Skessuhorn


Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 26.01.2022, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 26. JANÚAR 2022 31 Leiðinlegast að fara út með skítinn í brjáluðu veðri Íþróttamaður vikunnar Íþróttamaður vikunnar er nýr lið- ur hjá Skessuhorni. Þar leggjum við fyrir tíu spurningar til íþrótta- manna úr alls konar íþróttum, fólks á öllum aldri á Vesturlandi. Íþróttamaður vikunnar að þessu sinni er hestakonan Harpa Dögg frá Grundarfirði. Nafn? Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Fjölskylduhagir? Ég bý með for- eldrum mínum og systkinum í Grundarfirði. Hver eru þín helstu áhuga- mál? Mitt aðal áhugamál er hesta- mennska. Hvernig er venjulegur dagur hjá þér um þessar mundir? Vakna klukkan 6:45 og fer í hesthúsið að gefa morgungjöf. Ég stunda nám við Fjölbrautaskóla Snæfellinga og mæti þangað klukkan 8:15 alla virka daga. Þegar skólinn er búinn fer ég upp í hesthúsið og er þar fram á kvöld að þjálfa og sinna þeim verk- um sem þarf að gera í hesthúsinu. Hverjir eru þínir helstu kostir og gallar? Ég myndi segja að mín- ir helstu kostir séu að ég er sam- viskusöm, stundvís og metnaðarfull og mínir helstu gallar eru að ég get verið fljótfær og þrjósk. Hversu oft æfir þú í viku? Ég æfi alla daga vikunnar. Hver er þín fyrirmynd í íþrótt- um? Þær eru margar og ég reyni að tileinka mér það besta frá þeim öll- um. Af hverju valdir þú hesta- mennsku? Ég er fædd inn í hesta- fjölskyldu og hef alltaf haft mikinn áhuga á hestum og hann er bara að aukast. Hver er fyndnastur af þeim sem þú þekkir? Ég og systir mín Íris tökum nokkur hlátursköst á dag svo ætli að það sé ekki bara hún. Hvað er skemmtilegast og leiðinlegast við þína íþrótt? Mér finnst skemmtilegt þegar maður sér árangur af því sem maður er búin að vera að vinna að lengi og það sem mér finnst leiðinlegast er að fara út með skítinn í brjáluðu veðri. Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja í Lengjubik- arnum árið 2022. Lengjubikar- inn hefur síðustu ár fest sig í sessi sem helsta undirbúningsmót liða fyrir Íslandsmótið í knattspyrnu. Skessuhorn tekur hér saman það helsta um liðin af Vesturlandi. Skagamenn leika í A-deild karla og eru með Breiðabliki, Fjölni, KV, Stjörnunni og Þór Akureyri í riðli 2. Fyrsti leikur Skagamanna verður gegn Þór laugardaginn 12. febrúar í Akraneshöllinni, hefst klukkan 14 og verður sýnd- ur beint á Stöð 2 Sport. Fimmti og síðasti leikur ÍA í riðlinum verð- ur svo mánudaginn 14. mars gegn Stjörnunni á Samsung vellinum í Garðabæ, hefst klukkan 19 og er einnig sýndur beint á Stöð 2 Sport. Laugardaginn 19. mars verða und- anúrslitin spiluð þar sem efstu lið riðlanna fjögurra etja kappi og úr- slitaleikurinn í A deild karla er svo áætlaður laugardaginn 2. apríl. Víkingur Ólafsvík leikur í B deild karla og er með ÍR, Kára, KFS, KH og Víði í riðli 1. Fyrsti leikur riðilsins verður stórleikur Kára og Víkings föstudaginn 18. febrúar í Akraneshöllinni og hefst klukkan 20. Síðasti leikur Víkings í riðlinum er laugardaginn 26. mars á Ólafsvíkurvelli klukkan 14 og síðasti leikur Kára er sunnudaginn 27. mars gegn KFS á Domusnova vellinum í Breiðholti klukkan 14. Undanúrslitin í B deild karla verða laugardaginn 2. apríl og úrslitaleik- urinn fimmtudaginn 28. apríl. Reynir Hellissandi leikur í C deild karla og er með GG, Hvíta riddaranum, Ísbirninum, og Kríu í riðli 3. Fyrsti leikur Reynis í riðl- inum er gegn Ísbirninum laugar- daginn 5. mars í Kórnum í Kópa- vogi og hefst klukkan 17. Síð- asti leikur Reynis er gegn Hvíta riddaranum laugardaginn 2. apríl á Ólafsvíkurvelli og hefst klukk- an 14. Skallagrímur leikur einnig í C deild karla og er með Hamri, KÁ, KFB og Stokkseyri í riðli 5. Fyrsti leikur Skallagríms er gegn Hamri sunnudaginn 6. mars í Akranes- höllinni og hefst klukkan 16. Síð- asti leikur Skallagríms er gegn KÁ laugardaginn 26. mars á Ásvöllum í Hafnarfirði og hefst klukkan 21. Umspil í C deild hefjast laugar- daginn 16. apríl, undanúrslitin sunnudaginn 1. maí og úrslitaleik- urinn laugardaginn 7. maí. ÍA leikur í C deild kvenna og er með Einherja, Fram, Hamri, KH og Völsungi í riðli 2. Fyrsti leik- ur ÍA kvenna er gegn Hamri föstu- daginn 4. mars í Akraneshöllinni og hefst klukkan 20. Síðasti leik- ur ÍA í riðlinum er gegn Einherja laugardaginn 9. apríl í Boganum á Akureyri og hefst klukkan 15. Undanúrslitin hefjast mánudaginn 18. apríl og úrslitaleikurinn fer fram föstudaginn 22. apríl. vaks Um síðustu helgi fór fram 1. um- ferð í NOVIS deildinni í pílu sem haldin er af Íslenska pílukastsam- bandinu. Deildin er hönnuð fyrir pílukastara á öllum sviðum íþrótt- arinnar og er sett þannig upp að keppendur fá marga keppnisleiki og alla við leikmenn með svip- að getustig. Fyrsta umferðin var haldin á sunnudaginn á Bullseye við Snorrabraut í Reykjavík og var spilað 501. Pílufélag Akraness var með nokkra keppendur á mótinu og þar stóðu þeir sig best, nafnarn- ir Sigurður Tómasson og Sigurð- ur Hafsteinn Guðfinnsson. Siggi Tomm vann átta leiki og tapaði að- eins einum í sínum riðli á meðan Diddi vann sjö leiki og tapaði ein- um. Siggi Tomm var með áttunda besta meðal stigaskorið af tæplega 150 keppendum. Þá kepptu einnig þeir Rúnar Freyr Ágústsson, Sverr- ir Þór Guðmundsson og Sigurge- ir Guðmundsson og stóðu þeir sig ágætlega. vaks Knattspyrnufélag ÍA gerði í síð- ustu viku samninga við tvo leik- menn úr röðum Vals í Reykja- vík og eru samningarnir til tveggja ára. Annars vegar er það Svíinn Jo- hannes Vall sem er 29 ára varnar- maður og hefur leikið í efstu deild- um í Svíþjóð og hins vegar Dan- inn Christian Køhler sem er 25 ára miðjumaður og hefur hann leikið í efstu deildum í Danmörku og Sví- þjóð. Johannes Björn Vall hefur á sín- um ferli leikið með Falkenbergs FF frá 2009-2017 þar sem hann lék 116 leiki og skoraði átta mörk. Síðan þá hefur hann leikið sex leiki með IFK Norrköping, 14 leiki með Östers IF á láni, 14 leiki með Lj- ungskile SK og síðast með Val í fyrra en þar lék hann 18 leiki. Christian Thobo Køhler hef- ur á sínum ferli leikið með dönsku liðunumNordsjælland 2016-2017 þar sem hann lék 26 leiki og skor- aði eitt mark og með Helsingør árin 2017-2019 þar sem hann lék 58 leiki og skoraði eitt mark. Þá flutti hann sig um set til Svíþjóðar til Trelle- borg þar sem hann lék 24 leiki en fór aft- ur árið eftir til Dan- merkur þar sem hann lék fjóra leiki með Esbjerg í næstefstu deild. Í mars 2021 gekk hann til liðs við Íslandsmeistara Vals og lék með þeim 18 leiki og skoraði eitt mark. vaks Niðurröðun í Lengjubikarnum 2022 staðfest Siggi Tomm og Diddi ánægðir með árangurinn. Ljósm. Guðmundur Sigurðsson NOVIS deildin í pílu hófst um helgina Christian Køhler og Jo- hannes Vall hafa gert tveggja ára samninga við ÍA. Ljósm. kfia ÍA fær tvo leikmenn frá Val

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.