Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 202210 Garða- og Saurbæjarprestakall ætl- ar í febrúar að bjóða upp á svoköll- uð „drop in“ brúðkaup í Akra- neskirkju, nánar tiltekið þriðju- daginn 22. febrúar 2022. „Eruð þið búin að stefna að brúðkaupi, en aldrei orðið af því, kannski út af covid eða bara einhverju allt öðru? Þann 22.02.2022 verður boðið upp á drop in brúðkaup í Akranes- kirkju, einföld en falleg og hátíð- leg athöfn. Tilvalið tækifæri til að láta verða af því að gifta sig og svo er auðvelt að muna dagsetninguna, sem getur komið sér vel,“ segir í tilkynningu frá prestum í sókninni. Það sem fólk þarf að gera er að útvega fæðingar- og hjúskapar- stöðuvottorð hjá Þjóðskrá og bóka síðan tíma hjá Akraneskirkju þenn- an dag eða kvöld. En fyrir hverja verður þetta? „Fyrir ykkur sem hafið alltaf ætlað að gifta ykkur en aldrei látið verða af því. Fyrir ykk- ur sem viljið gifta ykkur í fallegri kirkju, fá fyrirbænir og blessun en viljið ekki mikið tilstand. Fyrir ykkur sem viljið gifta ykkur,“ segja prestarnir. Að sögn Þóru Bjargar Sigurðar- dóttur, prests í Akraneskirkju, er hugmyndin komin frá kolleg- um þeirra á Norðurlöndunum og í Grafarvogskirkju. „Prestarnir þar prófuðu þetta á síðasta ári og það gekk alveg ljómandi vel. Það var mjög vel sótt hjá þeim og við ákváðum að nýta þessa flottu dag- setningu því hún speglast og er svo flott þannig.“ Aðspurð með hugs- unina á bak við þetta segir Þóra Björg þetta vera hvatningu til að fólk geti gift sig án þess að það sé of mikið tilstand því það eru margir í þeim hugleiðingum og nú sé tækifæri til að láta verða af því. En hvað með tímasetninguna klukkan 22 mínútur yfir tvö þenn- an dag sem yrði þá 2.22/22.2.22, er hún frátekin? „Nei, hún er enn laus. Fyrstur kemur, fyrstur fær.“ Þennan dag verða allir þrír prestar Akraneskirkju á vakt- inni og munu skipta þessu á milli sín. Tíminn sem um ræðir er frá morgni til miðnættis ef þess þarf. Akraneskirkja annast athöfnina án endurgjalds með presti, organista og kirkjuverði og er áætlað að hver athöfn taki ekki lengri tíma en 30 mínútur. Brúðhjónin þurfa að hafa með sér tvo svaramenn og gesti í samráði við sinn prest. Þóra Björg segir að þau hafi fengið góð viðbrögð við auglýs- ingunni og það séu nú þegar sex brúðhjón búin að bóka giftingu þennan dag í kirkjunni. Hún ger- ir ráð fyrir því að það bætist fljót- lega við fleiri og biður fólk um að vera tímanlega því nú sé aðeins tæplega mánuður til stefnu. Hún segir einnig að þessi dagur sé alveg tilvalinn dagur til að ganga í heil- agt hjónaband því þó umstangið sé ekki mikið að þá verði þetta hátíð- legt, skemmtilegt og án mikils til- kostnaðar. vaks Um miðjan dag á sunnudaginn var áhöfnin á Kap II VE-7 að leysa landfestar í Grundarfjarðarhöfn og áhöfnin að gera klárt til að fara út og leggja netin eftir vestan-bræl- una í vikulokin. Þetta er fjórða ver- tíðin sem Kap II rær með net frá Grundarfirði, er skipið búið að landa þrisvar sinnum samkvæmt vef Fiskistofu og aflinn hefur verið um hundrað tonn. Kap II er gamall loðnubátur en búið er að gera hann út á grálúðunet og þorskanet síðan fiskveiðiárið 2016-17. þa Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæ- fellsbæ var kölluð út um eittleytið á laugardaginn að Mýrarholti 3 í Ólafsvík. Verkefnið var að binda niður þak hússins með stroffum, en þak þetta hefur verið til vandræða í langan tíma, en enginn er búsettur í húsinu. Þetta var ekki í fyrsta skipt- ið sem Lífsbjörg er kölluð út til sama verkefnis. Nágranni hússins segir að þakið gæti skapað hættu ef það færi á flug og gæti þá skemmt hús í nágrenninu. Samkvæmt heimildum Skessuhorns stendur til að rífa húsið á næstu dögum. af Varnaræfingin Norður Víkingur verður haldin dagana 2.-14. apríl næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem æfingin hefur verið haldin síð- an árið 2011. Um er að ræða tvíhliða varnaræfingu Íslands og Bandaríkj- anna en einn helsti hápunktur æf- ingarinnar verður æfing landtöku landgönguliða bandaríska sjóhersins af sjó. Þótti besti staðurinn fyrir þann hluta æfingarinnar vera Mið- sandur í Hvalfirði, fjaran sem liggur á milli Hvalstöðvarinnar og gömlu olíubryggjunnar. Óskað var eftir samstarfi við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveit- ar, byggingarfulltrúa og skipulag- og umhverfisfulltrúa og var mál- ið tekið fyrir á fundi umhverfis-, skipulags- og náttúruverndarnefnd- ar Hvalfjarðarsveitar miðvikudaginn 19. janúar. Í fundargerðinni kemur fram að landtökudagarnir verði dag- part á tímabilinu 8.-12. apríl og fer hún þannig fram að móðurskip sjó- hersins mun liggja við stjóra utarlega í firðinum og „frá því munu svo sigla landtökuprammar og svifnökkv- ar með liðsaflann sem telja munu 200-400 manns. Liðsaflinn mun dvelja í fjörunni dagpart. Hugsan- lega mun hluti hans leggja í göngu meðfram þjóðveginum,“ segir í fundargerðinni. Olíudreifing, eig- andi landsins sem um ræðir, hefur gefið leyfi fyrir notkun á fjörunni og Hvalur hf. hefur einnig gefið leyf- ir fyrir að starfsmannaaðstaða fyrir- tækisins í gömlu hermannabröggun- um verði nýtt ef þörf er á því. Umhverfis-, skipulags- og nátt- úruverndarnefnd Hvalfjarðarsveit- ar gerði ekki athugasemdir við æf- inguna en hvetur jafnframt til þess að haft verði samráði við landeigendur á hverjum stað vegna skipulags og undirbúnings. arg Viltu gifta þig 22.2.22? Sr. Þóra Björg Sigurðarsdóttir og aðrir prestar í sókninni munu bjóða upp á „drop in“ brúðkaup 22.02.22. Falleg dagsetning getur verið krydd á annars góðan dag. Ljósm. Gunnhildur Lind Photography Kap II á netaveiðum frá Grundarfirði Liðsmenn Lífsbjargar að binda þakið að Mýrarholti 3 niður. Komu böndum á laust þak Móðurskip sjóhersins mun liggja við stjóra utarlega í firðinum og frá því munu svo sigla landtökuprammar og svifnökkvar með liðsaflann sem telja mun 200-400 manns. Varnaræfingin Norður-Víkingur í Hvalfirði í apríl

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.