Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 20228
Riða greindist í
skimunarsýni
VATNSNES: Fyrir skömmu
barst Matvælastofnun tilkynn-
ing frá Tilraunastöð HÍ að
Keldum um að sýni hafi reynst
jákvætt m.t.t. riðu. Sauðfjárbú-
skapur var aflagður á bænum í
haust, aðeins er því um þrif og
sótthreinsun að ræða. Á hverju
hausti er tekinn fjöldi sýna úr fé
sem sent er til slátrunar og þau
rannsökuð með tilliti til riðu.
Jákvæð niðurstaða úr rannsókn
á einu slíku sýni frá í haust barst
nýlega. Um var að ræða sýni
úr kind frá bænum Sporði á
Vatnsnesi. Þegar Matvælastofn-
un hafði samband við bóndann
kom í ljós að hann hætti sauð-
fjárbúskap í haust og því er ekk-
ert fé lengur á bænum. Í þessu
tilviki er því ekki um niðurskurð
á fé að ræða en Matvælastofnun
mun framkvæma faraldsfræði-
lega rannsókn og hefur lagt til
við ráðherra að hreinsun úti-
húsa og umhverfis verði fyrir-
skipuð. -mm
Ók undir
áhrifum
BORGARNES: Aðfararnótt
laugardags var ökumaður tek-
inn með útrunnið ökuskírteini
og grunaður um akstur undir
áhrifum ávana- og fíkniefna og
áfengis. Ökumaður var hand-
tekinn og fluttur á lögreglu-
stöðina í Borgarnesi og bíllinn
tekinn í vörslu lögreglunnar.
-vaks
Of margir
í bílnum
BORGARBYGGÐ: Síðasta
laugardag var ökumaður stöðv-
aður á móts við Hótel Hamar
með of marga farþega í bílnum
og börn ekki í bílstól. Á hann
von á sekt upp á 100 þúsund
og tvo punkta í ökuferilsskrá.
Ökumaðurinn var alls með sjö
manns í bílnum á fimm manna
bíl og þar af þrjú börn ekki í
viðeigandi öryggisbúnaði né
bílbeltum. -vaks
Ók of hratt
HVALFJ.SVEIT: Á þriðju-
dag í liðinni viku var ökumaður
tekinn á Vesturlandsvegi á 125
km hraða og fær sekt upp á 120
þúsund. -vaks
Spjallað á
rúntinum
AKRANES: Á mánudags-
morgun voru tveir ökumenn
teknir við það athæfi að tala í
síma án þess að vera með hand-
frjálsan búnað og eiga von á 40
þúsund krónum í sekt. Þá var
annar ökumaður tekinn fyrir að
vera ekki í öryggisbelti og fær
20 þúsund krónur í sekt. -vaks
Hávaði í
skógræktinni
AKRANES: Hringt var í
Neyðarlínu síðasta mánudags-
kvöld og kvartað yfir hávaða
upp í skógrækt. Lögregla fór
á staðinn og sá enga á svæðinu
og engar skemmdir sjáanlegar.
-vaks
Aflatölur fyrir
Vesturland
15.-21. janúar
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 5 bátar.
Heildarlöndun: 4.912.312 kg.
Mestur afli: Víkingur AK:
2.694.084 kg í einni löndun.
Arnarstapi: Engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 9 bátar.
Heildarlöndun: 685.663 kg.
Mestur afli: Björgúlfur EA:
142.758 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 16 bátar.
Heildarlöndun: 427.618 kg.
Mestur afli: Ólafur Bjarnason
SH: 59.548 kg í þremur róðr-
um.
Rif: 14 bátar.
Heildarlöndun: 750.326 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
107.271 kg í fimm róðrum.
Stykkishólmur: 5 bátar.
Heildarlöndun: 167.735kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
140.065kg í þremur löndunum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Víkingur AK – AKR:
2.694.084 kg. 16. janúar.
2. Barði NK – AKR: 2.183.468
kg. 15. janúar.
3. Björgúlfur EA – GRU:
142.758 kg. 16. janúar.
4. Akurey AK – GRU: 133.289
kg. 19. janúar.
5. Sóley Sigurjóns GK –
GRU: 109.076 kg. 17. janúar.
-arg
Vegna loftgæða og vinnu við
hreinsun eftir brunann í Brekku-
bæjarskóla 13. janúar síðastliðinn
verður engin kennsla í þessari
viku í skólanum. Húsnæði hefur
fengist fyrir miðstigsbekkina á öðr-
um stöðum á Akranesi til að þeir
geti komið í staðbundinn skóla frá
og deginum í gær. Á mánudaginn
var heimaskóli hjá 5. og 7. bekk og
starfsstöðvarnar undirbúnar.
Fyrsti til fjórði bekkur verður á
sömu starfsstöðvum eins og í síð-
ustu viku og í frístund eftir skóla.
Fimmti bekkur verður í Tón-
listarskólanum frá þriðjudegi og
vegna fjöldatakmarkana mæta þau í
tveimur hópum, frá klukkan 8.10 til
11 og frá klukkan 11.10 til 14.
Sjötti bekkur verður í Oddfellow
salnum, Kirkjubraut 54, frá mánu-
degi, þau mæta í tveimur hópum og
sami skólatími er hjá þeim eins og í
fimmta bekk.
Sjöundi bekkur verður í Jónsbúð
Akursbraut 13, þau mæta í tveim-
ur hópum og sami skólatími og í
fimmta og sjötta bekk.
Áttundi til tíundi bekkur verður
alla þessa viku í heimaskóla sam-
kvæmt skipulagi frá kennurum.
Íþróttir, dans og sund halda sér
samkvæmt stundaskrá frá fimmta
bekk til þess tíunda.
vaks
Á fundi umhverfis- og skipulags-
ráðs Akraneskaupstaðar 17. jan-
úar síðastliðinn voru samþykkt
drög að erindisbréfi tveggja starfs-
hópa. Annars vegar starfshóps
sem fjalla á um uppbyggingu nýs
áhaldahúss Akraneskaupstaðar, en
þar verður einnig til húsa vinnu-
hluti Fjöliðjunnar, svo sem móttaka
drykkjarvöruumbúða, og starfsemi
Búkollu. Á sama fundi ráðsins var
einnig samþykkt erindisbréf starfs-
hóps sem fjalla á um uppbyggingu
Fjöliðjunnar við Dalbraut 8. Á
fundi bæjarstjórnar 14. desember sl.
var lögð fram bókun þar sem bæjar-
stjórn lýsti einhuga yfir vilja sínum
um uppbyggingu samfélagsmið-
stöðvar í nýju húsnæði að Dalbraut
8. Samfélagsmiðstöðin mun hýsa
starfsemi Fjöliðjunnar, endurhæf-
ingarhússins HVER ásamt Félags-
miðstöðinni Þorpinu, frístunda-
starfi fyrir börn og ungmenni.
Umhverfis- og skipulagsráð sam-
þykkti bæði erindisbréfin fyrir sitt
leyti, en fleiri ráð koma að umsögn
og að endingu bæjarstjórn. mm
Í vikubyrjun komu út á hljóðbók
skáldsögurnar „Minningar elds“
og „Ár bréfberans“ eftir Kristján
Kristjánsson rithöfund. Geta hlust-
endur nálgast þær á Storytel en það
er Kristján Franklín Magnús sem
les. Minningar elds kom út árið
1989 og er fyrsta skáldsagan sem
Kristján sendi frá sér. Segir frá sér-
kennilegri vináttu tveggja manna,
Axels og Orra, þar sem hvor um sig
rifja upp atvik frá þeim voveiflega
atburði sem hvað mest hefur mótað
lífshlaup þeirra þegar leiðir þeirra
liggja saman á ný eftir langan að-
skilnað.
Ár bréfberans kom út 1995 og
er þriðja skáldsaga Kristjáns. Hún
segir frá Jónasi Jóhannssyni bréf-
bera sem er ekki eins og fólk er
flest. Hann skráir í dagbók at-
burði eins árs í lífi sínu samhlið því
að hann rifjar upp það sem á daga
hans hefur drifið frá því hann lenti í
alvarlegu slysi sem umbylti allri til-
veru hans.
-fréttatilkynning
Samþykktu erindisbréf tveggja starfshópa
Tvær nýjar hljóðbækur frá
MTH útgáfu á Akranesi
Engin kennsla í þessari viku
í Brekkubæjarskóla