Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 23 Ríkisstjórnin samþykkti á föstu- daginn að leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila. Frumvarpið felur í sér framlengingu lokunarstyrkja til þeirra sem hafa tímabundið þurft að loka starfsemi sinni vegna sótt- varnaráðstafana og orðið af veru- legum tekjum vegna þess. Lagt er til að úrræðið verði í öllum megin- atriðum sambærilegt og gilt hefur um fyrri lokunartímabil í faraldr- inum. Lagt er til að hámarksfjárhæð lokunarstyrkja verði hækkuð úr 260 milljónum kr. í 330 milljón- ir en hækkunin er í samræmi við tímabundinn ramma Evrópusam- bandsins um ríkisaðstoð til stuðn- ings hagkerfinu vegna heimsfar- aldurs Covid-19. Upphaflega gilti tímabundni ramminn til 31. des- ember 2020 en hann hefur verið framlengdur og gildir nú út júní 2022. Gert er ráð fyrir að sótt verði um styrkina á vef Skattsins, þar sem nánari skilyrði verða til- greind. Ellefu milljarðar í beina styrki Frá upphafi heimsfaraldursins í mars 2020 hafa stjórnvöld veitt fjölbreyttan stuðning í úrræð- um fyrir einstaklinga og rekstrar- aðila. Má auk lokunarstyrkja nefna viðspyrnu- og tekjufallsstyrki, útgreiðslu séreignarsparnað- ar, sérstakan barnabótaauka og fleiri aðgerðir til verndar og við- spyrnu vegna heimsfaraldursins en heildarumfang COVID ráðstafana árin 2020 og 2021 nam 215 millj- örðum króna. Helstu sértæku efnahagsúr- ræði stjórnvalda vegna far- aldursins runnu sitt skeið á ný- liðnu ári en samhliða kröftugum efnahagsbata á árinu hafði aðsókn í úrræðin minnkað. Þá hafa sér- tæk úrræði stjórnvalda vegna far- aldursins nýst fyrirtækjum í ferða- þjónustu vel, sem og fyrirtækjum í veitingarekstri. Alls hafa fyrirtæki í veitingarekstri fengið 11 milljarða króna í beina styrki frá hinu op- inbera auk þess sem greinin hefur nýtt sér ríkistryggð lán fyrir ríflega tvo milljarða og skattafrestanir. Í liðinni viku var einnig, í ljósi hertra sóttvarnartakmark- ana, mælt fyrir frumvarpi um sér- staka veitingastyrki á Alþingi og frumvarpi sem heimilar fyrirtækj- um í tilteknum flokkum veitinga- þjónustu, sem hafa orðið að sæta takmörkunum á opnunartíma, að fresta staðgreiðslu skatta og greiðslu tryggingargjalds. mm Sértæk úrræði stjórnvalda vegna faraldursins hafa m.a. nýst fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Mynd frá því fyrir faraldur þegar ferðamenn voru á hverju strái, hér við Hraunfossa. Ljósm. mm. Ríkisstjórnin samþykkir lokunarstyrki vegna Covid Reykjanes og á Gullna hringnum og selur auk þess ferðir fyrir aðra ferðaskipuleggjendur. Úr flugstjórnarklefan- um í Sjávarakademíuna Laufey Mjöll Helgadóttir var flug- maður í millilandaflugi. Þeim kafla lauk nokkuð skyndilega og áður en Laufey vissi af var hún sest á skólabekk í Sjávarakademíunni út á Grandagarði og var farin að fást við gjörólíka hluti. Í Sjávarakadem- íunni fór hún að vinna með hug- mynd að appi sem tekur til bókun- ar á flutningum með sjávarafurðir í flugfrakt. „Ég starfaði sem flugmaður hjá Wow Air og var í hópi þeirra sem misstu vinnuna þegar flugfélagið hætti starfsemi snemma árs 2019. Í kjölfarið fékk ég starf á skrifstofu Air Atlanta og til stóð að ég færi að fljúga hjá því félagi en af því varð ekki og covid heimsfaraldurinn gerði það að verkum að ég missti vinnuna. Til þess að hafa eitthvað fyrir stafni fór ég að leita fyrir mér á netinu og rakst þá á kynningu á Sjávarakademíunni, samstarfs- verkefni Fisktækniskólans og Ís- lenska sjávarklasans. Mér fannst það áhugavert, sótti um og var í náminu frá september til desember 2020,“ segir Laufey Mjöll. Skemmtilegt og fróð- legt nám „Í boði var að taka námið á netinu en þar sem ég bjó á Seltjarnarnesi og kennslan fór fram út á Granda- garði í húsnæði Íslenska sjávarklas- ans hentaði mér vel að sækja fyrir- lestrana þar, nema þegar þurfti að kenna á netinu vegna covid tak- markana. Ég hafði engar mót- aðar hugmyndir um hvað fælist í náminu en vissi að þetta væri frumkvöðlanám og það sem ekki síst fangaði athyglina var að það bauð upp á fjölbreytta og hagnýta áfanga. Námið var mjög skemmtilegt og fróðlegt og það sem stendur upp úr er að hafa fengið tækifæri til þess að vinna í frumkvöðlaum- hverfi og að fá að kynnast fólki sem hafði reynslu af því að stofna fyrir- tæki og vissi hvað þurfti til að gera það. Einnig var farið vel yfir hinar ýmsu hliðar sjávarútvegsins, sem veitti góða innsýn í greinina. Þessi reynsla kemur sér líka vel þar sem að ég hef nýlega hafið störf sem verkefnastjóri hjá Konum í sjáv- arútvegi en markmið félagsins er að gera konur sýnilegri bæði inn- an sjávarútvegsins og utan hans og fá fleiri konur til liðs við greinina.“ Þörf á bókunarkerfi fyrir fisk í flugfrakt Laufey Mjöll segir að í Sjávar- akademíunni hafi kviknað hug- mynd sem hún hafi þokað áfram. „Það má segja að hugmyndina hafi ég gripið úr fluginu en hún fólst í því að setja upp einfalt bókunar- kerfi fyrir fiskflutninga í flugfrakt. Ég hafði flogið farþegavélum sem einnig fluttu frakt yfir hafið, þar á meðal fisk. Slíkt bókunarkerfi hef- ur ekki verið til og eftir að hafa skoðað þetta fannst mér vera full þörf á að setja upp app í símanum sem framleiðendur gætu nýtt sér til að bóka flutning á fiskinum, án milliliða,“ sagði Laufey Mjöll og bætti við að hún hafi fengið tæki- færi til þess að heyra í fólki í flutn- ingadeild Icelandair, tölvunar- fræðingum, fulltrúum fisksölu- fyrirtækja og fleiri. „Allt víkkaði þetta sjóndeildarhringinn og ég fékk tækifæri til þess að fara inn á nýja braut sem ég hafði ekki áður kynnst.“ Enn með appið í maganum Grunnhugmyndin að þessu appi varð sem sagt til í Sjávarakademí- unni en hún hefur ekki náð lengra í bili, sem kemur til af því að síðustu mánuði hefur Laufey Mjöll fyrst og fremst einbeitt sér að móðurhlut- verkinu, hún eignaðist son í maí 2021. Hún segir vel koma til greina að halda áfram að þróa appið, tím- inn muni leiða það í ljós. „Ég er enn með þessa hugmynd í maganum og það er aldrei að vita nema að ég haldi áfram með hana. Ég fann fyr- ir miklum áhuga hjá þeim sem eru að selja fiskinn og ég þekki líka að hluta þá hlið sem snýr að fluginu. Ég tel að slíku kerfi þurfi að koma á í framtíðinni, en vissulega geri ég mér grein fyrir því að það getur verið svolítið flókið. En það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi,“ segir Laufey Mjöll Helgadóttir. Efni og viðtöl: Sjávarakademían. Laufey Mjöll Helgadóttir. Bjarni Geir Lúðvíksson.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.