dag og fylgst með þegar bátarnir komu að landi á metdegi í afla nýs árs, meðal annars Illugi Jónasson skipstjóri á Guðmundi Jenssyni SH með verðmikinn karfa. Sjá nánar á miðopnu. Ljósm. af.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.